Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 66
túninu Sandgerði, innan verzlunarlóðar, eru rúmlega 300 íbúar. Heildarupphæð útsvara í hreppnum var árið 1943 113 þús. kr., 155 þús. kr. árið 1944, en um 200 þús. kr. í ár. Til sam- anburðar má geta þess, að fyrir stríð voru heild- arútsvörin þessi: Árið 1937 nál. 24 þús. kr. og árið 1938 réttar 28 þús. kr. Af framkvæmdum þeim, sem hreppurinn hef- ur beitt sér fyrir, skulu þessar taldar: Árin 1937—1938 reisti hreppurinn myndar- legt skólahús. Auk barnakennslunnar hefur einnig verið haldið þar uppi unglingafræðslu á hverjum vetri, og hefur sóknarpresturinn, séra Eiríkur Brynjólfsson á útskálum haft frum- kvæði þess máls. Það eitt skortir á til þess að skólahúsið fullnægi ströngustu kröfum, að enn vantar fimleikasal. Þá hefur verið unnið að sandgræðslu í þorp- inu, en samkvæmt sandgræðslulögunum kostar ríkið og jarðeigendur verkið. Sandgræðsla þessi var nauðsynjaverk hið mesta. Uppblástur var á- kaflega mikill og ískyggilegur orðinn, enda lágu túnin í Sandgerðis- og Bæjaskershverfi undir stórskemmdum af völdum sandfoks, og voru reyndar spillt orðin. Þá var komið upp ramm- legri sandgi'æðslugirðingu. Hefur nú algjörlega tekið fyrir sandfokið. Er kominn hávaxinn gróð- ur, sem áður var foksandur og jafnvel naktar klappir. Eru þó aðeins sex ár frá því að girt var. Slíkur er máttur gróandans ,þar sem manns- höndin leggur honum gott lið. Nú er verið að reisa stórt og myndarlegt sam- komuhús í Sandgerði. Það er knattspyrnufélagið „Reynir“, sem hefur forgöngu um það mál og annazt framkvæmdir, en hreppurinn styrkir bygginguna með 100 þús. kr. framlagi. I Sandgerði eru mörg verkefni óleyst, sem vinna þarf með sameiginlegu átaki, þar sem hreppurinn ætti að hafa forystuna. Þorpið er óskipulagt ennþá, en nú mun standa yfir mæl- ing þess. Er þess og full þörf, því að síðustu árin hafa þotið upp allmörg reisuleg steinhús, sem virðast geta staðið mannsöidrum saman. Sandgerðisbúar hafa jafnan haft lélegt vatn til matar og drykkjar. Vatnið hefur verið tekið úr brunnum, og er það salt á bragðið. Nú hefur verið borað fyrir vatni og enginn hörgull á að það fáist. Mun því senn leyst úr því máli. Sandgerði hefur verið rafmagnslaust þorp, nema hvað útgerðarstöðvarnar framleiða raf- magn til eigin nota, og er það gert með vélum. Víða hafa menn komið sér upp vindrafstöðvum, og má sjá þær tróna á mörgum burstum eða í námunda við íbúðarhús. Reynslan af þeim er nokkuð misjöfn, bilanir alltíðar og viðgerðar- kostnaður tilfinnanlegur. Nú er Sogsveitan væntanleg suður í Garð og Sandgerði. Miðneshreppur á engar lóðir né lendur. Nær 336 allar lóðir í Sandgerði eru eign útgerðai-stöðv- anna. Hið sama gildir einnig um bryggjur og önnur hafnarmannvirki. Sandgerði og framtíðin. Sandgerði er að ýmsu leyti smækkuð mynd af íslandi, eins og þar háttar til atvinnulega og menningarlega nú í dag. Sandgerði er staður mikilla möguleika. Hin auðugu og öruggu fiski- mið í næsta nágrenni við þorpið eru aðall þess og framtíðarvon. Og Sandgerði stendur nú á tímamótum eins og land vort allt. Á þessum litla stað sézt glögglega, hvernig öllu ægir sam- an, gömlu og nýju. Þar eru á aðra hönd nýtízku aflvélar, sem samsvara fyllstu kröfum tímans. Á hinn bóginn er fortíðin, gamlir „braggar", allt of litlir og lítt hæfir svefnskálar fyrir sjó- mennina, of stuttar bryggjui’, of grunn höfn. Frumskilyrði þess, að Sandgerði geti risið upp sem nýtísku útgerðarstöð, er að þar verði hafn- arbætur gerðar. Allmikið hefur vexið um það rætt undanfai’in ár, hvar gera skuli fullkomna hafskipahöfn við sunnanverðan Faxaflóa. lands- höfn svonefnda. Njarðvíkur hafa verið nefnd- ar í því sambandi, Keflavík og Sandgerði. Samd- ar hafa verið af opinberum aðilum áætlanir um kostnaðinn. Síðastliðinn vetur var gerð áætlun um Sandgerðishöfn. Reiknast vei’kfi’æðingum svo til, að fullkomin, stór bátahöfn, með tveim- ur hafnargöi’ðum, sem hafskip gætu legið við, muni kosta 25 miljónir ki’óna. Sennilegt er, að það komi í Ijós, þegar mál þetta hefur verið í’annsakað ofan í kjölinn, að Keflavík eða Njarð- víkur séu hentugri staður til að gei’ð verði þar landshöfn slík sem þessi. f því máli eiga þeir einir að segja lausnai’oi’ðið, sem til þess hafa bezt skilyrðin: Sérfróðir menn um hafnargerðir og önnur slík mannvix’ki. Hreppapólitík og einka- leg sjónai’mið eiga þar ekki að koma til gi’eina. En þótt svo skipist málum, að ekki rísi upp landshöfn í Sandgei’ði, er langur vegui’ frá því að þar eigi ekkert að gei’a til hafnabóta. Þar á tvímælalaust að gera myndai’lega bátahöfn. Þyrfti þá jafnframt að leggja góðan veg til væntanlegrar útflutningshafnai’, beina leið yfir heiðina. Myndi það stytta vegalengdina til Keflavíkur um nær helming og spara stórfé í akstui’kostnaði á ári hvei’ju. Fram að þessu hafa opinberir aðilar ekki lagt einn skilding til hafnarbóta á þessum stað, þar sem vei’ðmætum hefur verið ausið á land ái’a- tugum saman. Nú mætti gjai’nan vei’ða þar á nokkur bi’eyting. Þegar hafnai’mál Sandgei-ðis eru komin í skaplegt horf, þai’f ekki að efa það, að þar getur risið upp fyrirmyndar útgerðai’- staður. Sjálfir ti’úa Sandgerðingar á framtíð þorpsins, eins og glögglega kemur fram í því, VÍKINGVR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.