Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 14

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 14
II. Bækur Kristins tvær, „Enginn er eyland" og „Ný augu" heyra saman. Þær eru í senn sagnfræðileg frásögn, þjóðfélagsleg rannsókn og þó alveg sérstaklega skilgreining á al- þjóðlegu samhengi þeirra tveggja bókmennta- skeiða, sem hæst bera í sögu Islands: tíma- bili Fjölnismanna og tímábili „rauðra penna". „Fjarlægðin gerir" enn „fjöllin blá og mennina mikla" og því er Fjölnismönnum enn skipaður hinn æðsti sess í íslenskri bók- menntasögu, því móða fortíðarinnar stækkar sem þoka, en baknag og rógur burgeisaþjóna nútímans reyna enn að rýra afrek rauðra penna, skálda sósíalismans á Islandi í alþýðu augum, þótt með öðrum hætti sé en forðum, er taka átti fyrir kverkar þeim með ofsókn- um. En sú er trú mín að sagan muni síðar meir meta skeiöið rauða, sem hófst með Láru- bréfum Þórbergs og deyr með Jóhannesi úr Kötlum en nær hæst í list Halldórs Laxness, bátind íslenzkra bókmennta eigi aðeins vegna auðgi anda og snilldar þess skeiðs, heldur og vegna þess hve stórfenglegt framlag þessara skálda var til þess að „máttkva og stækka" svo íslenzka alþýðu að hún megnaði að slíta af sér þúsund ára fjötra fátæktarinnar. En þá má þó ekki gleyma því hve miklu erfiðara Jónas og Fjölnismenn áttu, þeir voru braut- ryðjendurnir, sem hefjast urðu handa að heita má í andlegri eyðimörk og örbirgð Islands, en hinir rauðu pennar nutu þess að standa á herðum Jónasar og Bjarna, Steingríms og Matthíasar, Þorsteins og Stephans G. svo ekki sé talað um erlend áhrif. Þá er og rétt að hafa í huga annan sam- anburð hinnar tveggja söguskeiða: Fjölnis- menn og Baldvin Einarsson hófu þá lýðfrels- isbarátm, er Jón Sigurðsson síðar sameinaði fátæka bændaþjóð um, — og sigur vannst á einni öld eftir sex alda áþján. En þá var skæðasti óvinurinn löngum andleg einangrun og örbirgð, en á bak við var „danska valdið," að vísu illt, en innbyrðis sundrað, er auðveld- aði sigur frelsisbaráttu vorrar að lokum. En menn „rauðra penna" og marxistiskir flokkar þeirra, K.F.I. og Sósíalistaflokkurinn, stóðu í tvíþættri baráttu: annars vegar við fylgjuna fornu, fátæktina, — að heyja frelsis- baráttu hins barða þræls, — en hinsvegar við hætmna nýju: að heyja frá upphafi hið vopnlausa frelsisstríð íslenzkrar þjóðar við amerískt auðvald og hervald. Islenskt afmrhald gat þvælst fyrir því að sigur ynnist á fátæktinni. Það beitti þræla- lögum og ríkislögreglu, en lá að lokum á gerðardómslögunum í skæruhernaðinum 1942. Það reyndi að endurreisa fátæktina undir amerískri leiðsögn „Marshall-„hjálpar": með gengisfellingum og kaupkúgunarlögum, byggingabönnum og skipulagningu atvinnu- leysis, — og að lokum með allsherjar at- vinnuleysi og landflótta „viðreisnar"-stjórnar og tilraun til að ofurselja Island algerlega er- lendu auðvaldi til lands og sjávar. En allt kom fyrir ekki: Þessi eldur kúgunarinnar brann á hverjum alþýðumanni sjálfum- Því reis íslensk alþýða upp og hnekkti því aftur- haldi, er kynti hann. Hin baráttan er allt annars eðlis og erfið- ari. Amerískt auðvald og hervald sýndi oss klærnar 1941—51 og ógn þess mun vofa yfir Islandi meðan amerískt auðvald er til. Hér stöndum við frammi fyrir langvarandi átökum, þar sem áfangasigrar kunna að vinn- ast og landhreinsanir af hermannalýð að tak- ast, en öruggur úrslitasigur ekki vinnst fyrr en amerísk heimsvaldastefna hrynur og Nato, — hið „heilaga bandalag" nýlendu- og fjár- gróðavalds, — er leyst upp. Og í þessu frels- isstríði, sem þegar hefur staðið í 30 ár, er óvinurinn ólíkt erfiðari viðureignar en forð- um: Ameríska auðvaldið er sameinað og 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.