Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 11

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 11
ég að því síðar. En Gunnar er ekki í þessu riti að „stinga niður stílvopni". Þessi snjalli ástungumaður, sem skoraði máttarvöld him- ins og jarðar á hólm í erindum sínum og fyrirlestrum forðum daga og risti landsölu- mönnum naprasta níð í sagnaritum sínum eins og „Saga þín er saga vor", er nú orðinn hinn mildi öldungur, sem lítur til baka yfir farinn veg með kristilegu langlundargeði og fyrirgefur nú fornum andstæðingum mis- gjörðirnar, — ef einhver góður neisti leyn- ist í þeim. Og framar öllu breiðir hann blæju humorsins yfir baráttu, sem var hörð, — og varð að vera það af því hún var barátta fá- tæks fólks um brauðið og lífið. Það er mikill fengur að fá hinar persónu- legu endurminningar Gunnars úr lífi hans og baráttu almennt. Það gefur mönnum inn- sýn í hvernig kynslóð hans varð að berjast til að lifa. En eitt er það þó frekar öllu, sem sósíalistísk hreyfing Islands má vera honum þakklát fyrir í þessari bók — og það eru kaflarnir um lífið og starfið á meðan hann var erindreki Kommúnistaflokksins. Jón Rafnsson hefur í sinni ágætu bók „Vor í verum" lýst þeirri baráttu, sem sósíalistísk verklýðshreyfing Islands háði í heila kynslóð — og þar á meðal ekki síst baráttu K.F.I. — en hann lýsti ekki því lífi, sem þeir, er þá voru erindrekar flokksins, eins og hann og Gunnar, lifðu. Nú á tímum skilja menn við erindreka stjórnmálaflokks venjulega tiltölu- lega vel launaðan starfsmann, máske bæði með bíl og einhverja bitlinga og þarf lítt að hafa áhyggjur af að komast af. En erindrekar Kommúnistaflokksins, — hvort heldur það var Gunnar, er fór um landið að boða fagnaðarboðskapinn, eða Jón, oft sendur þegar aðstoða þurfti verkalýðsfé- lög í verkföllum, — voru ólaunaðir baráttu- menn, sem bjuggu og borðuðu hjá einhverj- um félaga, voru sendir til næsta flokksfélags, Stimýö niöuv stílvopni GunnarBenedikissoh ..Ih-íiUiiif jímirái lil pri'nul.íiþiiiéá" litnc pir lii'iiii lllilllH.I Hjí illilli-íil.t. þegar lagt var upp í ferðalag og það félag varð svo að sjá um að koma þeim áfram. Og öðruhvoru voru „organiseruð" á þá föt, — og er tjáning Gunnars á því, er honum var fært fataefnið, gott dæmi um aðstæð- urnar. Mér kom oft í hug við lestur bókar Gunn- ars hin sígilda lýsing Krapotkins á baráttunni fyrir sósíalismanum og skal hér aðeins vitnað í örfáar setningar hans í bókinni „Sam- hjálp". 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.