Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 9
HOLGER DRACHMANN
„Skáldið er eins og hafið“.
Holger Drachmann.
Fá eða engin siciari alda skáld á Norðurlönd-
um hafa verið skáld sjávarins í jafn ríkum mæli
og danski' rititöfundurinn Holger Drachmann.
Sjálfur var Drachmann svipaðs eðlis og hafið,
sú hin máttuga höfuðskepna. Særinn er síkvik-
ur og breytir háttum og hrynjandi á skammri
stundu. Ýmist er hann ekkaþrunginn og kvein-
andi eða ógnum fullur og ofsafenginn, ham-
rammt, ægimattugt" tröll. Aðra stundina er sen»
liann rauli vögguljóð blíðum rómi, hitt veifið
æðir hann beljandi og með boðaföllum. Ýmist er
hann háðskur á svip eða hýr í bragði. Stundum
svigna feiknstafir í brosi. Særinn brýtur allt
og bramlar, sem feykið er og meyrt, en vaggar
hinu trausta þægilega á brjóstum sínum.
Það er sama hvaða hamskiptum særinn tekur.
Hann verður aldrei daufur. Alltaf er hann saltur
og beizkur á bragðið. — Þessu líkur var Iiolger
Drachmann. Sjálfur segir hann:
,,En Digter er Söen lig,
han ligger med sine Luner
bestandig í aaben Krig ....“.
Holger Drachmann fæddist 9. okt. 1846. Fað-
ir hans var kunnur skiplæknir. Þegar á barns-
aldri komst Drachmann í náin kynni við hafið
og farmennskuna, því að hann sigldi víða um
höf á skipi með föður sínum. Næmur hugur
drengsins mótaðist snemma af umhverfinu, og
voru sæfarir og sæfarar honum hugleikin æ
síðan.
Þegar Drachmann stálpaðist, vildi hann gjarn-
an halda áfram.lífi sjómannsins, en faðir hans
ákvað að sonurinn yrði til mennta settur. Var
Drachmann nú á skólabekk um hríð og lauk
stúdentsprófi. En skapið var ákaft og ört. Hann
gat ekki sætt sig við að sitja enn mörg ár við
bókina. Hann tók að lifa reglulitlu og óróasömu
járnlausa báta, þeir lumuðu á hinum æviforna
arfi bátasmiðanna, sem gerðu Alsbátinn um
200 fyrir Kr., og ávöxtuðu hann í nýja land-
inu. Verkmenning sú, er landnámsmennirnir
fluttu með sér til Islands, á sér rætur óralangt
aftur í forsögu Norðurlanda.
Kristján Eldjárn.
lífi. Vín, víf, listir og ferðalög áttu hug hans
allan. Drachmann fann, að hann var fæddur
listamaður. Hann ákvað að gerast listmálari, —
málari sjávarins og skipanna.
Drachmann náði brátt ágætum árangri í list-
grein sinni. Hann málaði sterkar, hrífandi mynd-
ir af hafinu og myndbreytingum þess, skipun-
um, sjávarströndinni, hafnarborgunum. Jafn-
framt ferðaðist hann víða um lönd, draslaði og
drakk. Hann lenti til Englands, svalt heilu
hungri í London, flæktist um eins og rekald í
hafnarhverfunum og kynntist af eigin raun
kjörum lágstéttanna. Drachmann gerðist sósía-
listi. Þegar byltingin varð í Frakklandi
1871, hreifst Drachmann með af hugsjónum
kommúnardanna. Um svipað leyti skrifaði hann
nokkrar ferðaminningar, sem þóttu bráð-
skemmtilegar og voru mikið lesnar. Og nú
krafðist skáldið, sem bjó í hinum unga listmál-
ara, réttar síns. í nóvembermánuði 1871 birtist
í tímariti nokkru logheitt og mjög snjallt bylt-
ingarkvæði: Enskir jafnaðarmenn. Ivvæðið birt-
ist undir dulnefni. Leyndist það engum, sem
sjá vildi og heyra, að þar hafði mikið skáld
kvatt sér hljóðs. Höfundur kvæðisins var Holg-
er Drachmann.
Næstu ái'in starfaði Drachmann jöfnum hönd-
um við pennann og pensilinn. Náði hann ágæt-
um árangri í báðum þessum listgreinum. Það
var ekki fyrr en hann var kominn um þrítugt,
að honum þótti sýnt, að hæfileikar hans lægju
fyrst og fremst á rithöfundarsviðinu. Hætti
hann þá að mála og sendi frá sér hverja bókina
eftir aðra, skáldsögur, smásögur, Ijóð, leikrit
og ritgerðir.
V ÍKINGUR
279