Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 22

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 22
22 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Kristján Friðbergsson Í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 2. desember sl. er birt löng aðsend grein undir fyrirsögninni „Kumb- aravogsbörnin“. Þar er fjallað af ósanngirni og hlutdrægni um fjölskylduheimili það sem ég stofnaði ásamt konu minni, Hönnu Halldórsdóttur, fyrir rúmum fjörutíu árum og rak um áratuga skeið. Fer ég þess á leit við Morgunblaðið að það birti leiðréttingar mínar á rang- færslum greinarhöfundar en greinin er rituð með þeim hætti að öllum ætti að vera ljóst að hún dregur upp einhliða og alfarið ranga mynd af fjölskyldulífi okkar á Kumbaravogi. Höfundur greinarinnar átti tvö frændsystkini sem dvöldu á heimili okkar í tæpan áratug. Hún heimsótti heimilið á þessum tíma, og segist hafa borið „mjög mikla virðingu fyrir Kumbaravogshjónunum“ og starfi okkar, sérstaklega nefnir hún að sér hafi fundist forstöðukonan Hanna, „afskaplega viðkunnanleg með góða nærveru“, og gleður það mig sér- staklega að heyra. Aldrei hef ég heyrt nokkurn mann lýsa henni með öðrum hætti. Þótt greinarhöfundur virðist sjálf ekki hafa haft neitt út á fjölskylduheimili okkar að setja − „Mér var afskaplega vel tekið af hús- ráðendum og barnaskaranum“, skrifar hún − þá lýsir hún því hvern- ig afstaða sín hafi breyst nú fjörutíu árum síðar, eftir að hún hefur lesið frásagnir þriggja einstaklinga sem dvöldu á heimilinu. Greinin er raun- ar að uppistöðu endursögn og end- urbirting á ósanngjarnri umræðu um Kumbaravogsheimilið sem birtist í DV og Vikunni sl. vor. Í engu er get- ið þess sem rétt er og mikill meiri- hluti þeirra barna sem ólust upp á Kumbaravogi hefur lýst í yfirlýsingu í helgarblaði DV 16.-18. mars sl. Þar gefa þau lið fyrir lið réttari mynd af starfseminni og er sú lýsing í sam- ræmi við mat þeirra samtímamanna sem best til þekktu og töldu að á Kumbaravogi hefði verið skapað öruggt og gott heimili. Ekki er held- ur vísað til ítarlegs viðtals í helg- arblaði DV 16.-18. febrúar þar sem eitt barnanna lýsir miklu þakklæti fyrir þann aðbúnað og það atlæti sem það hlaut á Kumbaravogi, að dvölin þar hafi gert gæfumun fyrir sig og sitt líf. Síðan umræðan um Kumbaravog hófst í febrúar á þessu ári hafa mörg fósturbarna minna komið að máli við mig og lýst þakk- læti og hlýju í minn garð. Þar sem lesendur Morgunblaðsins þekkja e.t.v. ekki yfirlýsingu fósturbarna minna í DV leyfi ég mér að vitna til helstu efnisatriða hennar hér (sjá rammagrein). Daglegt líf á Kumbaravogi Því er haldið fram að lífsbarátta barnanna á Kumbaravogi hafi verið hörð og að frásagnir þeirra líkist „helst völdum köflum úr Oliver Twist.“ Vitnað er til frásagna af vinnu barna á Kumbaravogi, og gefið til kynna að einhugur ríki um að vinnuþrælkun hafi verið á heimili okkar. Þeir sem fylgst hafa með um- ræðunni um Kumbaravog vita mæta- vel að þessu hefur mikill meirihluti barnanna alfarið hafnað. Þau hafa lýst í smáatriðum hve rúman tíma þau fengu til að sinna námi, tóm- stundum, útivist og ferðalögum. Við hjónin lögðum áherslu á eðlilega þátttöku barna og unglinga í heim- ilisstörfum og að þau fengju að venj- ast algengri vinnu og virða vinnu- semi. Þau störf sem börn og unglingar á Kumbaravogi unnu voru áþekk þeim störfum sem