Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Qupperneq 26
vegi til margskonar tilrauna og nýjunga, ekki ólíkt því, sem sá sjóður hefur gert fram að þessu. En þá starfsemi þarf að auka stórkost- lega. Ég tel rétt, að Fiskifélagi íslands verði falið að hafa forgöngu í þeim málum, mun meira en verið hefir fram að þessu, með því fyrst og fremst að hafa á hendi ýmiskonar framkvæmdir þessu viðvíkjandi, á svipaðan hátt og Búnaðarfélagi íslands er falin forysta í land- búnaðarmálum. Einnig verði Fiskifélaginu ætl- að að hafa íhlutun um það, hvernig fé fiski- málasjóðs er varið. í þessu sambandi komu til greina bæði nýjar verkunaraðferðir á fiski og síld, nýjungar í fiskiðnaði og nýjar veiðiað- ferðir, markaðsleitir, leit að nýjum fiskimiðum og fjölda margt annað, sem of langt yrði upp að telja og sem ekki er allt hægt að sjá fyrir. Vinnsla afurðanna. Þá er komið að annari hlið þessa máls, sem er einnig mjög athyglisverð fyrir sjávarútveg- inn. Ég tel alveg óhugsandi, að sjávarútvegur- inn geti orðið arðvænlegur atvinnuvegur á venjulegum tímum og veitt nægilega góð lífs- kjör, ef ekki er hægt að koma málum þannig, að útvegsmenn og fiskimenn fái fyllsta verð fyrir þann afla, sem þeir draga að landi. Eins og nú er háttað málum víða, er engin trygging fyrir því, að svo sé eða verði. Mjög mikið af fiskfrystihúsum, síldarverksmiðjum og öðrum iðnfyrirtækjum, sem taka við afla og vinna úr honum, eru rekin þannig, að ekkert beint sam- band er á milli afkomu þessara fyrirtækja og þeirra, sem fiskinn veiða. Ef við lítum til landbúnaðarins, sjáum við, að bændur sjálfir og félög þeirra, reka allar mjólk- urvinnslustöðvar í landinu, flest sláturhús, öll kjötfrystihús og tryggja sér þannig rétt verð fyrir þessar vörur, Það mundi þykja óeðlilegt, að þessu væri öðru vísi háttað og fáum dettur i hug, að heppilegt væri, að þessi fyrirtæki væru í höndum óviðkomandi manna. Það sama ætti að gilda um sjávarútveginn. Það eðlilegasta og heppilegasta væri, að fisk- iðnaðurinn væri, eins og landbúnaðai’iðnaður- inn, rekinn í þjónustu sjávarútvegsins af félög- um þeirra, sem fiskinn framleiða. Ég tel rétt, að ýtt væri undir þróun í þessa átt, með því að lögfesta, að félög útvegsmanna og fiskimanna, sem vildu reka iðnað í þágu sjávarútvegsins á þessum grundvelli, hefðu tvímælalaust for- gangsrétt til allra þeirra hlunninda og stuðn- ings, sem ríkisvaldið veitir fiskiðnaðinum. Þetta ætti ekki að þýða útilokun þess, að ein- stakir menn eða félög einstakra manna hefðu þessi verkefni með höndum. Það þarf hinsveg- ar að koma því þannig fyrir, að vilji útvegs- 296 menn og fiskimenn sjálfir reka þessi fyrirtæki, þá sitji þeir fyrir veittum hlunnindum. Stórfellt gagn væri að því, að hæfilega mik- ið af vel reknum fiskiðnfyrirtækjum væri á vegum útgerðarmanna og fiskimanna sjálfra, því þá væri hægt að sýna hvert væri sannvirði hráefnanna. Myndu þessi fyrirtæki þannig verða að miklu gagni fyrir sjávarútveginn allan. Að mínu viti á þetta einnig við um annan iðnað í þágu útvegsins, t. d. vélaverkstæði og viðgerðarstöðvar báta og skipa. Það væri þýð- ingarmikið, að félög útvegs- og fiskimanna ættu a. m. k. nokkrar slíkar stöðvar, sem hefðu áhrif á verðlag og viðskipti í þeim greinum. Verzlun og útgerð. Það, sem hér að framan hefir verið sagt um fiskiðnað, á ekki síður við um verzlun með sjávarafurðir og innkaup á útgerðarnauðsynj- um. Þar, sem þeim málum er vel fyrir komið, hefir árangur oi’ðið góður. Þannig hafa útgerðarmenn í Neskaupstað t. d. hækkað verulega fiskverð sitt, með því að annast sjálfir að öllu leyti flutning og sölu af- urðanna á erlendum markaði. Innkaupastárf- semi hafa útgerðarmenn í Neskaupstað haft í mörg ár og hefir sú stai'fsemi borið mjög góð- an árangur. öll þessi starfsemi er þar á vegum samvinnufélags útgerðarmanna, sem rekið er á hreinum samvinnugrundvdlli og er nú ætlun útvegsmanna þar að félagið hafi einnig með höndum framvegis margháttaða vinnslu afurð- ana. — Ég nefni Neskaupstað sem dæmi, vegna þess að mér er sérstaklega vel kunnugt um starfsemi útvegsmanna þar í þessum efnum. Ástæða finnst mér til að minnast hér sér- staklega á olíu og vélar. Olíumál útvegsins hafa verið og eru enn í *hinu mesta öngþveiti. Olíu- hi’ingarnir ráða algerlega verðlaginu. Fyrir for- göngu Vilhjálms Þórs, fyrrverandi atvinnumála- ráðherra, var sett löggjöf um sérstakan stuðn- ing ríkisins við samlög útvegsmanna, til þess að koma upp olíugeymum víðsvegar um land, ennfremur um stuðning við heildarsamlag, sem tæki heildsöluna í sínar hendur. Framkvæmd þessa máls hefir legið niðri um skeið, hvað sem veldur. Nú þurfa útvegsmenn að taka mál þetta upp svo að um muni, koma sér upp geymum, stofna jafnframt allsherjarsamlag um olíuflutn- inga til landsins utan við hringana og fá olíu handa því samlagi við sannvirði. Hið mesta öngþveiti hefir ríkt í vélamálum útvegsins og verzlun með mótorvélar. Sumpart hefir það stafað af styrjaldarástæðum, e» reynslan mun sanna, að þar verður ekki bót á ráðin til fulls, þótt styrjöldinni sé hætt, ef ekk- ert verður aðhafst. Ég teldi líklegt til árangurs væi’i helzt að vænta me§ því móti VlKINGVR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.