Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 47
UMRÆÐAN
Á VÍSI.is 29. nóv-
ember sl. er viðtal við
Bolla Pétur Bollason,
prest í Seljakirkju,
vegna ákvörðunar
fimm leikskóla í Selja-
hverfi um að afþakka
heimsóknir presta.
Hér er útdráttur úr
viðtalinu:
„Fámennur hópur
trúleysingja hindrar
kirkjustarf í Selja-
hverfi.
Jón Hákon Hall-
dórsson skrifar:
Bolli Pétur Bollason,
prestur í Seljakirkju,
telur að það sé vegna
athugasemda frá fá-
mennum en háværum
hópi fólks sem leik-
skólastjórnendur í
Seljahverfi hafi tekið
þá ákvörðun að gera
hlé á samstarfi kirkj-
unnar við leikskólana.
Í fréttum Ríkissjón-
varpsins í gær var
greint frá því að þrír af
fimm leikskólum í hverfinu hefðu
tekið fyrir heimsóknir presta í leik-
skólana.
Bolli Pétur Bollason, prestur í
Seljakirkju.
Við höfum átt gott samstarf við
stjórnendur leikskólanna og reynd-
ar grunnskólanna líka,“ segir Bolli.
Hann segir að þau rök sem hafi ver-
ið færð fyrir því að slíta samstarfi
við skólana hafi verið þau að á Ís-
landi væri að skapast fjölþjóðlegt
menningarsamfélag og sum börnin
væru ekki kristinnar trúar. „Reynd-
ar verð ég að taka fram að það er
ekki fólk af erlendum uppruna sem
er að gera athugasemdir. Það eru
miklu frekar Íslendingar sem
standa utan trúfélaga,“ segir Bolli
til útskýringar.
Ég bjó sjálf í Seljahverfi í yfir 20
ár og starfaði í nokkur ár á einum
leikskólanna sem um ræðir. Það var
alltaf hátíð þegar farið var í kirkju
og þegar unnið var með kirkjunni
og margar góðar stundir sem börn-
in áttu með prestinum. Að mínu
mati og reynslu hefur kirkjan verið
fasti punkturinn í hverfinu ásamt
leikskólunum og grunnskólunum.
Mikið og gott starf fer fram í Selja-
kirkju fyrir börn og unglinga og hef-
ur verið gott samstarf á milli allra.
Kirkjan er nú þannig staðsett að
hún er í miðju hverfinu á grænu
svæði. Í kirkjunni er alltaf einhver
við og hefur hún verið oft athvarf
barna sem hafa verið að leik við
tjörnina þar hjá ef eitthvað hefur
bjátað á. Þau hafa feng-
ið djússopa hjá prest-
unum, kexköku og
plástur á sárin sín. Árið
1992 lenti besti vinur
sonar míns í alvarlegu
slysi þegar þeir voru á
unglingsaldri þar sem
þeir voru á leið sinni á
hljómsveitaræfingu.
Ekið var á hann niðri í
bæ af jeppabifreið á
fullri ferð. Varð sonur
minn vitni að slysinu.
Vini hans var ekki hug-
að líf og barðist hann
fyrir lífi sínu í nærfellt
tvo mánuði. Þegar þessi
válegi atburður gerðist
leituðu skólafélagar
hans í Seljaskóla til sr.
Valgeirs Ástráðssonar,
sóknarprests í Selja-
kirkju, og báðu hann að
opna kirkjuna og vera
með bænastund. Kirkj-
an fylltist af nemendum
úr skólanum að leita
styrks og til að biðja
fyrir félaga sínum og
vini. Bænastundirnar urðu margar
með þessum ungmennum. Kirkjan
var fasti punkturinn hjá ungmenn-
unum í hverfinu enn og aftur. Mér
finnst með þessari ákvörðun að verið
sé að taka frá þeim að kynnast góð-
um gildum kirkjunnar. Stærstur
hluti barnanna er skírður af kristn-
um söfnuði og því á að taka það af
þeim að kynnast kirkjunni sinni?
Þeim sem ekki vilja að börn sín
kynnist kirkjunni eða því starfi er
hægt að bjóða aðrar stundir á með-
an. Þeir sem eru annarrar trúar ættu
því að fá að kynnast einnig sinni trú.
Þarna finnst mér einum of langt
gengið. Hafi einhvern tímann verið
þörf á því að kynnast góðum gildum,
kærleika og að lífið snúist um annað
og meira en peninga og að eignast
allt, þá er það núna.
Því að taka frá
þeim góð gildi
kirkjunnar?
Sigurlaug B. Gröndal skrifar
um trúmál í leik- og barna-
skólum
Sigurlaug B. Gröndal
» Að mínumati og
reynslu hefur
kirkjan verið
fasti punkturinn
í hverfinu ásamt
leikskólunum og
grunnskólunum.
Höfundur er verkefnastjóri og fyrr-
verandi íbúi í Seljahverfi.
Fréttir á SMS
Hjá Mótormax fá allir áhugamenn
í mótorsportinu draumagjöfina sína.
Allt frá hjálmum að skóm og allt þar á milli.
Mundu að gjafabréf Mótormax er tilvalin jólagjöf.
í mótorsportinuÓskagjöfin
MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400
www.motormax.is
Ostakarfa sælkerans
> Gómsætir ostar að hætti Osta og Smjörsölunnar,
ostabakki og ostahnífar, kertakveikjari og flöskuopnari.
> Bæta má við léttvínsflösku í körfuna og hægt að
logo merkja ostabakka, kveikjara og flöskuopnara.
> Innihald: Höfðingi, Jóla Yrja, Stóri Dímon, Rjóma-
ostur með svörtum pipar, Gullgráðostur, Hrókur,
Mexikanskur ostur, sulta, Lorenz Clubs kex,
ostabakki með segli og fjórum ostahnífum, kerta-
kveikjari, og flöskuopnari.
25 stk. 50 stk. 400 stk.
5.900 kr. 5.700 kr. 5.100 kr.
Höfðabakki 9 · 110 reykjavík · sími 567 0500 · tanni@tanni.is · www.tanni.is
JÓLAgJAfir
fyrirtækJA
VAndAðAr Vörur sem berA merkið þitt VíðA
skoðAðu úrVALið
www.tAnni.is
Föt / töskur / klukkur
spil / pennar / teppi
golfvörur / handklæði
og fleira og fleira
Ve
rð
er
u
án
vs
k.
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardag 10-18 sunnudag 11-17Opið
Allt það fína frá Kína
ATH! Þú greiðir aðeins fyrir dýrari hlutinn
• Vasar
• Diskar
• Lampar
• Pottar
• Myndir
o.m.fl .
2 fyrir 1
Tilboð á kínversku
m
listmunum til jóla