Réttur


Réttur - 01.01.1974, Page 64

Réttur - 01.01.1974, Page 64
Þorgrímur Starri Björgvinsson * I minningu Hólmfríðar Pétursdóttur f upphafi þessarar aldar, nánar tiltekiS siðari hluta vetrar 1908—9, sátu m.a. fjögur ungmenni í 3. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar og hlýddu þar kennslu Guðjóns Baldvinssonar frá Böggvisstöðum, sem sagt var frá i Rétti 1972. Þau voru Hólmfriður Pétursdóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Gauti Pétursson og Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi. Guðjón vakti þau sem fleiri til að hugsa um þjóð- félagsmál og tengdist þessum hópi sterkum vin- áttuböndum. Hjá honum mun hafa kviknað hug- myndin að þessu timariti, er Þórólfur siðan stofn- aði og ritstýrði fyrstu tíu árin. Sá áhugi er þarna vaknaði entist þeim öllum ævilangt. Hólmfriður andaðist 1. febrúar þessa árs áttatiu og tveggja ára að aldri og hefur þá allur þessi hópur kvatt. Hún ann alla ævi hugsjónum æsk- unnar; sósíalisma og þjóðfrelsi. Þorgrímur Starri frá Garði flutti fagra ræðu við útför hennar og hefur leyft ,,Rétti“ að birta hana í minningu Hólmfriðar og hennar horfnu samherja. Norður í Dumbshafi rís eyland eitt, sem nú hefur verið byggt í ellefu aldir. Það er land hinna skörp- ustu andstæðna. Þar brýst eldur úr iðrum jarðar en kaldur jökull krýnir fjallatinda vetur sem sumar. Þar skiptast á ókleif fjöll, brunahraun og eyðisandur og blómlegar byggðir skjólsælla dala og háfjallasveita. Þar gerast dagar styttri og nætur lengri og dimmari í skammdegi vetrarins en títt er víðast hvar annars staðar á byggðu bóli. En þar er lika „nóttlaus voraldar veröld", þegar sólin skín af slíku örlæti nótt sem dag, og það get- ur bókstaflega verið synd, að ganga til náða á bjartri vornóttunni. Þá má heyra gras gróa og ull vaxa á sauðum. I því landi eru skarpari skil milli sumars og vetrar en gerist í öðrum löndum, ende vorkomunni hvergi fagnað af slikum innileik sem þar. Þar vaxa lika kjarnmeiri grös úr moldu en í hinum suðlægari löndum. Það sama hefir löngum mátt segja um það fólk, þá þjóð, sem þyggt hefir landið, enda hefir landið aldrei boðið börnum þess gæði sín án þess að fyrir þeim væri unnið með harðfylgi hugar og handa. Með nokkrum sanni má segja, að íslenskt þjóð- lif hafi frá fyrstu tíð til þessa dags lotið lögmálum árstíðanna. Okkur er gjarnt að líta landnám Islands augum vorsins. Land allt vaxið viði milli fjalls og fjöru, vötn öll full af fiski, sem ekki kunni mann- inn að hræðast, sannkallað óskaland. Og fyllir ekki stofnun þjóðveldisins þá vorþjörtu mynd? Og vist hefir margur Islendingur, þegar að kreppti, vermt sig við minningar um sumar sögualdar. Fall þjóðveldisins, glötum sjálfstæðis og róstur Sturl- ungaaldar minna sannarlega á stórviðri haustsins. Og svo hefst hið langa, kalda og myrka skammdegi í þjóðarsögunni. Fimþulvetur erlendrar áþjánar, ör- birgðar, hallæra, og drepsótta, svo við landauðn lá þegar fastast svarf að. Á síðustu öld sá margur þann kost vænstan, að flýja land til annarrar heims- álfu. En allir vetur taka enda, og vorið kom. Hið bjartasta vor, sem komið hefir yfir íslenskt þjóðlíf kennum við gjarna við aldamótakynslóðina. Slíkur vorþeyr fór um þetta þjóðlíf um og fyrir síðustu aldamót, að varla hefir merkari atburður gerst í allri þjóðarsögunni. Eflaust hafa marghátt- aðar hræringar úti í hinum stóra heimi ýtt undir það róttæka endurmat á arfteknum siðum mann- legra samskipta, sem þá fóru í hönd. En allt var þetta þó fært til íslenskra staðhátta og borið uppi 64

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.