Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 62
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
62 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofur - vinnustofur
Þrjú 20m² herbergi til leigu í snyrti-
legu húsnæði í Hafnarfirði. Laus
strax. S. 588 7050.
Hestar
Hör, undirlag undir hesta
Vorum að fá hör. Heildsölu afgreiðsla
á góðu verði. Ryklaust, hentugar
pakkningar.
IM ehf. Fiskislóð 18, Reykjavík.
Sími 899 4456. Bókhald
Vantar þig aðstoð við reksturinn!
Tek að mér bókhaldsverkefni, aðstoð
við skattamálin og reksturinn. Mikil
reynsla, er rekstrarhagfræðingur og
sanngjarnt verð. Ráðpúsl, sími 865
9868.
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Smáauglýsingar 5691100
Tómstundir
Plastmódel, pússluspil og ýmist
föndur-úrval. Opið í dag sunnudag
frá kl. 13-17:00.
Tómstundahúsið.
Nethyl 2, sími 587-0600,
www.tomstundahusid.is
Til sölu,
fallegur Tekk skápur frá Míru kr.
20.000.- Svefnstóll kr. 7.000.- Tekk
skrifborð kr. 3.000.-
Upplýsingar í síma 669 1195
Til sölu.
Fagor þvottavél kr. 8.000.- og Miele
þurrkari með barka. kr. 8.000.-Ágætis
tæki í góðu standi.
Upplýsingar í síma 669 1195.
Húsgögn
Heimilistæki
Í dag er:
English service at 12:30 pm.
Entrance: main door.
Everyone welcome.
Almenn samkoma. kl. 16:30
Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng.
Aldursskipt barnakirkja, öll börn
1-13 ára velkomin.
Bein útsending á Lindinni eða á
www.gospel.is
Á sunnudagskvöldum kl. 20
á Omega er sýnd samkoma frá
Fíladelfíu
Vegurinn, Smiðjuvegi 5,
Kópavogi.
Aðventustund verður kl. 14:00.
Börnin sýna helgileik. Kakó,
kökur og samfélag á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Morgun- og kvöldsamkomur
falla niður.
www.vegurinn.is
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Símon Bacon
og Guðríður Hannesdóttir
kristalsheilari auk annarra,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma. Upplýsingar um
félagið, starfsemi þess, rann-
sóknir og útgáfur, einkatíma og
tímapantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Sunnudagaskóli kl. 11.
Fjölskyldusamkoma kl. 14 sem
barnastarfsmenn sjá um. Leikrit,
lofgjörð og fyrirbænir. Kaffi og
samvera að samkomu lokinni.
Allir velkomnir!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a v/ Vatnsendaveg,
www.kefas.is
Samkomur
Föstudaga kl. 19.30.
Laugardaga unglingastarf
kl. 20.00.
Sunnudaga kl. 11.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samkoma í dag kl.16.30.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
Þriðjud. Samkoma kl. 20.00.
Miðvikud. Bænastund kl. 20.00.
Fimmtudag. Ungl. kl. 20.00.
Laugard. samkoma kl. 20.30.
SALT
Kristið samfélag
Háaleitisbraut 58-60, 3 hæð.
Samkoma í dag kl. 17.00.
,,Hver á jólin” Ræðumaður
Margrét Jóhannesdóttir. Mikil
lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf.
Allir velkomnir.
I.O.O.F. 3 18812108 Jv.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Gleðilega páskahátíð!
Aðventustund í dag kl. 20.
Trond Are Schelander talar.
Umsjón: Harold Reinholdtsen.
Heimilasamband fyrir konur
mánudag kl. 15 - jólafundur.
Engin samkoma fimmtudag.
Opið hús kl. 16-17.30
daglega nema mánudaga.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opið alla virka daga kl. 13-18.
Félagslíf
Íslenska Kristskirkjan,
Fossaleyni 14.
Fjölbreytt barnastarfið kl.11
Einnig er fræðsla fyrir fullorðna.
Unnar Erlingsson kennir.
Samkoma kl. 20 með mikilli
lofgjörð og fyrirbænum. Unnar
Erlingsson predikar, nýkominn
úr boðunarferð til Indlands.
