Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Síða 46
um helztu atriði hvað þekkingu, viðhald og við- gerð snertir á ljós- og radíósendingartækjum þeim, er þeir eiga að líta eftir. Það er vonandi, að hinir ráðandi menn þessara mála athugi allt þetta og hagnýti sér alla tækni komandi tíma hvað snertir vitamál yfir höfuð. Ljósbaujur þarf að setja á hina hættulegustu staði, merkja þarf meira en verið hefur sker, boða og grunn á þröngum siglingaleiðum. Sker- in til þess að auðkenna þau frá öðrum og svo að þau þekkist í þoku eða dimmviðri; slík leið- sögumerki eru góð og nauðsynleg. Boða, þar sem þeir geta tálmað fjölfarinni siglingaleið. Grunn, sem eru hættuleg fiskiflota og farflota. Aldrei komu í sumar baujurnar við grunnin á Húnaflóa. Síldarleysið í sumar gerði það að verkum, að engin veiðiskip þurftu á þeim að halda. Á þeim slóðum hefur oft mátt sjá ljóta sigl- ingu og teflt á tæpasta vað, þegar síld hefur verið þar mikil en dimmt í lofti. Má einstök heppni heita, að ekki hefur hlotizt af stórtjón. Mörg önnur skip sigla þessa leið, og mundi þeim vera mikil hjálp í þessum baujum. Það getur verið að ekki sé gott að festa baujum þétt við grunnin sjálf en þá mun vera hægt að láta þær standa á milli gi-unnanna, sem mundi gera sama gagn. Er því sjálfsagt að þetta sé framkvæmt á vori komanda. Ekki væri það úr vegi að leggja góðri ljós- bauju við Garðskagaflös. Það mundi hafa mikla þýðingu fyrir fiskiflota suðurflóans og farskip öll. Það hefur oft orðið að umtalsefni milli sjó- manna, hvað illa sé búið að leiðarljósum og merkjum á siglingaleið inn til sjálfrar höfuð- borgarinnar. Má með sanni segja, að þar sé frek- ar illa varðað, en ætti þó að vera til fyrirmynd- ar. Vitarnir eru ljósvana, og baujan, sem nú stendur við Akureyjarrif er bæði ljóslaus og hljóðlaus. Eg hefi heyrt því fleygt, að ekki hafi mátt setja á þessa bauju hljóðmerki eða hljóðvita, því að það mundi trufla svefnfrið borgarbúa, ef slíkt hljóð heyrðist utan frá sundunum í næt- urkyrrðinni. Það virðist líka þannig, að þetta liggi í loftinu er maður siglir til borgarinnar, því skip eru beðin að nota sem minnst að hægt er hljóðmerki að nóttu til innan hafnartak- marka. Víst er um það, að Reykjavík verður í þessu tilfelli einstök siglingaborg, því á sambærileg- um stöðum erlendis er signalpípan oft notuð ó- spart, bæði til kveðju og siglingarmerkjagjafa, jafnt innan sem utan hafnanna, hvort heldur er nótt eða dagur. Ef þessu væri þannig háttað, er máske ekki annað að gera en að setja músik- hljóðvarp á baujuna eða spiladós með vöggulög- um, svo að ekki raskist svefnfriður íbúanna, því óneitanlega væri gott að hafa hljóðmerki á bajunni við Akureyjarrif. Máski gæti þoku- nótt haft þær afleiðingar, að yngismey mætti ekki á stefnumóti, bíósýning félli úr eða ein- hver frúin kæmi of seint í kaífiboð. Karlmenn mundu aðeins fylgjast betur með dimmviðris- dögunum. Blöðin mundu geta um hávaðann á Akureyjarbanka. En mér er nær að halda, að eftir eitt ár eða skemmri tíma mundi enginn vilja missa hljóðið frá baujunni, sem vísar þreyttum sjófaranda rétta leið í trygga og góða höfn. Mest aðkallandi framkvæmdir vitamálanna í náinni framtíð tel ég vera þessar: Vestmannaeyjar. Radíó-viti sem landtökuviti, miðunarstöð og hlustunarstöð, sem starfar all- an sólarhringinn. Garðskagi. Radíóviti, miðunarstöð og hlustun- arstöð. Engey. Radíóviti. Vestfirðir. Radíóviti, miðunarstöð og hlust- unarstöð á Arnarnesi. Selvíkurnöf, Siglufirði. Radíó-stefnuhorns- viti, miðunarstöð á Sauðanesi. Dalatangi. Radíóviti. (Er víst fenginn). Papejr. Miðunarstöð, hlustunarstöð fyrir Austfirði. Ég hefi heyrt að íslenzka ríkið hafi fengið radíóvita frá setuliðinu hér. Væri það æskilegt, að við sjómenn fengjum sem fyrst eitthvað um þessa vita að heyra, hvar þeir eru,ásamtmerkja- sendingum þeirra og tíma. Það blandast engum hugur um það, að vinna ber að því að íslenzka sjómanninum sé veitt allt það öryggi, sem mannvitið og mannshöndin geta í té látið, því það er einn liður í nýsköpun þeirri, sem nú er efst í huga landsmanna. Því „fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn“. örugg sigling er framsækinni farmanna- og fiskveiðaþjóð undirstaða velmegunar og bless- unnar. ólafur Magnússon. 316 VlKlNGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.