Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 14
FFSÍ Árnaö heilla
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra
14 VÍKINGUR
Á hálfrar aldar afmæli Farmanna- og fiski-
mannasambands Islands færi ég því heilla- og
árnaöaróskir. Þaö var á árinu 1937, sem skip-
stjóra- og stýrimannafélög víöa um land ásamt
Vélstjórafélagi íslands stofnuöu Farmanna- og
fiskimannasamband íslands, og hefur þaö síöan
starfaö óslitiö undir því nafni. Til liös viö sam-
þandiö hafa síöar gengiö fleiri félög, t.d. Félag
íslenskra loftskeytamanna, Mótorvélstjórafélag
Íslands og Félag bryta.
Starfsemi Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands hefur á þessu árabili fariö sívax-
andi og átt drjúgan þátt í ýmsum þeim málum,
sem til heilla hafa horft fyrir íslenska sjómanna-
stétt og þar meö íslensku þjóöina. Sambandiö
hefur frá upphafi beitt sér dyggilega fyrir
fræöslu- og skólamálum sjómanna. Þá hefur
þaö boriö öryggismál sjómanna mjög fyrir
brjósti og haft mikil áhrifá framfarir íþvíefni.
Ekki þarf aö fara mörgum oröum um þaö,
hverja þýöingu störf hinnar íslensku sjómanna-
stéttar hafa haft fyrir þjóöarhag. Öruggir flutn-
ingar á hafinu gera okkur kleift aö flytja út á
markaöi þær afuröir sem viö byggjum afkomu
okkar á, og heim aftur þær nauösynjar, sem
krafist er í nútímasamfélagi. Fáar þjóöireru jafn-
háöar samskiptum viö umheiminn og viö íslend-
ingar og þáttur farmannastéttarinnar í því efni
ómetanlegur.
íslenskir fiskimenn hafa áratugum saman
aflaö þeirra verömæta, sem standa undir rekstri
íslensks þjóöfélags. Hlutur sjávarafuröa í út-
flutningi okkar er nálægt þremur fjóröu hlutum
heildarútflutnings. Á sviöi sjávarútvegs standa
íslendingar í röö fremstu þjóöa veraldar og hafa
kunnáttu aö miöla öörum. Áhersla hefur veriö
lögö á aö fylgjast vel meö tækninýjungum og
búa flotann sem best. Góöur árangur hefur þó
ætíö fyrst og fremst byggst á góöum mannafla,
góöri og vel menntri sjómannastétt.
Einnig er áberandi hve margt tengist þessari
undirstööuatvinnugrein þjóöarinnar, þegar hug-
aö er aö nýjungum í islensku atvinnulífi og leit-
ast viö aö skjóta frekari stoöum undir atvinnulif
hér á landi. Nýjungar á sviöi hátækni tengjast
margar sjávarútvegi og fiskvinnslu og þegar
talaö er um aö flytja út íslenskt hugvit og sér-
fræöiþekkingu beinast sjónir manna gjarnan aö
þeim þáttum einnig.
Á fyrsta starfsári Þróunarfélags íslands h.f.,
þess félagsskapar sem ríkisstjórnin tók sig fram
um aö stofna til þess aö örva nýsköpun í ís-
lensku atvinnulífi, kom í Ijós aö miklir möguleikar
eru á aö þróa nýjungar innan sjávarútvegsins og
enn viröast koma fram fleiri athyglisveröar og
arövænlegar hugmyndir aö nýjungum á því sviöi
en öörum.
Ég er sannfæröur um, aö Farmanna- og fiski-
mannasambandiö mun hér eftir sem hingað til
veröa ötult í hverri þeirri viöleitni sem horfir til
heilla íslenskri sjómannastétt og íslenskri þjóö.
Megi Farmanna- og fiskimannasambandinu vel
farnast um ókomin ár.