Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 130
Frá forystunni
Ari Leifsson
formaöur
Stýrimannafélags
íslands
130 VIKINGUR
í tilefni 50 ára afmælis Farmanna- og fiski-
manna sambands Islands þykir tilhlýöilegt að
setja nokkrar línur á blaö, hugleiöingu um starf
Stýrimannafélags Islands og þátttöku þess i
FFSI.
Stýrimannafélag Islands var stofnaö 19.
febrúar 1919 af stýrimönnum um borð i M/S
Gullfossi. Fyrsti formaöur félagsins var Jón
Erlendsson. Þaö var svo áriö 1945 aö félagið
gekk i FFSI og hefur ætíö verið þar síöan. Gott
samband hefur yfirleitt veriö á milli aðildar-
félganna og samstarf náiö oft á tiöum. Tekist
hefur náin samvinna viö mótun og vinnu viö
kjarasamninga milli félaganna og hafa þau
sameiginlega atkvæðagreiðslu um kjarasamn-
inga.
Á þessum merku timamótum er ástæöa til
að staldra við, og huga aö hvað betur mætti
fara i samstarfinu.
Sú skoðun á oröið talsvert fylgi aö sameina
öll sjómannasamtök i ein heildarsamtök sem
hafi á hendi alla hagnýta aöstööu, svo sem
skrifstofuhald, upplýsingaþjónustu og alla sér-
fræðiaöstoð, t.d. lögfræöilega og hagfræðilega
o.m.fl..
Forystumenn hinna einstöku aöildarfélaga
hefðu þá möguleika á að nýta sér þá sérfræði-
þekkingu sem samtökin geta veitt. Nú er þaö
þannig, aö hver er i sinu horni aö vasast í hin-
um fjölbreyttu málaflokkum, margir aö sinna
sömu málum — oft af vanþekkingu og árangur
eftir því.
Hagsmunamál sjómannastéttarinnar eru
mörg og mismunandi, og þvi mikilvægt aö huga
aö mörgu i þeim efnum. Þau mál sem mest eru
áberandi eru skattamálin, lögskráning skips-
áhafna, verölagsmál, markaösmál, fræöslu- og
útgáfustarfsemi, lífeyrismál, tækninýjungar,
menntun sjómanna, fiskveiðistefnur, öryggis-
mál og síöast en ekki síst hollusta og aðbún-
aður sjómanna. Sjómannasamtök veröa aö
hafa innan sinna vébanda fólk sem hefur sér-
þekkingu á þessum málum. Ég er þeirrar skoö-
unar aö Sjómannasamband íslands og FFSÍ
eigi aö sameinast, þannig aö sjómenn eignuö-
ust einn málsvara sem heföi stefnumarkandi
áhrif á alla þessa málaflokka. Jafnvel mætti
hugsa sér aö allt launafólk sem tengt er sjáv-
arútvegi sameinist undir einn hatt. Þaö hefur
sýnt sig á undanförnum árum aö þaö er lifs-
nauösynlegt fyrir sjómannastéttina aö standa
vörö um hagsmuni sína, því aö að henni hefur
veriö vegiö úr mörgum áttum. Meö sameiningu
allra sjómanna i eina heildarsamtök höfum við
möguleika á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda i
öllum hagsmunamálum stéttarinnar.
Hugsanlega gætu sjómenn sett á stofn sín
eigin sölusamtök sem myndu sjá um sölu á
sjávarafuröum t.d. i tengslum viö fiskmarkaö,
sem leitaðist viö að ná sem hagstæðustu kjör-
um hverju sinni. Fiskimenn eiga hlut i aflanum
sem veiðist og eiga þvi aö geta haft áhrif á
hvernig honum er ráöstafaö, t.d. til eigin sölu-
samtaka. I gegnum svona kerfi opnaðist ef til
vill leiö til aö fjármagna lifeyrissjóö fiskimanna,
meö þvi aö setja eitthvert hlutfall af sölu sjáv-
arafurða i sjóöinn. Þetta eru vissulega bylting-
arkenndar hugmyndir miöaö viö núverandi
ástand, en menn skulu hafa hugfast aö við lif-
um á tímum örra breytinga, og veröum þvi að
huga aö þvi að sofna ekki á verðinum þvi aö þá
væri hætt viö því að viö myndum dragast fljótt
aftur úr.
Ég vil aö lokum óska FFSI til hamingju á
þessum merku tímamótum í ferli sínum og aö
framtiöin veröi hagstæö sambandinu og aðild-
arfélögum þess og aö sjómönnum auðnist að
standa sameinaðir.
J