Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 176
ISLENSKIR VI
Einar
Vilhjálmsson
tollvöröur
Annar vitinn á Reykja-
nesi reis árið 1907.
176 VÍKINGUR
Vitabygging á Islandi kom fyrst til opinberrar umræöu er málinu var
hreyft albingi 1874, sama þingi og fjallaöi um fyrstu raunverulegu vega-
lögin. Umræöan hófst er lagt var fram lagafrumvarp um vitagjald af skip-
um, flutt af þingmönnum Reykjavíkur og Akureyrar. Frumvarpiö vakti
athygli, en þótti ekki nægilega undirbúiö og ekki þótti rétt aö setja á vita-
gjald áöur en nokkur viti haföi veriö reistur. Þótt samtímis lægi fyrir laga-
frumvarp um aö reisa vita á Reykjanesi, hinu hættulega suö-vesturhorni
landsins, töldu menn þaö ekki sæmandi. Önnur hliö málsins var, eins og
hinn áhrifamikli þingmaöur Grímur Thomsen hélt fram, aö vitamál væru
sameiginleg fyrir ísland og Danmörku.
1.
Samkvæmt lögunum frá 2.
janúar 1871, um stöðu Ís-
lands i rikinu, á ekki að krefj-
ast framlags frá ’lslandi til al-
mennra þarfa rikisins. Grimur
Thomsen taldi vitamálin falla
undir lögin, flotamálaráðu-
neytið stjórnaöi þeim og allar
stofnanir flotans voru sam-
eiginlegar. Þessi umfjöllun
leiddi til þess að sjónarmið
Grims Thomsen sigraði á Al-
þingi, sem sendi konungi
erindi um að byggður yrði viti
á Reykjanesi, á kostnað
danska rikisins. Erindið var
samþykkt i ágúst 1874 og
gekk síðan hinn langa þrönga
veg hlutaðeigandi yfirvalda í
Kaupmannahöfn, sem lauk
með umsögn frá flotamála-
ráðuneytinu i september
1876, sem sagði að viti á Is-
landi gæti ekki verið i al-
mannaþágau, i mesta lagi
haft staðbundna þýöingu og
gæti því ekki talizt til sameig-
inlegra mála. Þar að auki
mundu fá skip hafa not af
umræddum vita, vegna stop-
ulla siglinga og bjartra nátta.
Talið væri að 70 skip færu hjá
Reykjanesi árlega. Álitiö væri
að næturnar væru nægilega
bjartar frá 15. marz til 1. sept-
ember og þar sem allar sigl-
ingar lægju niðri frá 1. des-
ember til 15. marz, vegna
veðráttu, væri þörf fyrir vita
hverfandi.
2.
Samt vildi flotamálaráðu-
neytið, þrátt fyrir þessa
grundvallarstefnu sína, ekki
vísa málinu algerlega frá en
veita nokkurn peningalegan
og tæknilegan stuðning til
þyggingar vita á Reykjanesi.
Eftir tillögu Groves yfirverk-
fræðings vitamála og að und-
angenginni athugun á staðn-
um, 1877, voru veittar 14000
kr. úr landssjóði til vitabygg-
ingarinnar og 12000 kr. úr
rikissjóði Dana, til kaupa á
Ijóskeri og Ijósbúnaði. Auk
þess var danska varðskipinu
skipað að aðstoða við flutn-
inga og á annan hátt. Bygg-
ing vitans 1878 gekk seint.
Flutningarnir voru erfiðir,
vatnsskortur var og menn
voru óvanir þessari vinnu.
Steinninn sem ætlaöur var til
þyggingarinnar reyndist
ónothæfur og veðrið slæmt.
Þó tókst Alexander Rothe,
byggingarverkfræðingi, að
koma verkinu það langt, að
kveikt var á vitanum 1. des-
emþer 1878. Ljósþúnaðurinn
var gerður úr 15 parabólsk-
um messingspeglum, hver
með 14” „Niveulampa". Árið
eftir var bætt við 3 samstæð-
um, sem komið var fyrir á
stórri járngrind. Byggingar-
kostnaður við vitann og ibúð-
arhús vitavarðar, sem var
mjög frumstætta, fór 10000
kr. framúr áætlun.
Með tilliti til ákvörðunarinn-
ar um að vitamálin væru sér-
mál íslands, hóf rikið rekstur-
inn með vitaverði búsettum
við vitann en undir umsjón
landsritara, löglærðs emb-
ættismanns við landshöfð-
ingjaembættið.