Réttur


Réttur - 01.01.1974, Síða 65

Réttur - 01.01.1974, Síða 65
Ingibjörg Benediktsdóttir (t.h.) og Holmfriður Pétursdóttir. (Myndin liklega tekin um 1909). af sjálfmenntuðu alþýðufólki þess tíma. Ræktun lands og lýðsl Islandi allt! Það voru kjörorð þessa fólks. Eflaust hefur ómurinn frá frönsku bylting- unni: frelsi, jafnrétti, bræðralag, hrært strengi i brjóstum þess. Þessi kynslóð er ef til vill sú hamingjusamasta og ríkasta, sem fæðst hefir á Is- landi. Ríkust og hamingjusömust fyrir þá sök, að hún átti hugsjónir til að berjast fyrir, óvenjulegt þrek til að leggja til atlögu. Bjartsýna trú á land sitt og þjóð. Hún hóf á loft merki félagshyggju og samhjálpar. Hún boðaði þá kenningu, að hver ein- staklingur ætti sama rétt til lífsins gæða, hvar í stétt sem hann stóð. Hún barðist fyrir aukinni menningu, sem miðaði að því að auka manngildi einstaklingsins. Engin kynslóð hefir skilað jafn dýrmætum arfi sem hún í hendur þeirra, er landið skyldu erfa eftir hennar dag. Því hef ég dvalið svo mjög við þessa sögu á þessari stundu, að þessi kona, sem við fylgjum til moldar í dag, var glæsilegur fulltrúi aldamótakyn- slóðarinnar. Hún fæddist á hinu bjarta vori og naut sólar þess og heiðríkju öll sin bernsku og þroska ár. Þeim uppruna sínum leyndi hún aldrei, bar hans merki til hinstu stundar. Hún hlýtur að verða okkur öllum minnisstæð, því saman fór I óvenju rikum mæli andlegt og líkamlegt atgervi. Já, Hólmfriður á Arnarvatni var sannur fulltrúi voraldarfólksins, sem islensk þjóð stendur i mestri þakkarskuld við 65

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.