Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 19

Réttur - 01.01.1974, Page 19
og þjóðina, en með bjargfasta trú á lokasigur hugsjónarinnar, hún á mikið erindi til sam- tímans: Hinn vinnandi maður tæknivædds „vel- ferðar"-þjóðfélags kemst aldrei hjá því að verða að heyja við sjálfan sig og umhverfið þá erfiðu baráttu að gerast ekki feitur þjónn, þegar hann hefur hent af sér ham hins barða þræls. Eldheit áminning Kristins verður hon- um dýrmæt hjálp til að sigra í þeirri innri frelsisbaráttu. Eins og allt hans mikla ævistarf svo mun og síðasta ákall hans til alþýðu verða eilíf eggjan þess, hvenær sem draumsjón sósíal- isma og þjóðfrelsis ætti í hættu að koðna í værð velferðar- og herstöðva-ríkis, — og af- sláttur að bera raunhyggju í þágu málstaðar- ins ofurliði, — að hefja fána hugsjónarinnar að nýju með öllum þeim stórhug, ást og trú, — af heitu hjarta og allri orku sálar, — svo sem Kristinn E. Andrésson gerði í lifanda lífi. BrvnjóHur liinrna^nn III. Þá höldum við frá því heita hjarta til hins heiða hugar, þar sem saman fer tryggðin við hugsjónina og raunsætt mat á aðstæðum hverju sinni. Það er dýrmætt fyrir okkar sósíalistísku hreyfingu, með tilliti til þess ástands, sem hún nú er í, að fá þetta úrval af ágætum ræðum og greinum Brynjólfs frá síðustu 35 árum í þessum tveim kiljum. Fyrsta ræðan úr kosningunum 1937, ber fyrirsögnina „Það er hœgt að útrýma fátækt- inni”. Það hljómar sem spámannlegt fyrir- heit, sem efnt var furðu fljótt. Einmitt þær kosningar urðu upphaf þeirra straumhvarfa í verklýðshreyfingunni, er gerðu verkalýðinn að því valdi, er braut af sér hlekki örbirgð- arinnar. Og þær kosningar voru um leið fyr- irmynd í því að beita baráttuaðferð samfylk- ingarinnar. Og sjálfur átti Brynjólfur uppá- stunguna að einu djarfasta og viturlegasta samfylkingartiltæki Kommúnistaflokksins þá: að skora á fylgjendur flokksins að kjósa frambjóðendur Alþýðuflokks og Framsóknar allstaðar þar sem þeir voru í hættu að falla fyrir Ihaldinu — og tryggja þannig vinstri 19

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.