Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 34

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 34
Úr fangabúðum Mauthausen. og forustu útlendu fanganna til þeirrar takmörkuðu baráttu, er þeir gétu háð. Meira að segja í dauðabúðum Mauthausen starfaði andspyrnuhreyfing — undir forustu Spán- arfara og sovézkra liðsforingja — sem gerði upp- reisn 5. maí 1945 og tókst að ná búðunum á sitt vald og frelsa þannig líf þúsunda, er þar biðu dauðans, þar á meðal voru menn eins og Franz Dahlem, Bruno Leuschner, Heinrich Rau, Horst Sindermann, — og voru þeir þangað komnir til tortímingar eftir að hafa lengst af verið í öðrum fangabúðum. Einnig má nefna Cyrankiewicz, sem síðar varð forsætisráðherra Póllands og Novotny, síðar forseti Tékkóslóvakíu, er báðir biðu þar dauðans. Þarna börðust þýzklr kommúnista elns og Bruno Leuschner og fleiri á sinn máta í 12 ár.* Og þarna fengu ungkommúnistar, sem síðar verður frá sagt, sinn harða skóla. I frelsissveit alþjóðahyggjunnar — Alþjóðaher- sveitinni á Spáni, berjast 5000 þýzkir andfasistar með hinum fremstu. 3000 þeirra láta þar lífið fyrir málstað lýðræðis og alþýðu. Sem tákn hetjuskapar þeirra, er féllu, skal hér aðeins nefnt eitt nafn: Hans Beimler, járniðnaðarmaður, kommúnisti frá stofnun KPD**, hafði snemma fengið að kenna á ofsóknum og fangelsum þýzka auðvaldsins eftir að hafa orðið kommúnisti í stríði þess, sem hann varð að fara í 1914 nítján ára að aldri. 1933 settu naz- istar hann í fangabúðirnar í Dachau, en úr því víti tókst honum að komast og úr landi og afhjúpa hvað var að gerast í „þriðja ríkinu". Síðan vann hann í útlegð unz Spánarstyrjöldin hófst og hann fór þangað til liðs við lýðræðið og féll þar rúmlega fertugur að aldri. Islenzkir kommúnistar kynntust ýmsum þessara þýzku baráttumanna á Spáni fyrr og síðar. Aðeins örfá nöfn skulu nefnd: Heinrich Rau, síðar einn af beztu leiðtogum SED (Sósíalíska einingarflokksins) og DDR, — Alfred Neumann, „Berlínarrisinn", sem Hallgrímur Hallgrímsson segir frá í bók sinni „Undir fána lýðveldisins", — Hans Teubner, — Franz Dahlem. En nöfnin segja fátt nema þeim, sem kynnzt hafa tryggð og hetjulund, hæfileikum og hugsjónaást þessara manna. Og rithöfundar hins kúgaða og smáða Þýzka- lands heyja sína sérstöku baráttu: I útlegðinni Bertolt Brecht og Thomas Mann og ótal fleiri. En í fangabúðunum lætur Nobelsverðlaunahafinn Ossietsky lífið 1938, svivirtur af Morgunblaðinu sem landráðamaður, og baráttuskáldið mikla Erich Múhsam var kvalinn þar til bana af nazistum, — svo aðeins séu nefnd tvö nöfn af mörgum. Þegar minnzt er allra blóðfórna þýzkrar alþýðu, sem fasismi auðvaldsins sigraðist á 1933 og níddist á í tólf ár, þá liða óhjákvæmilega fyrir hugskots- sjónum vorum hinar hörðu, harmsögulegu stað- reyndir þýzkrar sögu. Þýzk alþýða hafði aldrei í * Nánar er sagt frá Bruno Leuschner í Rétti 1965. ** KPD: Kommúnistaflokkur Þýzkalands. 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.