Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 5
Alsbáturinn, áður en hann var tekinn upp og settar saman. eynni Als við austurströnd Suður-Jótlands, var grafinn upp af dönskum fornfræðing-um 1921— 22 og er nú til sýnis í danska Þjóominja- safninu. Hjortspring-mýri er örlítið mýrardrag, umlukt af ávölum, svipmjúkum hæðum, nálega kringl- ótt, 45—50 m. í þvermál. Hún er 42 m. ofar sjávarfleti, en niður að ströndinni eru 3 km. Niðri í mýrinni fannst báturinn og allt, sem honum fylgdi, brotið og bramlað og svo meyrt, að varla mátti drepa á það fingri, en samt tókst að taka þetta allt upp og skeyta það saman að nýju, svo að nú vitum við nákvæmlega, hvernig þetta skip hefur verið, sem fyrsti kapí- tulinn í sögu skipanna á Norðurlöndum fjall- ar um (sbr. myndina ofan við greinina). Eftir nútíma mælikvarða er báturinn af van- efnum og lítilli kunnáttu gerður. Hann er 13,25 m. langur milli stafna og aðeins 2 m. breiður miðskips. Dýpt hans er 0,68 m. um miðjuna, en 0,77 m. til endanna, og má af þessu sjá, að stafnarnir rísa, þótt lítið sé. Skilur þar mikið á milli hans og víkingaskipanna frægu „með gapandi höfði og gínandi trjónu“. Þessir lág- reistu stafnar eru eitt þeirra einkenna, sem sýna hið frumstæða stig, sem Alsbáturinn stendur á og ófullkomna tækni tímans. Efnið í.bátnum er linditré, og er ákrokkurinn allur gerður úr að- eins fimm plönkum, einum botnplanka, tveim- ur hliðarplönkum og tveimur borðstokksplönk- um. Borðþykktin er aðeins 1,5 cm. Tré þau, sem plankarnir hafa verið unnir úr, hafa verið geysi- stór. Á plönkunum eru engin samskeyti stafna í milli. Botnplankinn er um 50 cm. breiður um miðjur.a, en mjókkar til endanna. Það hefur auð- sæilega verið hið mesta tæknilega vandamúl, að ganga frá stöfnunum, svo að tryggilegt væri. Botnplankinn, sem kemur í kjalar stað, er ekki látinn sveigja upp á við til endanna og mynda stefnin. Sú list hefur verið óþekkt á þessum dög- um. í stað þess hafa báðir endar bátsins, barki og skutur, verið smíðaðir í einu lagi, holaðir út úr stórum trjástofnum og festir hvor á sinn enda botnplankans. Við þessa tvo eintrjánings- enda eru svo hliðar og borðstokksplankar fest- ir. Fram og aftur af barka og skut ganga tvö spjót eða ranar, annað niðri við botn, hitt í borðstokkshæð. Þau eru töluvert löng, sveigjast upp á við og mjókka til endanna. Á einum stað eru þau tengd saman með lóðréttri fjöl. Til hvers skyldi nú þetta sérvizkulega og fánýta hrófatildur vera? Ef til vill er það ekki ann- að en skrautverk, en hugsanlegt er einnig, að það séu úreltar leifar frá eldri bátagerðum, sem VtKINGVR 275

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.