Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 180
Islenskir vitar
Dalatangaviti til vinstri.
Bygging hans var
einkaframtak Ottos
Wathne. Vitinn á Grótu
er hægra megin. Þar
var viti fyrst reistur
1897 en sá sem nú
stendur þar reis áriö
1947.
180 VÍKINGUR
7.
Næstu tiu ár gerðist litið í
vitamálum, aöallega vegna
þess að engin stofnun var í
landinu sem gat gefið upplýs-
ingar um þessi mál eða gert
tillögur. Auðvitað komu kröfur
i kjölfar aukinna siglinga og
fiskveiða um þetri vitalýs-
ingu. Nefnd skipuö yfirmönn-
um úr danska flotanum, sem
voru kunnugir við strendur
landsins, lagði fram tillögur
voriö 1905 um byggingu 7
vita á nokkrum mikilvægustu
annesjunum. Jafnframt komu
samhljóða tillögur frá sjó-
mannasamtökum lands-
manna. Austfirðingar höfðu
haft frammi óskir um vita-
byggingar á annesjum aust-
anlands en talaö fyrir daufum
eyrum ráöamanna. Otto
Wathne tók þá til sinna ráða
og lét byggja vita á Dala-
tanga 1895 og var kveikt á
honum 1. september það ár.
O. Wathne kostaði bygging-
una en danska vitamála-
stjórnin lagði til Ijósbúnaðinn,
sem tekinn var niður í Slett-
erhagevita, en þar hafði verið
settur nýr Ijósbúnaður. Sig-
urður Sveinsson, steinsmiö-
ur, annaðist byggingu vitans
sem var hlaðinn úr höggnu
grjóti. Fyrsti vitavörður á
Dalatanga var Ásmundur
Jónsson og var hann þvi jafn-
framt fyrsti vitavörður á Aust-
urlandi, fæddur í Krossanesi í
Helgustaðahreppi 14. júní,
1860. Hann hrapaði til dauðs
i fjallinu ofan við Grund 18.
nóvember 1897 og tók þá
Helgi Hávarðsson við vita-
vörzlunni. Viti Ottos Wathne
var starfræktur til ársins
1908 er vitamálastjórnin lét
byggja nýjan vita á Dala-
tanga.
8.
Þrátt fyrir deyföina höfðu
verið byggðir tveir smávitar á
vesturströndinni en nú kom
heimild fyrir þremur af vitum
þeim sem farið var framá, þó
nokkru minni en ráðlagt var
af nefndinni — það er Stór-
höfðavita á Heimaey, sem
reistur var 1906, Dalatanga-
vita og Siglunesvita, báöir
reistir 1908. Þeir væru allir
búnir snúningsljósi með olíu-
lömpum og tveggja kveikja
brennurum. Smávitarnir tveir
sem áður var minnst á voru
byggöir á Akranesi við Isa-
fjarðardjúp og Elliðaey við
Stykkishólm og byggingarár-
ið 1902. Á þessum árum var
orðið aðkallandi að endur-
byggja Reykjanesvitann á
öðrum stað, þar sem klettur-
inn sem vitinn var byggöur á
1878 var oröinn það eyddur á
þrjátiu árum af jarðskjálfta og
sjógangi að ófært var talið að
hafa vitann á þeim stað. Þar
sem jafnframt var bent á að
æskilegt væri að auka Ijós-
styrk vitans, var um haustiö
1907 og veturinn byggður 23
metra hár turn úr steini og
steinsteypu, nokkuð frá sjó.
Hann var búinn mun sterkari
Ijósbúnaði með snúnings-
verki og þriggja kveikja stein-
oliubrennara i linsu sam-
kvæmt 4. grein reglugerðar.
9.
Danska vitastjórnin studdi
einnig verulega þessi fjögur
verkefni. Ljósbúnaðurinn frá
gamla Reykjanesvitanum, frá
árinu 1897, var vandlega yfir-
farinn og notaður á Siglunes-
vitann 1908. Nú voru komnir
vitar i alla fjóröunga landsins
og nokkrir litlir innsiglingar-
vitar hér og þar og taldi Al-
þingi þvi tímabært að leggja á
almennt vitagjald, sem skyldi
innheimtast af öllum að-
komuförum við fyrstu komu til
islenzkrar hafnar og af
heimaskipum einu sinni á ári.
Þetta var lögtekiö 1908 og
tók gildi þegar kveikt var á
vitunum á Dalatanga og
Siglunesi. Jafnframt var frá
janúar 1909 skipaöur vitaeft-
irlitsmaður fyrir alla vita
landsins. Frá 1897 hafði
skólastjóri Stýrimannaskól-