Réttur


Réttur - 01.01.1974, Side 38

Réttur - 01.01.1974, Side 38
Georgi Dimitroff Ernst Thalmann Wilhelm Florin gátu nazistar tortimt miljónum kvenna, barna og karlmanna, — meðan Morgunblaðið lofsöng menn- ina með „hreinu hugsanirnar" eins og Kanana nú. Saman biðu hinir hugrökku leiðtogar kommúnista og sósíaldemókrata, Thálmann og Breitscheid, bana i Buchenwald í ágúst 1944. En máttur hins marxistiska boðskapar, — kyngi- kraftur þeirrar forustu, sem ekki lætur kúgast og megnar að móta nýja stefnu, brjóta nýjum baráttu- aðferðum braut, — átti eftir að sýna andlega yfir- burði sina mitt í sjálfu viti nazismans: I Leipzig reis fanginn Georgi Dimitroff, bauð öllu veldi naz- ismans byrginn og tendraði þann eld, er varð að báli samfylkingar gegn fasisma um víða veröld. Og sovétþjóðirnar fullkomnuðu það verk með fórnum og hugrekki, er aldrei fyrnist. Fyrir þungum höggum þeirra vígvæddu vinnandi stétta hneig að lokum fangahöll hins nazistiska auðvalds Þýzka- lands i rúst. En dýr varð ósigur og uppgjöf alþýðu fyrir þýzka auðvaldinu 1933, henni sjálfri og heimi öllum. 50 miljónir manna höfðu verið drepnir í striðinu, 35 miljónir særðar eða limlestar. I fangabúðum höfðu 8 miljónir manna verið myrtar. — Kommúnistaflokk- ur Þýzkalands hafði sem aðrir slíkir fært sínar miklu fórnir, tugir þúsunda af meðlimum hans voru myrtir og meirihluti meðlimanna, sem voru 300.000 1933, hafði orðið að þola ofsóknir, fangelsanir, fangabúðavist eða dauða. III. Þýzkaland nazismans hafði fallið fyrir öflum utan frá. Þýzka alþýðan hafði ekki megnað að steypa því — og reynslan þaðan og frá Spáni sýnir hve óskaplegt það er að láta nokkurntíma nokkurn fasisma eða stjórnarhætti skylda honum fá tækifæri til að sigra. 38

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.