Miðvikudagur:
Bænastund kl.19.30.
Fimmtudagur:
Bænastund kl.16 fyrir innsend-
um bænaefnum.
Föstudagur: Samkoma fyrir
ungt fólk kl. 20.
www.kristur.is
MORGUNBLAÐIBU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Sigur-
borgu Matthíasdóttur, rektor MH:
„Í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð starfa rúmlega 1.300 nemend-
ur í dagskóla og öldungadeild.
Langstærsti hluti þessara nemenda
eru duglegir, skemmtilegir og
skapandi einstaklingar sem eru
okkur til sóma hvar sem þeir koma.
Í skólanum er öflugt starf nemenda
og kennara, stúdentar okkar
standa sig vel í framhaldsnámi og
skólinn hefur getið sér gott orð á
ýmsum sviðum svo sem fyrir kór-
starf, skák og leiklist.
Miðvikudaginn 5. desember var í
áberandi fyrirsögn greinar fullyrt
að fíkniefnaneysla hefði aukist mik-
ið milli ára í Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Þessi fullyrðing var
byggð á mjög hæpnum forsendum
og án þess að vitnað væri í annað
en netkönnun sem ritstjórn skóla-
blaðsins stóð fyrir að eigin sögn
nemendum til skemmtunar og
dægrastyttingar. Það hefur verið
reynsla okkar hér í MH að kann-
anir á vegum skólablaða sýna ýkta
mynd af neysluvenjum nemenda
þegar þær eru bornar saman við
rannsóknir á vegum viðurkenndra
aðila. Því tek ég niðurstöðum úr
þessari netkönnun nemenda með
fyrirvara eins og reyndar þeir gera
sjálfir samkvæmt þeirra eigin inn-
gangsorðum í skólablaðinu.
Komið hefur fram í rannsóknum
að mikil breyting verður á vímu-
efnaneyslu ungs fólks þegar grunn-
skóla sleppir og það á við um nem-
endur MH eins og nemendur
annarra skóla. Rannsóknir hafa
hins vegar ekki sýnt að nemendur
MH skeri sig úr öðrum framhalds-
skólanemendum varðandi slíka
neyslu. Í glímu við þann þjóð-
félagsvanda sem vímuefnin eru er
þörf á yfirvegaðri umfjöllun fjöl-
miðla, samvinnu heimilis og skóla
og viðhorfsbreytingar í þjóðfélag-
inu.“
Aths. ritstj.
Í málgagni Nemendafélags
Menntaskólans við Hamrahlíð,
Beneventum, er þess ekki getið að
umrædd könnun sé til dægrastytt-
ingar og skemmtunar líkt og segir í
bréfi til nemenda. Hins vegar
stendur orðrétt: „Ritstjórn Bene-
venti kynnir stolt viðamestu skoð-
anakönnun gerða á nemendum
Menntaskólans við Hamrahlíð til
þessa. Þetta er fyrsta rafræna
könnunin gerð á vegum NFMH og
er úrtakið að þessu sinni 555 stór-
fenglegir nemendur, sem er rúmur
helmingur allra nemenda skólans.“
Enginn fyrirvari gerður.
Jafnframt var rætt við ritstjóra
Beneventum fyrir birtingu fréttar-
innar og óskað eftir frekari upplýs-
ingum. Hvorki í samtali við blaða-
mann né í tölvubréfi sem innihélt
umbeðnar upplýsingar var þess
getið að niðurstöðurnar væru ekki
marktækar.
Athuga-
semd frá
rektor MH
Nova opnuð
í Smáralind
NOVA hefur opnað verslun í
Smáralind í Kópavogi. Verslunin
er í göngugötunni á neðri hæð
verslunarmiðstöðvarinnar, þar
sem áður var upplýsingaborð
Smáralindar.
Fyrir er Nova með verslun,
þjónustuver og skrifstofur að Lág-
múla 9 í Reykjavík.
