Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 55

Réttur - 01.01.1974, Page 55
Setjarasalur i „Gutenberg'1 ca. 1910. Ef vel prentast þekkjast nokkrir prentaranna, t.d. Jón Árnason aftast. lenda brautryðjendur sósíalismans, einkum hugvitssósíalistana svonefndu Saint-Simon og fleiri. Jafnframt er sagt frá hinni útopisku sögu E. Bellamys „Arið 2000" og birtur kafli um hvernig maður, sem lifir árið 2000, þeg- ar „hugmyndir kommúnista eru komnar í framkvæmd" lýsir þjóðfélagsaðstæðum árið 1889. Um áramótin 1904—1905 kemur til hinna hörðustu stéttaátaka af hálfu prentara við nokkra prentsmiðjueigendur. Hafði prentara- félagið (H.I.P.) reynt að knýja fram samn- inga við prentsmiðjueigendur um tölu nema, en þeim hafði þá verið fjölgað óhóflega, einkum í einni prentsmiðjunni. Tvær prent- smiðjur voru reiðubúnar að semja, Reykja- víkur-prentsmiðja Þorvarðar og Þjóðólfs- prentsmiðjan, en Isafoldarprentsmiðja Björns Jónssonar og Félagsprentsmiðjan virtu prent- ara ekki svars. Segja nú þeir prentarar, sem þar unnu, allir upp og ákveða prentarar að stofna eigin prentsmiðju. Er Þorvarður frum- kvöðull að því og mun hafa lagt sín tæki þar inn og fer utan til að kaupa vélar. Gerist 55

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.