Réttur


Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 36

Réttur - 01.01.1974, Qupperneq 36
Háskólinn í Berlín i rústum 1945. einstæð að magni og gæðum, einkum hvað bóka- úrvalið snerti: Margir beztu rithöfundar Þýzkalands stóðu þá í flokknum eða svo nærri honum að einu gilti. Útgáfufélög eins og „Veriag fiir Literatur und Politik“, „Internationaler Arbeiterverlag", „Neuer Deutscher Verlag" og „Malik-verlag" gáfu út bæk- ur, allt frá sígildum ritum Marx og Engels, aragrúa ágætra skáldsagna og til listaverkabóka Káthe Kollwitz, George Grosz, John Heartfieid og annara. Sá maður, er bar höfuð og herðar yfir alla aðra i útgáfustarfseminni að stórhug og hugarflugi var Willi Munzenberg, einhver mesti snillingur flokks- ins um framtak og djörfung í víðfeðma starfi. Hann var einnig lífið og sálin í samfylkingarsamtökum eins og „Alþjóðasamhjálp verkaiýðsins" og „Bandalaginu gegn heimsvaldastefnu" (Liga gegen Imperialismus). I Alþjóðasambandi kommúnista (Komintern), var þýzki flokkurinn einn sterkasti flokkurinn og átti úrvalsstarfsliði á að skipa. I höfuðstöðvum Komin- terns í Moskvu var þýzka ekki síður aðalmál en rússneska. Við kynni á þýzkum félögum eins og Hermann Remmele, Wilhelm Florin, Philip Dengel og Hugo Eberlein lærði maður að meta margt hið bezta í fari þýzkra kommúnista. En hvað stoðar hetjuskapur í baráttu, framúr- skarandi skipulagshæfileikar, fórnfýsi og tryggð við málstaðinn út yfir gröf og dauða, ef forustu flokksins skortir það víðsýni og framsýni, það sjálfstæði og það hugmyndaflug, sem þarf til þess að móta nýja stefnu, er ný hætta sem fasismans vofir yfir, — þá djörfung að þora að fara inn á nýjar brautir, máski áður ófarnar, þegar gerbreytt ástand blasir við. (Það myndi heldur ekki stoða for- ustu flokks að eiga þessa hæfileika, ef flokkinn sjálfan vantaði hina, er fyrr voru taldir). Við verðum að muna að þrátt fyrir réttmæti sögu- legrar efnishyggju þá er gildi einstaklinga þeirra, er forustu skipa í þeim samtökum, sem allt veltur á á úrslitastundum, meira en menn venjulega gera sér Ijóst. Hver getur fullyrt að verklýðsbyltingin hefði gerzt í Rússlandi í nóvember 1917, ef Lenín hefði t.d. verið drepinn í júlímánuði þess árs, — og skal þó ekki ágæti Bolshevikaflokksins i efa dregið. — „Myllur guðs mala hægt," segir þýzkt máltæki og svo er og um lögmál efnahagsþróunar- innar, þau miðast jafnvel við áraíugi og aldir, þótt svo einstaklingum lífsins liggi vissulega á. „Bylting- arnar eru eimreiðar sögunnar" stendur þar, en eim- reiðin á vissulega mikið undir kyndurunum og lest- arstjórunum um hve hratt gengur og að eigi fari út af sporinu. Kommúnistaflokkur Þýzkalands varð fyrir því ó- bætanlega tjóni að missa 1919 tvo af beztu for- ingum sínum: Rósu Luxemburg, sjálfstæðasta hugsuðinn um pólitíska stjórnlist, og Karl Lieb- knecht, þessa eldsál sósialismans, persónugerfingu þeirrar djörfungar, er Danton taldi frumskilyrði sig- ursællar byltingar. Oftrú á erlerrda fyrirmynd og einangrunarstefna, sem afturhaldsstefna og svik sósíaldemókrata ýttu undir, hrjáði flokksforustuna löngum, svo sá ágæti efniviður, sem var í þessum flokki nýttist ei sem skyldi. Ég minnist enn síðustu heimsókna til Berlínar og Hamborgar fyrir valdatöku fasista, einmitt I kosningunum í nóvemberbyrjun 1932, þegar KPD vann mikinn kosningasigur (6 milj. atkv.) en nazist- ar tóku að tapa. Þá varð fyrirsögnin i blaði flokks- ins ,,Rote Fahne", þessl: ,,6 miljóna flokkur verður ekki bannaður". Við gerðum okkur þá engir í hugarlund hvilík 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.