Í báðum verslunum Nova er
fjöldi opnunartilboða. Hægt er að
kaupa 3G farsíma frá 9.900 kr. og
fá netið í símann frítt til 1. mars
2008 ef gerður er þjónustusamn-
ingur við Nova. Nánari upplýs-
ingar um verð á farsíma- og net-
þjónustu Nova má nálgast á
www.nova.is, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Jólaball fyrir
fatlaða í 21. sinn
ANDRÉ Bach-
mann stendur
fyrir jólaballi
fyrir fatlaða í 21.
skipti í ár. Ballið
verður haldið í
Gullhömrum 11.
desember nk. og
húsið opnað kl.
19.15. Skemmt-
unin stendur frá
kl. 20 til kl. 23 og er aðgangur
ókeypis.
André segir þetta vera sitt fram-
lag til þeirra sem minna mega sín í
þjóðfélaginu, en leggur áherslu á
að svona samkoma gæti aldrei orð-
ið að veruleika án framlags allra
þeirra sem leggja honum lið.
Fjöldi listamanna kemur fram
sem allir gefa vinnu sína, auk þess
sem húsnæðið er frítt til afnota og
fyrirtæki gefa veitingar og óvænt-
an glaðning. Á ballið fyrir síðustu
jól komu 870 manns og lukkaðist
það mjög vel.
Þeir sem koma fram í ár eru
Magni Ásgeirsson, Harasysturnar,
Rúnar Júlíusson, Bríet Sunna,
Nylon, Laddi, Hljómasveitin Klauf-
arnir, Luxor-strákarnir, Land og
synir, Regína Ósk og André Bach-
mann. Hljómsveitin Hvar er Mjall-
hvít? leikur fyrir dansi. Kynnar
verða Sigmundur Ernir Rúnarsson
og Inga Lind Karlsdóttir.
André Bachmann
JÓLAFUNDUR Handarinnar verður haldinn þriðjudag-
inn 11. desember klukkan 20.30. Frummælendur eru
Anna Sigríður Pálsdóttir, Dómkirkjuprestur, og Eva
María Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður. Tuttugu konur
úr Kvennakór Reykjavíkur syngja jólalög við undirleik
Vignis Þórs Stefánssonar, stjórnandi er Sigrún Þor-
geirsdóttir. Þráinn Bertelsson rithöfundur les úr nýút-
kominni bók sinni, Englar dauðans, og fundinum lýkur
með jólahugvekju Margrétar Svavarsdóttur, djákna í
Áskirkju. Fundarstjóri verður Helga Hallbjörnsdóttir.
Fundurinn er í neðri sal Áskirkju. Kaffi og piparkökur og allir velkomn-
ir í jólastemmninguna.
Jólafundur Handarinnar
SÍÐUSTU tvo áratugi hefur jóla-
sýning verið fastur liður í starfsemi
Byggðasafns Árnesinga. Hafa
margvíslegir gamlir safnmunir
tengdir jólahaldi fyrrum verið í
öndvegi. Á sýningunni, sem opnuð
verður á sunnudaginn og verður
opin áfram í desember, eru gömul
jólatré, gamalt jólaskraut af ýmsu
tagi, jólakort frá fyrri hluta 20. ald-
ar og jólasveinabrúður sem sýna ís-
lenska jólasveina í sauðalitunum.
Á sýningunni í Húsinu á Eyr-
arbakka er elsta varðveitta jólatré
landsins sem er spýtujólatré frá
1873, smíðað fyrir hjónin í Hruna,
þau frú Kamillu og sr. Steindór
Briem af Jóni Jónssyni, bónda í
Þverspyrnu. Árið 1955 gaf dóttir
þeirra, Elín Steindórsdóttir í Odd-
geirshólum, jólatréð til Byggða-
safns Árnesinga og má segja að
jólatréð sé einn helsti sýning-
argripur safnsins á þessum árs-
tíma.
Á sunnudaginn kl. 15 hefst Hús-
lestur á aðventu í Húsinu á Eyr-
arbakka, þar sem Einar Már Guð-
mundsson, Jón Kalman Stefánsson,
Edda Andrésdóttir og Ágúst Borg-
þór Sverrisson munu lesa úr nýút-
komnum bókum sínum.
Sýning Í síðustu viku var unnið að því að skreyta gamla jólatréð frá Hruna.
Elsta jólatré landsins í Húsinu