Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 20
20 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Lætin í kringum endurkom-una hafa reyndar veriðslík að hinn harðduglegiog sívinnandi Jimmy
Page, gítarleikari sveitarinnar, sá
sig tilneyddan til að taka sér stutt frí
skömmu eftir tilkynninguna. Far-
sími Page bræddi nánast úr sér þeg-
ar misgóðir kunningjar bombar-
deruðu símann með sms-um þar sem
reynt var að kría út miða. Þá var
hægt að kaupa í gegnum þartilgerða
vefsíðu sem hrundi um leið og hún
var sett í gang eftir að tuttugu millj-
ónir manna ruddust inn á hana sam-
tímis.
Allt síðan sveitin lagði upp laup-
ana árið 1980 hefur hún verið í mikl-
um metum hjá tónlistaráhugamönn-
um; gömlu hundarnir hafa verið …
ja … hundtryggir en nýjar kynslóðir
hafa heldur ekki staðist töfrana og í
aðdáendahópinn bætist með hverju
árinu. Þetta upphlaup vegna endur-
komunnar sýnir glöggt hina gríðar-
miklu virðingu sem Zeppelin nýtur í
dag og hún hefur losað um útgáfu-
skriðu; safnplata, Mothership, er ný-
komin út, eldri plöturnar eru loks fá-
anlegar sem niðurhal og hin
umdeilda kvikmynd, The Song
Remains The Same, hefur verið end-
urbætt og endurútgefin.
Grant breytti öllu
Led Zeppelin er ekki bara ein
fremsta rokksveit sem uppi hefur
verið, heldur umbylti hún ótal þátt-
um í rokkmenningu samtímans. Á
áttunda áratugnum náði Led Zep-
pelin slíkum hæðum, bæði í tónlist-
arsköpun og vinsældum, að fyrir því
voru engin fordæmi. Umfangið og
stærðin á öllu tengdu sveitinni var
með slíkum ólíkindum að mönnum
hreinlega óaði við. Ofgnóttin, ólifn-
Sama lag og áður?
TÓNLIST»
Það er á morgun sem rokksveitin goðsagnakennda Led Zeppelin kemur saman á nýjan leik og
heldur tónleika í O2-höllinni í London. Þrír af fjórum upprunalegum meðlimum koma þar fram
en það er Jason Bonham sem sér um trumbuslátt, sonur trommarans sáluga Johns Bonhams,
sem lést langt fyrir aldur fram árið 1980. Viðbrögð almennings við þessari endurkomu hafa verið
slík að elstu menn rokkbransans muna ekki eftir öðru eins.
Goðsagnir Hljómsveitin Led Zeppelin þótti marka tímamót í sögu rokksins og tónleikar hennar magnaðir.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Fátt hefur komið mönnumjafnspánskt fyrir sjónir íensku knattspyrnunni áþessum vetri og gengi
Tottenham Hotspur. Liðið sem
margir bjuggust við að myndi
blanda sér af fullum þunga í bar-
áttuna um meistaradeildarsæti
marar nú í hálfu kafi í 16. sæti og
hefur aðeins unnið tvo af fimmtán
leikjum sínum í úrvalsdeildinni.
Mikil bjartsýni var ríkjandi á
White Hart Lane síðastliðið sum-
ar. Tvö undangengin tímabil hafði
Tottenham hafnað í fimmta sæti
deildarinnar – sem er besti árang-
ur liðsins í sögu úrvalsdeildarinnar
– og var aðeins hársbreidd frá
meistaradeildarsæti vorið 2006.
Martin Jol hafði komið eins og
stormsveipur frá Hollandi með
væntingar og metnað í farteskinu
og með áhugaverðum kaupum á
leikmönnum í sumar fyrir um 40
milljónir sterlingspunda þótti liðið
til alls líklegt.