unnin voru á íslenskum heimilum á þeim tíma sérstaklega til sveita. Allir tóku ein- hvern þátt í daglegum rekstri heim- ilisins. Fullyrðingar um að börnin hafi ein séð um öll heimilisstörfin, að lítil eða engin hjálp hafi verið keypt inn á heimilið, börnin hafi byggt öll nýju húsin á lóðinni, o.s.frv. eru ekki sannar. Hanna hafði umsjón með allri vinnu innandyra og sinnti hús- verkum frá morgni til kvölds árið um kring, og hafði sér til aðstoðar starfs- stúlkur úr þorpinu og frá Reykjavík. Sumar þessara stúlkna störfuðu hjá okkur í áraraðir, aðrar skemur. Við húsbyggingar á Kumbaravogi störf- uðu eins og gefur að skilja smiðir, rafvirkjar, múrarar og annað fag- fólk, auk sjálfboðaliða sem vildu að- stoða okkur. Ásakanir um að við hjónin höfum ætíð látið vinnu ganga fyrir námi eru einfaldlega út í hött. Allir sem til heimilisins þekkja vita hve mikla áherslu við hjónin lögðum á menntun og hvatningu í þá átt. Sjálfur sinnti ég kennslu við Stokks- eyrarskóla um árabil og aðstoðaði börn mín og fósturbörn við námið. Ég fékk einnig aðra einstaklinga til að aðstoða við námið inni á heimilinu, og lagði ríka áherslu á tónlistarnám barnanna. Viðhorf okkar til náms og menntunar hefur skilað sér í því að flest hafa börnin okkar lokið háskóla og/eða sérhæfðu iðnnámi. Umfjöllun um fjármál tengd upp- byggingu heimilisins og hugleiðingar um að rekstur barnaheimilis væri vís gróðavegur ber vott um ónóga inn- sýn í stöðu barnaverndarmála á Ís- landi fyrir fjörutíu árum síðan. Það var viðamikið verkefni að stofna og reka svo stórt heimili á þeim árum sem við réðumst í það. Í greininni er látið í veðri vaka að á þeim tíma hafi verið borið fé á þá sem lögðu upp með áform um að stofna barnaheim- ili. Á sama tíma er í greininni vísað til ýmissa gagna sem sýna hve mikla vinnu og þrautseigju þurfti til að sækja um styrki fyrir slíkt starf. Þeir sem ekki þekkja til eiga erfitt með að gera sér grein fyrir því hvernig allt umhverfi slíkrar starfsemi hefur gerbreyst sl. hálfa öld. Gott samstarf við barnaverndaryfirvöld Það er erfið og sársaukafull ákvörðun að taka barn af heimili og koma því í fóstur. Vel er hugsanlegt að því úrræði hafi verið beitt of frjálslega fyrir rúmum fjörutíu árum Fjölskylduheimilið að Kumbaravogi Kumbaravogur Fjölskylduheimilið að Kumbaravogi í vetrarbúningi. » Að fenginni þeirri reynslu taldi égbrýnt að bæta þjónustu fyrir börn í slíkum aðstæðum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að stofnun fjölskylduheimilis væri mikilvæg og í raun afar brýn breyt- ing á þjónustu fyrir þessi börn. Þegar umræðan um Kumbaravog stóð sem hæst í DV í febrúar og mars á þessu ári birtu níu af fósturbörnum Kristjáns og Hönnu á Kumbaravogi yfirlýsingu í DV þar sem segir m.a.: „Fósturforeldrar okkar bjuggu okkur öruggt og gott heim- ili að Kumbaravogi þar sem við nutum skjóls, en mörg okkar höfðu áður dvalið á fleiri en einni af stofnunum ríkisins, öll komum við úr erfiðum fjölskylduaðstæðum. Í starfi sínu höfðu fósturforeldrar okkar að leiðarljósi að Kumbaravogur væri heimili en ekki stofnun og að við mynduðum eina fjölskyldu. Flest okkar tóku að kalla þau mömmu og pabba eftir að við komum að Kumbaravogi. Mörg okkar hafa gert það alla tíð síðan. Á heimili okkar ríkti reglusemi og festa, og við þurftum aldrei að kvíða helgum líkt og svo mörg börn þurfa því miður að reyna. Þá var heimili okkar bjart og þrifalegt og matur ætíð nægur, fjölbreyttur og hollur.