Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 25
framgengt kröfum íslendinga um stækkun lana- lielginnar og fá friðaðan Faxaflóa. Þá tel ég rétt að taka upp þá stefnu, að friða viss önnur svæði fyrir drag- nótaveiðum og ætla þau fyrir uppeldisstöðvar, og það jafnt fyrir því, þótt ekki sé fært að friða alla landhelgina fyrir þess háttar veiðum. Nýting fiskimiðanna. Það má gera ráð fyrir því, að á næstu árum verði sóttur sjór á íslandsmið af öðrum þjóðum af verulegu kappi og þá á stórum skipum. Verð- ur af þessu mikil og hættuleg samkeppni. En íslendingar hafa þó alltaf þá sérstöðu, að þeir eiga land, sem liggur nærri hinum góðu fiski- miðum og þeir geta fært fiskinn á land nýjan og góðan og búið hann þar heppilega til sölu. En þetta er þeim ókleift, sem verða að sækja fiskinn um langa vegu á stórum skipum. f þessu sambandi verður að gefa því góðar gætur, og betur en gert hefir verið að undan- förnu, að það verður að dreifa sjávarbyggðinni heppilega um strendur landsins til þess að fiski- miðin notist til fulls. Verður þá fyrst og fremst að leggja áherzlu á að koma upp góðum fiski- höfnum nálægt beztu fiskimiðunum. Að þessu hefir verið allmikið unnið að undanförnu, en ekki nógu skipulega. Niðurstaðan hefir orðið sú, að sum svæði hafa orðið út undan, þótt fiskimið væri góð, einkum þau svæði, þar sem hafnar- skilyrði hafa verið slæm, hafnargerðir kostn- aðarsamar, en fátt fólk fyrir. úr þessu verður að bæta með því að taka upp nýja stefnu í hafn- armálum og byggja landshafnir eða ríkishafnir, þar sem þannig hagar til, að góð fiskimið eru nálægt, en bolmagn lítið í landi til framkvæmda og sérstaklega þar sem byggja mætti góðar við- leguhafnir, sem þýðingu he'fðu fyrir útveginn víðsvegar um landið. í þessu sambandi ber sérstaklega að nefna sunnanverðan Faxaflóa, þar sem skilyrði til fiskveiða á vetrarvertíð eru óvenjulega góð. Það þarf að koma landshöfn í Njarðvík. Þá má nefna Snæfellsnes utanvert. Þar eru einhver beztu fiskimið hér við land, en óhægt hefir verið að nota þau vegna hafnleysis á nesinu. Væri byggð góð höfn í Rifi á Snæfellsnesi, eða í Ólafsvík, eftir því hvor staðurinn er heppilegri, þá myndu opnast þar möguleikar til sjósóknar fyrir stór- an vélbátaflota og þá að sjálfsögðu byggjast stór bær á utanverðu Snæfellsnesi. Væri góð höfn í Þorlákshöfn, myndi opnast möguleikar fyrir vélbátaflota til fiskveiða fyrir vestan þau fiskimið, sem nú eru notuð af Vestmannaeying- um. Væru bætt hafnarskilyrði á Höfn í Horna- firði og skilyrði til sjósóknar frá Djúpavogi, mundi stækka sá floti, sem þaðan stundar sjó, þar sem nú komast ekki nándar nærri allir að á Höfn, sem á vetrum vilja sækja sjó við suð- austanvert landið. Við Norðausturland eru mjög góð fiskimið, en þar er léleg aðstaða til sjó- sóknar og þarf þar stórlega úr að bæta, senni- lega helzt með höfn á Þórshöfn. Á Norðurlandi má nefna Húsavík og Skagaströnd í fremstu röð. Það þarf að taka skipulega á hafnarmálun- um með það fyrir augum að fiskimiðin not- ist sem bezt og einnig með tilliti til þess að út- haldstíminn geti orðið sem lengstur. Hafnirnar verða að vera þannig úr garði gerð- ar, að flutningar til þeirra og frá þeim geti farið fram á hæfilega stórum skipurn og milli- liðalaust. — Það verður að losna við umhleðslu- farganið og aukaflutningana, sem fram að þessu hafa mergsogið sumar af beztu verstöðvum landsins. Aukning flotans og fiskiðnaðarins. íslendingar verða nú næstu misserin að auka sjávarútveginn, stækka flotann og þá einnig að fá sér betri og heppilegri skip og báta í stað þeirra, sem nú heltast úr lestinni. Víða eru bát- arnir alltof smáir og í stað þeirra þurfa að koma aðrir stærri. Þessa starfsemi verður að styðja með hæfilega liáum og sem ódýrustum stofn- lánum. En þó verður þess að gæta, að það er ekki til bóta að taka upp þá meginstefnu að stofna til allrar útgerðar í landinu með lántök- um einum saman. Svo bezt mun sjávarútvegur- inn þrífast, að menn leggi einnig til móts við lánsféð eitthvað frá sjálfum sér. Það er reynsla bæði í sjávarútvegi og landbúnaði og öðrum hliðstæðum atvinnurelcstri, að það heppnast aldrei vel að byggja allt á skuldum. Það má ekki blanda þessu saman við hitt, að það er að sjálfsögðu óhugsandi að efla sjávarútveginn, án þess hann eigi kost ódýrra stofnlána, og svo ríf- leg verða lánin að vera, að eðlileg aukning geti átt sér stað. Jafnframt því, sem flotinn er aukinn, verður einnig að auka hverskonar fiskiðnað í landinu, m. a. stækka og byggja nýjar síldarverksmiðj- ur, verksmiðjur til þess að vinna úr fiskúrgangi og umfram allt finna nýjar leiðir í fiskiðnaði. Leiðir til þess að framleiða nýjar vörur úr fiski og auka þannig fjölbreytnina. I sambandi við þessi mál tel ég heppilegast, að stuðningui’ ríkisvaldsins verði tvískiptur. Annarsvegar verði fiskveiðasjóður efldur og lionum ætlað það hlutverk að veita eðlileg stofn- lán til skipa, báta og fiskiðnaðarfyrirtækja. Á hinu leitinu verði fiskimálasjóður aukinn veru- lega að fjármagni og honum ætlað það hlut- verk að veita sérstök hlunnindalán eða styrki til ýmiskonar nýjunga. Honum verði ætlað það hlutverk að styrkja brautryðjendur í sjávarút- I I KINGU li 295
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.