En gengið hefur látið á sér
standa. Liðið fór ömurlega af stað
og fljótlega var ljóst að Jol var
kominn í hugmyndarfræðilegt
þrot. Hann náði ekki að lyfta lið-
inu á kreik og áður en október var
allur var Hollendingurinn látinn
taka pokann sinn. Inn kom Spán-
verjinn Juande Ramos, sem gert
hafði góða hluti hjá Sevilla. Hann
hefur farið ágætlega af stað, ef
undan er skilið tapið gegn Birm-
ingham um liðna helgi, en alltof
snemmt er að kveða upp dóm um
hans frammistöðu. Hitt er þó ljóst
að hann á ærið verk fyrir höndum.
Valinn maður í hverju rúmi
En hvað hefur farið úrskeiðis
hjá Tottenham? Ekki vantar
mannskapinn. Fá félög, utan hinna
fjögurra stóru, eru betur mönnuð
og ýmsir öfunda félagið af fram-
herjunum fjórum, Dimitar Berba-
tov, Robbie Keane, Darren Bent
og Jermain Defoe. Sóknin hefur
líka skilað sínu, liðið hefur gert 26
mörk á leiktíðinni, aðeins topplið
Arsenal hefur skorað meira, 32
sinnum. Keane hefur verið fremst-
ur meðal jafningja og er næst-
markahæstur leikmanna í úrvals-
deildinni, með 12 mörk í öllum
keppnum. Allir geta hins vegar
verið sammála um að Berbatov og
Bent geta betur.
Tottenham hefur gengið öllu
verr að verjast, fengið á sig 28
mörk í leikjunum fimmtán sem er
vitaskuld alltof mikið. Aðeins
Derby, Sunderland og Reading
hafa þurft að hirða tuðruna oftar
úr netinu. Fyrir þennan leka verð-
ur Ramos að komast hið fyrsta.
Snar þáttur í skýringunni er fjar-
vera fyrirliðans Ledleys Kings,
sem enn hefur ekki látið að sér
kveða á leiktíðinni vegna meiðsla.
Michael Dawson og Younes Kabo-
ul hafa staðið vaktina lengst af og
ekki náð að stilla saman sína
strengi. Sérstaklega hefur franska
ungstirnið átt erfitt uppdráttar.
Svo má auðvitað velta fyrir sér
hvort Tottenham eigi að sætta sig
við bakverði á borð við Pascal
Chimbonda og Young-Pyo Lee.
Þeir eru ekki miklir varnarjaxlar.
Ekki var það heldur á ástandið
bætandi að sjálfstraust Pauls Rob-
insons markvarðar skyldi hverfa
eins og dögg fyrir sólu. Allt kom
fyrir ekki þótt hann andaði að sér
íslensku fjallalofti. Það helst þó
oftar en ekki í hendur, góð mark-
varsla og góður varnarleikur.
Við þetta má bæta að lykilmenn
á borð við Aaron Lennon komu
seint til leiks vegna meiðsla, þann-
ig að leiðin hlýtur að vera upp á
við. Annað er óhugsandi. Þau
koma samt óneitanlega upp í hug-
ann orð kollega míns sem talaði af
biturri reynslu á dögunum: Lífið
er of stutt til að halda með Totten-
ham!
Reuters
Eiga mikið inni Aaron Lennon og Dimitar Berbatov fagna marki gegn
Anderlecht. Tottenham þarf á framlagi þeirra að halda á komandi vikum.
KNATTSPYRNA»
» Aðeins Derby, Sunderland og Reading hafaþurft að hirða tuðruna oftar úr netinu. Fyrir
þennan leka verður Ramos að komast.
Er lífið of stutt?
JÓLAGJÖFIN FYRIR ÞÁ SEM ELSKA PIPAR• S
ÍA
•
7
2
4
6
3
Þú ætlar að horfa á sjónvarpið - einn takki
Með aðeins einum takka á fjarstýringunni kveikir
þú í senn á sjónvarpinu, myndlyklinum og heimabíó-
magnaranum. Sjónvarpið stillist sjálfkrafa inn
á réttu rásina.
Þú ætlar að horfa á DVD - einn takki
Sjónvarpið stillist sjálkrafa inn á réttu rásina,
það kviknar á DVD-tækinu og þú stjórnar
öllum aðgerðum með Logitech fjarstýringunni.
Opnunartími: virka daga 9-18 | laugardaga 12-17 | sunnudaga 12-17