Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 8
árangurinn er skip, sem ekki er haffærandi, hef- ur ekki þolað þunga sjói og sjálfsagt aðeins haft til siglinga með stiöndum fram í góðum Arar og stjakar úr Alsbátnum. veðrum. Þróunin fór liægt á þessum tímum. En þegar miðað er við það stig, sem tæknin var á, þegar Alobáturinn var gerður, er hann furðu góðar og bendir fram á við að því leyti, að hann býr yíir þeim þróunarmöguleikum, sem vel haía notið sín á næstu öldum. Það sézt á næstelzta skipinu, sem geymzt hefur, Nydambátnum. En þó að járnnegld skip ryddu sér bráðlega til rúms og engum dytti í hug að sauma saman herskip eða önnur stórskip, hefur hin gamla, ódýra bátasmíð, för með veikum viðum og saumuðum borðum, ekki lagzt niður. Iíún hef- ur lifað hjá fátækri alþýðu langt fram eftir öldum. Þannig er t. d. sagt í sögu Inga konungs um Sigurð slembi, er hann hafði vetursetu norður á Hálogalandi árið 1138—39: „Þann vet- ur er sagt, að Sigurður léti Finna gera sér skút- ur tvær inn í fjörðum og væru sini bundnar og enginn saumur, en viðjar fyrir kné, og réru 12 menn á borð hvorri .... Skútur þær voru svo skjótar, að ekkert skip tók þær á vatni, svo sem kveðið er: Fátt eitt fylgir furu háleyskri, svipar und segli sinbundið skip.“ Af þessari frásögn sézt, að á 12. öld kunnu Finnar (þ. e. Finnlappar) enn að búa til skip, sem sett voru á sama hátt og Alsbáturinn, og það góð skip og hraðskreið. Annars staðar í byggðum norrænna manna hefur þessi tækni einnig lifað. Járnið var dýrt og sums staðar ófáanlegt. Grænlendingar hinir fornu voru öðr- um fremur illa staddir að þessu leyti, enda björguðust þeir við járnlaus skip. f annálum seg- ir svo árið 1189: „Ásmundur kastanrassi kom af Grænlandi úr Krosseyjum og þeir 13 saman á því skipi, er seymt var trésaumi og bundið sini. Ilann kom í Breiðafjörð á íslandi.“ Frá- sögnin ber það með sér, að nokkur tíðindi hafa það þótt, að hafskip væri „bundið sini“, enda sigldi Ásmundur þessi af landi héðan árið eftir, sjálfsagt áleiðis til Noregs, og týndist þá skip- ið. En samt verður að telja, að órofin ættartengsl séu milli hins ævagamla Alsbáts og skips Ás- mundar af Grænlandi, sem fórst árið 1190, og það er vafalaust, að bátar af sama sauðahúsi hafa viðgengizt enn lengra fram á aldir, m. a. hér á íslandi. Á sjóminjasafninu í Krónborg í Danmörku á að vera geymt líkan af íslenzkum fiskibát; sem saumaður er saman eins og Als- báturinn, en ókunnugt er mér um aldur hans. Þannig hefur hin gamla bátasmíð lifað í kyrr- þey árum og öldum saman, eftir að farið var að smíða hin glæsilegu skip, sem gerð voru eftir nýjum aðferðum, á grundvelli nýrra uppfinn- inga, og sköruðu að öllu leyti langt fram úr gömlu bátunum. Á stórum, sterkbyggðum haf- skipum komu landnámsmennirnir til íslands, og á þeim héldu þeir uppi siglingum til útlanda. En þeir fluttu með sér þá kunnáttu að gera VlKINGVR 278

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.