“ „Á Kumbaravogi lærðum við til verka við leik og störf. Það er rétt sem komið hefur fram í umræðunni í DV að við fengum að kynnast ýmsum algengum störfum og að vinnuálagið hafi verið árstíðabundið. Fósturforeldrar okkar töldu að besta leiðin til að ala upp svo stóran barnahóp væri að sjá til þess að við hefðum iðulega eitthvað fyrir stafni í leik og starfi. Við teljum að sú reynsla hafi verið okkur gott veganesti út í lífið, kennt okkur að treysta á sjálf okkur og skilja þá ánægju og það stolt sem felst í því að vinna gott verk, takast á við erfið verkefni og leysa þau vel af hendi. Ummælum um að barna- þrælkun hafi viðgengist á Kumbaravogi og að börnin hafi aldrei fengið tíma til að sinna öðru en vinnu höfnum við hins vegar alfarið. Slík ummæli standast einfaldlega ekki skoðun. Fósturforeldrar okkar voru mjög duglegir við að ferðast með sinn stóra barnahóp. Gildir það ekki eingöngu um styttri helg- arferðir sem voru mjög tíðar (til dæmis í Þrastarlund og á Þingvelli) heldur einnig um lengri ferðir, sérstaklega að sum- arlagi.“ „Við fengum mjög góðan tíma til að sinna ótal áhugamálum svo sem smíðum, siglingum, útivist og náttúruskoðun, kan- ínurækt, frímerkjasöfnun, hjólreiðum, lestri bóka, hesta- mennsku, móturhjólum, skák, fótbolta, skautaíþrótt og þannig mætti lengi telja.“ „Í umræðu DV hefur verið rætt um áfengisvanda ein- staklinga sem áttu heimili að Kumbaravogi og er rakinn stutt- lega ævivegur tveggja fósturbræðra okkar sem sagt er, rétti- lega, að hafi orðið óreglumenn og látist langt fyrir aldur fram. Að vísu er ekkert haft eftir þessum tveimur einstaklingum sjálfum um slæma dvöl þeirra á Kumbaravogi eða að þeir hafi haft eitthvað upp á fósturforeldra okkar að klaga. Öðru nær. Um annan þeirra er beinlínis sagt að hann „talaði aldrei illa um þau hjónin ..“ og getum við staðfest þau ummæli.“ „[U]mræðan undanfarnar vikur hefur valdið okkur meiri sársauka en orð fá lýst. Fólk sem reyndist okkur vel á erfiðum tímum, fólk sem kann og kunni að axla ábyrgð möglunarlaust og sinna skyldum sínum af trúmennsku og rækni um áratuga skeið, er dregið í svaðið. Enginn greinarmunur er gerður á ágreiningi sem upp getur komið í stórri fjölskyldu − í fjöl- skyldum af þessari stærð er nánast óhjákvæmilegt að við- horfin séu ólík − og því þegar börn sæta illri meðferð og harð- ræði á stofnunum ríkisins.“ „Við höfum oft áður látið í ljós sömu [jákvæðu] viðhorf [til fósturforeldra okkar]. Má í því samhengi nefna viðbrögð okk- ar þegar við vorum spurð árið 1991 hvort við vildum láta skrá okkur sem fósturbörn Kristjáns Friðbergssonar í bókinni Samtíðarmenn sem gefin var út árið 1993. Nær öll okkar brugðust vel við þeirri fyrirspurn, ófá okkar með orðum um að við værum þakklát fyrir árin á Kumbaravogi og stolt af því að vera nefnd fósturbörn þeirra Kristjáns og Hönnu. Sama viðhorf tjáðum við árið 1992 þegar við fylgdum fósturmóður okkar til moldar og sömdum um hana minningargrein sem lesa má í Morgunblaðinu 3. apríl 1992.“ Bjuggu okkur öruggt og gott heimili Helstu efnisatriði yfirlýsingar níu fósturbarna Kristjáns og Hönnu á Kumbaravogi » Flest okkar tóku að kalla þaumömmu og pabba eftir að við komum að Kumbaravogi. Mörg okkar hafa gert það alla tíð síðan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.