Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 98
Ileit
■ ■ ■
Hann sagöi aö
stjórnin ætti ekki
aö vera þannig
skipuö aö menn
væru þar fyrir
sérstaka
starfshópa...
98 VÍKINGUR
Og hin aö honum hafi hrein-
lega fundist illa takast til um
val manna i stjórnina eftir
kvótakerfinu. Böðvar skifaöi
stjórninni bréf um málið og
reifaöi þaö siðan á næsta
þingi. Hann sagöi að sam-
bandsþingið ætti að kjósa
alla stjórnarmenn en ekki
aðildarfélögin.
Þar er skemmst frá að
segja að helstu stórmenni
þingsins snerust gegn Böðv-
ari, þeir Guðmundur H. Odds-
son, Hallgrímur Jónsson,
Guðmundur Pétursson og
Örn Steinsson sögðu allir,
reyndar með svolítið mis-
munand orðalagi, að sá hátt-
ur sem á kjörinu væri, væri sá
eini rétti og Jón Eiríksson
sagöi að tillaga Böðvars væri
hvorki fugl né fiskur, enda
óhæfa að hringla með lögin sí
og æ. Máliö fór svo i nefnd,
sem hafði þetta um það að
segja: „23. þing FFSÍ telur
ekki ástæöu til að lögum sam-
bandsins sé í neinu breytt,
hvaö varöar stjórnarkjör".
Samþykkt með öllum at-
kvæöum geng þremur.
Nóg af kyrrðinni
Á næsta þingi leggur
stjórnin fram tillögur um laga-
breytingar og er Böðvar
Steinþórsson talsmaður
stjórnarinnar í því máli. Þar er
greinin um stjórnarkjör ekki
nefnd, enda kannski varla
von, eftir útreiðina sem hug-
myndir Böðvars fengu tveim
árum áður.
Nú er kyrrð yfir lögunum í
nokkur ár. Áhugamenn um
lög einbeita sér að þingsköp-
um, sem unniö var aö á 25.
og 26. þingi. En áriö 1976
hafa menn fengiö nóg af
kyrrðinni og á formannaráð-
stefnu það ár kemur fram til-
laga um að skipa þriggja
manna nefnd til að endur-
skoða lögin og i veganesti
fær hún að einkum eigi að
grandskoða og gera tillögur
um breytingar á lögum um
stjórnarkjör, þar sem: „...eins
og nú er hagað skipan stjórnar
getur ekki talist fulltryggt aö
öll hagsmunasjónarmiö eigi
talsmann þar...“.
Ingólfur S. Ingólfsson hafði
framsögu fyrir nefndina þeg-
ar hún skilaði af sér ári síðar,
á 28. þinginu, 1977. Ingólfur
hafði uppi flest sömu rök og
Böðvar hafði á 23. þinginu 10
árum áöur. Hann sagði að
stjórnin ætti ekki að vera
þannig skipuð að menn væru
þar fyrir sérstaka starfshópa,
heldur ætti sambandsþing að
velja þá menn til stjórnar,
sem þekkingu hefðu á mál-
efnum sambandsins og að-
ildarfélaga þess. Hann bætti
þvi svo við að með þessum
breytingum væri veriö aö
gera stjórnina starf hæfari en
hún hefði verið fram að þvi.
Nefndin gerði tillögur um
breytingar á ýmsum öðrum
paragröffum laganna, þar á
meðal var tillaga um skipun
framkvæmdastjórnar fyrir
FFS’l. Þingnefndin sem fjall-
aöi um tillögurnar gerði sára-
litlar breytingar á þeim, þá
helsta aö í staö þriggja
skyldu vera fimm i fram-
kvæmdastjórninni. Og nú
voru allir sammála um að
afnema kvótann. Þetta er
þókað: „Nokkrar umræöur
uröu um þessar lagabreyting-
ar, sem nefndin lagöi fram, og
voru ræðumenn allir mjög
sammála nefndaráliti
Mennta— og skipulagsnefnd-
ar og enginn lagöi fram breyt-
ingartillögur viö nefndarálitið".
Það sem gildir
Með samþykkt tillagnanna
var nú komið i lög að kjósa
skyldi forseta og varaforseta
beint á þinginu og auk þeirra
skyldu kosnir niu menn í
stjórn og fimm til vara. Og
kvótinn var afnuminn, hann
hafði þá verið viðhafður við
stjórnarkjör allt frá 9. þingi,
áriö 1945, samtals í 31 ár. Til
gamans ma geta þess að það
var formaður Vélstjórafélags-
ins sem flutti tillöguna um að
koma honum á og það var
formaður Vélstjórafélagsins
sem flutti tillögun um aö
afnema hann.
I þinglok var kosin stjórn
eftir hinum nýju lögum og svo
hefur verið á öllum þingum
siöan. Milli 31. og 32. þings
fór fram gagnger endurskoð-
un á lögum FFSI og var lögö
fyrir 32. þingið, en þar voru
ekki gerðar nema orðalags-
breytingar á kosningalögun-
um.