Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 54

Réttur - 01.01.1974, Síða 54
„NÝJA ÍSLAND 70 ÁR Fyrir 70 árum hóf göngu sína í Reykjavík lítið mánaðarblað, er nefndist „Nýja Island" og undir stóð: „Blað fyrir alþýðu alvarlegs og skemmtilegs efnis." Ritstjóri er Þorvarður Þorvarðarson, er þá hafði stofnað Hið ís- lenska prentarafélag 1897, og hafði litla prentsmiðju á Laufásvegi 5 (Prentsmiðja Reykjavíkur). Þorvarður hafði numið prent- iðn niðri í Danmörku og kynst þar bæði samtökum verkamanna og sósíalismanum og orðið eindreginn sósíalisti, sem hann var alla ævi. Strax í fyrsta tölublaðinu í janúar 1904 er birt fræðandi grein um einn þátt sósíal- ismans, raunar þýtt úr „Socialdemokratiets Aarhundrede" („öld sósíalismans"), hinu mikla riti í tveim stórum bindum, er danskir sósíalistar þá gáfu út, — og var það um Babeuf, sósíalistann í frönsku byltingunni miklu. Er þeim þýðingum stöðugt haldið áfram í blaðinu. Þorvarður Þorvarðarson (mynd frá ca. 1900) í öðru tölublaði er strax farið að hreyfa hagsmunamálum hinna fátæku. Fyrirsögnin á þeirri grein er: Ráðist á lítilmagnann. Bæjarstjórnin tekur sér bessaleyfi. Fátæklingarnir réttlausir. Koma nú fleiri greinar um þetta efni, sum- ar aðsendar, en aðrar ritaðar af ritstjóranum. Jafnframt er haldið áfram að kynna er- 54

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.