Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 8

Réttur - 01.01.1974, Page 8
„tengd náttúru landsins órjúfandi böndum" Þær ganga upp í þessu hlutverki, sem þeim hefur verið úthlutað, og orð Geirþrúðar — algjör uppgjöf hennar — eru táknræn: „Er- um við þær giftu í raun og veru konur, erum við ekki barasta hlutir, og líður okkur ekki einmitt best þannig, ha? ... Því skyldum við keppa eftir að vera konur, ef okkur líður verr þannig, ha? ..." og aftur „Hlutum líður vel!" Hákon er leigjandinn. Krangalegur ung- lingspiltur með kassa fullan af leikbrúðum, Súlukónginum, Pétri Pan og Júdasi, nöktum og hauslausum. Hákon hefur ekki frið fyrir kvendýrum, þótt hann sé ljótur. Hvers vegna leggur Þóra lag sitt við hann? Er hún að hefna sín á þessum óþolandi eiginmanni sín- um, undirstrika hlutverk sitt eða aðeins að fá tilbreytingu? Sennilega allt þetta sam- þrinnað. Hákon er óhræddur við hin ýmsu fyrirbæri náttúrunnar og hann vill ekki bind- ast kerfinu, því: „Þegar maður er byrjaður að skapa er ekki leið að hætta." Tólffótungur. -— Hvað er það? Skyldi þó aldrei vera náttúran sjálf, iðjagræn? Þetta undur, sem við fjarlægjumst í sífellu eða eyðileggjum. — Jósep á Stað er fulltrúi þeirr- ar kynslóðar, sem vart átti málungi matar. Þeirrar kynslóðar, sem tengd var náttúru landsins órjúfandi böndum. Hann dreymir um að rækta upp sandana og vill ekki selja sitt land. Frekar leggur hann allt í sölurnar og verður fórnarlamb þeirra afla, sem aðeins sjá eitt — peninga. Hákon er sá eini af borgarbúunum, sem ekki er hræddur við móður náttúru. — „An þess að hika stingur hann maðkinum upp í sig." — Og sofnar síðan rótt. En Hákon er einn — brúðurnar hans geta ekki myndað samband sín á milli — líkt farið og mönn- um — hvaða líf er það, þegar við getum ekki lengur talað saman, ekki sagt hug okk- ar? Erum háð því, sem sæmir eða því, sem er hefðbundið, því að vera eins og hinir. Og Hákon hugsar: „Enginn er frjálsari en 8

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.