Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 26

Réttur - 01.01.1974, Síða 26
JOSEF SMRKOVSKY LÁTINN Josef Smrkovsky, — ásamt Dubcék, höfuð- leiðtogi Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu 1968 — lést í byrjun þessa árs. Með honum er fallinn frá sá maður, er forustu hafði ásamt fleirum fyrir þeirri stórfenglegu tilraun, er gerð var í Tékkóslóvakíu 1968 til að þróa sósíalistískt þjóðfélag áfram á þeirri frelsis- braut, sem því er ætlað að ganga. Smrkovsky var bóndasonur og gerðist bak- ari, gekk ungur í æskulýðssamtök kommún- ista og var 1935, þá 24 ára að aldri, fulltrúi þeirra samtaka á heimsþingi Alþjóðasam- bands ungra kommúnista í Moskvu. Þá var hann ritari samtakanna í Prag. Eftir að nas- ar hernámu Tékkóslóvakíu fór Smrkovsky huldu höfði, en varð í stríðslok einn af leið- togum hins bannaða kommúnistaflokks og stjórnaði ásamt fleirum uppreisninni í Prag 5. maí 1945. Gat hann séð góðan orðstír, og ávann sér mikið traust flokksmanna og var loks í ársbyrjun 1951 kosinn í framkvæmda- nefnd flokksins („flokksforsætið"). Þá skall ofsóknaraldan yfir, sem leiddi til aftöku Slanskys, Franks, Geminders og fleiri af forustumönnum flokksins. Smrkovsky var þá dæmdur, saklaus, í ævilangt fangelsi. Eftir dauða Stalíns, er farið var að draga úr of- sóknunum, var hann látinn laus eftir fjögra ára fangavist, en bannað að hafa afskipti af stjórnmálum, uns 1963 að hann ásamt flest- 26

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.