Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 15
Víhingaskip. Teikning eftir Holger Drachmann. efalaust; en það verður enginn barnaleikur!“ Við tókum tvisvar harkalega niðri, og nú var það í fyrsta sinn að Sören skrækti, því að nagla- oddarnir rákust á kaf í hann. Við annað höggið heyrðum við, að siglan og bugspjótið brotnuðu. f þriðja sinnið var það víst skutflöturinn, sem fór. Þegar ég hafði talið þrisvar og fann, að við flutum á ný á dýpi, sagði ég: „Það hlýur að vera Rauðskerið. Hér er 35 faðma dýpi fyrir innan, en svo koma klappir aftur. Litla Rauðskerið. Ef við slyppum yfir það, þá lendum við á Hornnesjaskeri, og þar get- um við orðið landfastir!“ „Það væri þó gott!“ sagði Jens. ' f sama bili stakkst skuturinn, og loftið þjapp- aðist svo upp, að við vorum nærri orðnir að klessu. Við héldum, að skipið mundi liðast í sundur og vorum við því búnir, að nú mundi öll björg- unarvon úti. Við steinþögðum, en héldum fast hver í annan. Svo lyftist flakið aftur, og nú komu sex högg, hvert á fætur öðru, og síðan vorum við á floti á ný. „Æ, hver djöfullinn!“ sagði Sören. „Nú skaltu ekki bölva!“ sagði ég. „Því nú skal ég sýna þér ....!“ Og ég hafði naumast lokið orðinu þegar við tókum niðri í síðasta sinn og stóðum fastir. „Þetta er Hornnesjasker!“ sagði ég. En nú ruddist aftur farmurinn, sem sprengt hafði káetuskottið við seinasta höggið. Annar fóturinn á Sören festist og var nærri molaður á aftasta þverbandinu. Hann orkaði ekki að draga hann til sín, en ég náði taki á buxunum og tókst að toga hann upp. Og þetta hefði ég ekki getað gert, ef hann hefði ennþá verið í stíg- vélunum, því að þá hefði hællinn festst í timbr- VtKINGUR inu og ekki verið hægt að róta fætinum. Og af þessu má sjá, að það er gott að vera laus við stígvélin sín í tæka tíð. Þetta var nálægt sólsetri á þriðjudagskvöld- ið. Þegar við fundum að við vorum landfastir, skriðu Sören og Jens niður á hálfþiljurnar og hrópuðu á hjálp út um brotinn skutinn. „Er þarna nokkur, sem svarar kalli ?“ spurði ég þá. Þeii' kváðu nei við. En það var líka ógern- ingur að heyra neitt, því að hvorttveggja var, að brakið inni i flakinu gerði óskaplegan hávaða, en hið ytra lét sundurbrotið siglutréð þung högg ríða á skrokknum. Og þar að auki brotn- uðu sjóirnir í sífellu á klöppunum. „Þetta verður ekki til neins!“ kvað ég upp úr. „Við megum þakka fyrir, ef við getum þrauk- að hér til morguns án þess að frjósa í hel!“ Sören leit öðrum augum á málið. Hann vildi skríða út á skerið til þess að kalla á hjálp, þar sem hann eins og hann sagði, hefði grun um, að þar væru bátar ekki langt undan. „Svíarnir hafa líkast til séð okkur!“ sagði hann. „Þeir hafa hafkettissjón!“ Ég bað hann nú mjög um að vera kyrran. „Þegar við erum búnir að standa saman svona lengi“, sagði ég, „þá skulum við ekki skilja næt- urlangt. Þú ert sterkastur af. okkur, við getum haft not af kröftum þínum til þess að hjálpa okkur út úr þessari líkkistu. Ef þú ferð út á skerið núna, þrífa öldurnar þig, og það væri ekki til nokkurs skapaðs hlutar. Þessu máttu trúa, svo sannarlega sem ég heiti óli Kristófers- son og er lóðs á Skaganum!“ Svo skriðu þeir Sören og Jens inn aftur. En þegar nú Sören einu sinni var búinn að rétta úr sér, gat hann ekki lagt á sig að fara í sínar fyrri stellingar á grúfu yfir þverbitanum og með naglaoddana að höfðalagi. Hann fór því aftur 285

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.