Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 159
nskonan
Laufey Halldórsdóttir
— Áhrif Farmanna— og
fiskimannasambands Islands
hafa verið góð, sagði Laufey
Halldórsdóttir, ein stofnenda
Kvenfélagsins Öldunnar og
formaöur félagsins i 12 ár.
— Þessi góðu áhrif komu
fyrst og fremst fram í meiri
samstööu sjómanna og sam-
vinnu þeirra að mörgum góð-
um málum. Það er ekki vafi á
að með þessum samtökum
styrktu sjómenn stöðu sína í
þjóðfélaginu og efldu skilning
á störfum sjómanna. Á sama
hátt má segja að með stofn-
un FFSÍ hafi starf sjómanns-
konunnar einnig orðið lýðum
Ijósara, enda þótt flestir eldri
Islendingar viti ýmislegt um
það.
Laufey Halldórsdóttir sagði
að félög sjómannakvenna
hefðu alla tið veriö góður og
nytsamur félagsskapur. Fé-
lagsstarfið liflegt og mjög
skemmtilegt. Þarna væri unn-
ið fórnfúst starf. I Öldunni
væru margar konur orðnar
ekkjur og ýmsar ættu erfitt
með að sækja fundi. Aðrar fé-
lagskonur heimsækja þær og
svo er fastur liður i starfinu
aö gefa jólagjafir og annan
glaðningur við eldra fólkið. Þá
eru heimsóknir á Hrafnistu i
Reykjavik og Hafnarfirði á
starfsskrá Kvenfélagsins
Öldunnar.
Við Laufey ræddum hinar
löngu fjarvistir sjómanna og
hún sagði: „Meðan sildveiðar
voru stundaðar fyrir Norður-
landi og reyndar síðar einnig
á Austfjarðamiöum voru
mennirnir okkar burtu allt
sumarið. Það var árið 1963,
sem maðurinn minn, Guö-
mundur H. Oddsson, og ég
vorum fyrir austan og hittum
þar fjölskyldur sjómanna,
sem höföu farið þangað til að
hitta fjölskylduföðurinn. Þetta
fólk átti í erfiðleikum meö
húsnæði. Okkur datt i hug að
taka skóla eða annað hús-
næði á leigu fyrir sjómanna-
fjölskyldurnar. Þetta heppn-
aðist. Sumurin 1963, 1964
og 1965 höfðum við skólann
að Eiðum á leigu og þarna
dvöldu fjölskyldur sjómanna,
konur og börn, öll sumrin, allt
frá viku upp i tvo mánuði.
Þetta var mikill og góður fé-
lagsskapur. Þarna kynntust
þessar fjölskyldur og ég veit
aö þarna mynduðust vináttu-
bönd sem ekki hafa rofnað.
Kvenfélögin halda sameigin-
legan fund einu sinni á ári.
Enda þótt dagskrár fundanna
hafi mestan hiuta verið
skemmtiefni, stuðluðu þeir aö
meiri kynnum og auknu sam-
starfi sjómannakvennanna.
Konur í félögunum starfa
saman i sambandi við undir-
búning sjómannadags og
annast sameiginlega veit-
ingasölu til ágóða fyrir styrkt-
arsjóði."
Margrét S. Kjærnested
„Við sendum árlega
700—800 jólapakka um borð
i skipin", sagði Margrét S.
Kjærnested, sem um árabil
var i stjórn Hrannar. Hún var
sammála örðum sjómanna-
konum um ágæti þess aö
starfa í kvenfélögunum sem
getið hefir veriö hér að fram-
an. Samstaða, góður félags-
skapur og störf að góðgerða-
og liknarmálum er sameigin-
legt markmið Bylgjunnar,
Hrannar, Keðjunnar og Öld-
unnar.
VÍKINGUR 159