Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 155
Hrafnistuheimilin
Lokaorð
Viö þetta er eigi miklu að
bæta. Segja má aö flest hafi
gengið eftir, sem upphaflega
var lagt til, þótt minniháttar
breytingar yröi að gera.
Formenn sjómannadags-
ráös hafa veriö þrir á þessum
árum, þ.e. Henry Hálfdanar-
son, sem var frá upphafi til
ársins 1961 en þá tók Einar
Thoroddsen yfirhafnsögu-
maöur viö formennskunni, en
frá 1962 hefur Pétur Sigurös-
son alþingismaöur verið for-
maöur sjómannadagsráös
Reykjavikurog Hafnarfjarðar.
i sjómannadagsráði hafa
starfaö fjölmargir menn á liön-
um árum, en stéttarfélög sjó-
manna i Reykjavik og Hafnar-
firöi kjósa fulltrúa í sjómanna-
dagsráö fyrir þennan lands-
hluta.
Happdrætti DAS er án efa
einn merkasti áfanginn i fjár-
öflunarstarfinu, en upphaflega
var gert ráö fyrir aö þaö eitt
nægöi til byggingarfram-
kvæmda, en svo varö þó ekki.
Eftirspurn eftir vistrými kallaði
á hraöari framkvæmdir.
Þaö haföi verið ætlun sjó-
mannadagsráðs aö láta Laug-
arásbíó, eöa kvikmyndahús,
standa undir rekstrinum sem
aö mestu leyti átti þó aö fjár-
magna meö hóflegum vist-
gjöldum. Þaö reyndist ekki
framkvæmanlegt. Bæöi fjölg-
aöi kvikmyndahúsum á þess-
um árum og rekstrargjöld uröu
hærri en ætlaö var.
Annað, sem ekki gekk eftir,
var þaö aö upphaflega var þaö
ætlunin aö Hrafnista yröi fyrir
sjómenn eina og skyldulið
þeirra. Þegar heimiliö var opn-
aö, 1957, sóttu ekki nógu
margirgamlirsjómenn um vist
og þvi varö aö taka fólk úr
öörum stéttum. Síðar, þegar
Ijóst var aö eigi var unnt aö
reka heimilin nema með
daggjöldum eins og aðrar
sjúkrastofnanir fá, en fram-
færsluskylda er yfirvalda en
ekki sjómannadagsráðs og
sjómannadagsins, þá varð i
móti aö koma, aö heimilin varö
aö opna fyrir öllum, þótt al-
mennt talið hafi sjómenn haft
forgang og yfirvöld hafa ávalt
sýnt skilning á sérstööu
Hrafnistu og sjómanna.
Þaö kom einnig i Ijós aö slik
blanda var siöur en svo til
óþurftar. Hrafnista er nefni-
lega bæöi samfélag og heimili,
og eins og einhver oröaöi þaö,
aö þá er þaö ekki fýsilegt aö
vera meö mönnum til sjós í
lúkar viö störf og i matsal á
sjónum alla ævi og hafa þá
svo yfir sér i verkalok lika. En
meirihluti vistmanna kemur þó
af sjónum og frá sjómanns-
heimilum, þannig aö hiö salta
yfirbragð er á búskap öllum,
og hver er sínum hnútum
kunnugastur.
Þótt ekki fengjust nægjan-
lega margir vistmenn, eöa
gamlir sjómenn til þess aö
fylla Hrafnistu, þegar opnaö
var og heimilið hóf starfsemi,
þá stóö sú dýrö ekki lengi.
Langir biðlistar mynduöust og
nýjar álmur voru reistar, og
svo loks ný Hrafnista í Hafnar-
firði.
Hrafnistuheimilin hafa vakiö
mikla athygli bæöi hér heima
og erlendis og hafa störf is-
lenskra sjómanna að öldrun-
armálum boriö góöan ávöxt
og vakið veröskuldaöa at-
hygli. En fyrst og siðast hafa
heimilin oröiö athvarf og skjól i
verkalok, oft fyrir fólk, sem
ætti fárra kosta völ.
Jónas Guömundsson.
Ætlunin var aö gera
Hrafnistu og starfinu
sem að baki liggur,
veruleg skil, því þaö
er blaöinu verðugt
efni. Tilbúiö er viötal
viö Pétur Sigurösson,
formann Sjómanna-
dagsráös og forstjóra
Hrafnistu iHafnar-
firöi, en það veröur að
bíöa betra rýmis,
vegna þess hvað
teygöist úr grein
Jónasar um upphafiö.
Ritstjóri.
VÍKINGUR 155