Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Page 24
Það er mín skoðun, að bændur og sjávarút- vegsmenn ættu að hafa miklu nánara samband — beint samband — sín á milli, en verið hefir og ég tel, að félög bænda og félög sjávarút- vegsmanna ættu að hafa forgöngu um stórauk- ið samstarf þessara stétta í framtíðinni. Fá íslendingar að njóta aðstöðu sinnar? Engin þjóð hefir jafnmikla utanríkisverzlun og Islendingar, miðað við íbúatölu. íslend- ingar hljóta að sækja mjög mikinn varning til annara þjóða og hafa mikla utanríkisverzl- un. Þegar þetta er athugað, verður það enn ljósara, hve þýðingarmikill sá atvinnuvegur er fyrir þjóðina, sm fyrst og fremst aflar henni þess erlenda gjaldeyris, sem hún þarf til að kaupa þær margháttuðu vörur frá útlöndum, sem hér eru ekki framleiddar, en þjóðin þarf að fá, til þess að geta lifað fullkomnu menn- ingarlífi. Þetta er liið stórkostlega hlutverk sjávarútvegsins. Islendingar búa við einhver beztu fiskimið Iieimsins. Þeir ættu því að hafa góða aðstöðu til þess að sjá öðrum þjóðum fyrir góðum fiski með samkeppnisfæru verði. Fyrir styrjöldina voru íslendingar þó í vandræðum með að selja þann fisk, sem þeir öfluðu. Sumar þjóðír neit- uðu sér um fiskinnflutning vegna fátæktar, aðr- ar til þess að láta sína eigin fiskimenn sitja fyidr markaðinum heima. Ýmsar þjóðir lögðu háa verndartolla á fiskinn, til þess að vernda sína eigin útgerð og fiskimenn fyrir sam- keppni af hálfu íslendinga og annara fiskveiða- þjóða. Enn aðrar þjóðir greiddu miklar fjár- hæðir af almannafé til fiskimanna og útvegs- manna, til þess að bæta þeim upp aðstöðumun- inn í samkeppninni við íslendinga og aðrar þjóðir, sem bezta aðstöðu höfðu til fiskveiða. Af þessu öllu leiddi stórfellda kreppu fyrir sjávarútveginn á íslandi og víðar, sem mönn- um mun sízt úr minni liðin enn. íslenzkur sjávarútvegur og öll íslenzka þjóð- in á nú velferð sína mjög undir því, að sú stefna, sem ríkti í þessu efni fyrir stríð í fisk- neyzlulöndunum, verði ekki tekin á ný. fslend- ingar eiga nú mikið undir því, að verzlun með fisk og fiskafui'ðir verði frjáls og að sú -óheilla- stefna verði ekki ofan á, að þær þjóðir, sem hafa lakari aðstöðu til fiskveiða en þeir, verji stórfé í styrki til fiskimanna sinna og útgerð- ar yfirleitt, í stað þess að kaupa fisk og snúa sér að þeim verkefnum, sem þessar þjóðir hafa betri aðstöðu til þess að leysa af hendi en aðrir. Það er fátt þýðingarmeira fyrir fslendinga en að vinna að því, í samvinnu við Norðmenn og aðrar þjóðir, sem svipaða aðstöðu hafa, að þess- um málum verði skipað á heppilegan hátt, og að Islendingum, Norðmönnum og öðrum þeim, sem búa við beztu skilyrðin, verði beinlínis ætl- að það hlutverk að afla fiskjar og sjá þeim þjóðum fyrir fiski, sem lakari hafa aðstöðu til fiskveiða, en betri aðstöðu til annars atvinnu- reksturs. Það verður að vinna ötullega að þessum mál- um af íslands hendi og leita samvinnu við þær þjóðir, sem hér eiga mest í húfi, og það má ekki dragast. Það verður að gera allt sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir, að ófremdarástand- ið sem ríkti um fiskframleiðslu og fiskverzlun í heiminum fyrir styrjöldina, komist á aftur. Nú er tækifæri til að byrja nýtt líf í þessum efnum. Auðnist mönnum ekki að nota þetta tækifæri, má búast við því að sagan endurtaki sig að þessu leyti. Fiskstofninn og veiðarnar. Fiskveiðar hafa löngum verið stundaðar sem rányrkja. Menn hafa lengst af haft litla hug- mynd um, hvað bjóða mætti fiskstofninum. Merkilegar rannsóknir hafa þó verið gerðar undanfarið í þessum efnum, meðal annars hér á landi, og er það góð byrjun. Það er eitt þýð- ingarmesta atriðið í sambandi við fiskveiðarn- ar, að læra að þekkja „bústofninn“, þ. e. a. s. fiskinn, og vita hvað óhætt er að bjóða honum mikla veiði, án þess að tjón verði af. Það verð- ur að leggja höfuð áherzlu á að komast eftir því, hve mikla veiði fiskstofninn þolir. Islend- ingai- þurfa að eignast hóp vísindamanna í þess- ari grein og afla þeim góðra tækja. Nú þegar eigum við nokkra og sífellt bætist vonandi í hóp- inn. Það þarf að samræma allt vísinda- og til- raunastarf í þessa átt undir einni yfirstjórn. Tel ég sjálfsagt, að það verði gert á vegum at- vinnudeildar Háskólans, með eflingu fiskideild- arinnar þar. Þá þurfum við að leggja mikið kapp á að fá VÍKINGUR 294

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.