Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 77

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1945, Side 77
Sjómannablaðið Víkingur hefur ekki rúm fyrir ítar- lega ritdóma um bækur, en vill þó gjarnan gera þeim efnum nokkur skil. Einkum telur blaðið skyldu sína að geta um þau rit, sem sjávarútveginn snerta. Þá væri og vel farið ef hinar stuttorðu ritfregnir blaðsins gætu orðið lesendum þess til einhverra leiðbeininga um bóka- val. Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikill fjöldi bóka komið á markað og kennir þar margra grasa. Fyrst skal getið tveggja góðra fræðirita, er Víkingnum hafa borizt. Mannþekking, nefnist mikil bók eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson. Er hún 441 bls. í stóru broti, og kveðst höf- undur hafa reynt að gera almenningi heildargrein fyrir hagnýtum niðurstöðum sálvísindanna. Símon Jóh. Ágústsson er löngu þjóðkunnur fyrirles- ari og rithöfundur. Hann er uppeldisfræðingur að menntun, hlaut doktorsnafnbót í heimspeki við Sor- bonne-háskóla, fyrir rit um þýzka uppeldisfræðinginn Georg Kerschensteiner og kenningar hans. Síðustu árin hefur dr. S. J. Á. starfað hér heima, verið ráðunautur bamaverndarnefndar og haldið að staðaldri fyrirlestra um uppeldismál. Nú hefur hann tekið við prófessors- embætti í heimspeki við Háskóla Islands. Dr. S. J. Á. hefur áður ritað a. m. k. tvær bækur uppeldisfræðilegs efnis. Hin nýja bók hans, Mannþekk- ing, er þó án efa þeirra veigamest. Hefur höfundi tek- izt að semja ágætt rit, þar sem fjallað er um hin fjöl- þættustu viðfangsefni á svo Ijósan og skemmtilegan hátt, að hverjum meðalgreindum manni er vorkunnar- laust að hafa efnisins full not. Má segja, að hver fróð- sem þeir láta byggja skip sitt eftir. Þeir segja bai'a við skipasmíðastöðina: Eg vil fá skip af þessari stærð með þessum hraða og með þessum útbúnaði byggt í þessu flokkunarfélagi. Því næst taka við sérfróðir menn í skipasmíðatækni, sem til þess hafa lært og byggja skipið eftir því. Þess vegna er leiðin bein að skipa- smíðastöðinni og flokkunarfélagi og eftirlitsmönnum þeirra til rannsóknar. Við sjómenn viljum hafa skip okkar traust og vel útbúin. Það er okkar öryggi. Það vekur hinsvegar undrun sjómanna, sem af einlægum hug harma öll sjó- slys og leitast hlutdrægnislaust við að finna orsakirnar, þegar viss blöð nota tilfelli sem þetta til að ófrægja saklausa andstæðinga. Har. Ólafsson. leiksfús íslendingur geti haft hið mesta gagn af lestri þessarar bókar, svo glögg og hleypidómalaus sem hún er. Vill Víkingurinn sérstaklega benda fólki á þetta gagnmerka og einkar þarflega rit. Undur veraldar nefnist mjög stór bók (664 bls. þétt- prentaðar), sem „Mál og menning" hefur gefið út. Bók þessi fjallar um vísindi nútímans og segir marga þætti úr þróunarsögu þeirra. Þar er drepið á fjölmargt, sem girnilegt má þykja til fróðleiks. Er bókin í fjölmörg- um köflum og eftir marga höfunda. Oft eru hinir frægu vísindamenn látnir segja frá uppgötvunum sín- um sjálfir. Eykur þetta allt litauðgi og fjölbreytni bókarinnar, en sundurlausari verður hún fyrir bragðið. Sannleikurinn er sá, að kaflarnir eru nokkuð misjafnir, sumir stórfróðlegir og skemmtilegir, aðrir minna verð- ir. Það mun þó ekki of sagt, að bók þessi hefur að geyma margvíslegan fróðleik um furðuheim þann, er vér byggjum, eðli hans og lögmál. Sjósókn nefnist einkar athyglisverð bók, sem nýlega ir. Það mun þó ekki ofsagt, að bók þessi hefur að geyma endurminnignar Erlends Björnssonar á Breiða- bólstöðum á Álftanesi. Séra Jón Thorarensen hefur skráð endurminningarnar. Mun „Víkingurinn" geta þessarar merku bókar nánar síðar. Sigurður Helgason rithöfundur sendi frá sér nýja bók á þessu hausti, „/ óbyggðum Austur-Grænlands“. Bók þessi segir frá leiðangri danska sjóliðsforingjans, Ejnars Mikkelsens, til Grænlands árið 1909. Lenti Mikk- elsen í hinum mestu þrekraunum og erfiðleikum. Hann varð viðskila við félaga sína og tepptist ásamt öðrum manni í óbyggðum Austur-Grænlands. Tveir einir drógu þeir þar fram lífið í tvö löng og erfið ár. Lýsir frásagan greinilega baráttu þeirra við skort og tor- færur, ógnum einverunnar og ömurleik hinnar tilbreyt- ingarlausu heimskautanætur. Ejnar Mikkelsen samdi allmikla bók um þessa ferð sína. Nú hefur Sigurður Helgason endursagt hana og samið að nokkru leyti nýtt rit við hæfi íslenzkra les- enda. Aðferð Sigurðar við samningu þessarar bókar er um margt skynsamleg og vel til fallin, þegar líkt stend- ur á og hér. Margar erlendar ævisögur og ferðasögur, sem eru fyllilega þess verðar að koma í aðaldráttum fyrir sjónir íslenzkra lesenda, hafa að geyma ýmislegt það, sem ofaukið verður að teljast og ekkert erindi á í íslenzka útgáfu. Er þá fyllilega réttmætt að umsemja slíkar bækur og binda sig ekki við orðrétta þýðingu. Hefur Sigurði Helgasyni tekizt að semja læsilega og góða bók um Ejnar Mikkelsen. Mættu aðrir, er um líkar bækur fjalla, taka sér margt í vinnubrögðum hans til fyrirmyndar. Aðrar bækur, sem blaðinu hafa borizt, eru þessar: Brennunjálssaga, útgáfa Halld. K. Laxness. Á forlag Helgafells. Skreytt myndum eftir Gunnlaug Scheving, Snorra Arinbjarnar og Þorvald Skúlason. Ritsafn Ólafar frá Hlöðum. Útgefandi Helgafell. Teningar í tafli. Smásögur eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Víkingsútgáfan. Bóndinn í Kreml. Ævisaga Stalins eftir Gunnar Bene- diktsson. Útgefandi Bókaútgáfan Reykholt. Völuspá. Eftir Eirík Kjerúlf. Útgefandi ísafoldar- prentsmiðja h.f. Sumra þessara bóka verður nánar getið síðar. VÍKINGUR 347

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.