Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 186
Islenskir vitar
Vitinn á Vattarnesi, sem
reis árið 1915 er
vinstra megin og vitinn
á Dyrhólaey frá 1929
hægra megin.
186 VÍKINGUR
aöur gamla vitans frá 1898.
Þetta sama ár var endurnýj-
aður vitinn í Bjarnarey og nýir
vitar reistir á Digranesi og
Æðey við ísafjarðardjúp.
19.
Á síðari striðsárunum var
skortur á ýmsum búnaði til
vitanna, auk þess sem her-
námsliðið setti vitaþjónust-
unni ýmsar takmarkanir. Þó
var miklu i verk komið eins og
sjá má af framansögðu.
Fyrsti radióvitinn kom á Dyr-
hólaey 1928 og voru þá 50 ár
frá bayggingu fyrsta Ijósvit-
ans. Taekin voru af Telefunk-
en gerð og sett upp af fram-
leiöanda. Auk þess veittu
loftskeytastöðvarnar miðun-
arþjónustu. Árið 1936 kom
radíóviti við Reykjanesvitann.
Deilur voru uppi i fyrstu um
radíóvitana þar sem sumir
vildu reisa miðunarstöövar i
landi til krossmiðunar, i stað
vitanna, en deilan endaði
með sigri þeirra, sem aðhyllt-
ust radióvitana. Ljós- og
hljóöbaujur komu seint til
sögunnar hér við land. Sú
fyrsta var bjöllubauja, sem
lagt var á Akureyjarrifiö
1902, við innsiglinguna til
Reykjavikurhafnar og kostuð
af höfninni. Næst kom Ijós-
og flautubauja á Valhús-
grunn, við innsiglinguna til
Hafnarfjaröar, árið 1927.
Reynt var að merkja Garð-
skagarifið með bauju en hún
stóðst ekki sjó og vind og
hvarf jafnharðan. Á hernáms-
tímunum lögðu Englendingar
röð af Ijósbaujum frá Garð-
skaga til Reykjavíkur og
Hvalfjaröar og voru þær
yfirteknar af vitamálaskrif-
stofunni til notkunar á ýms-
um stöðum ásamt ýmsu
gagnlegu sem herinn lét eftir
sig.
20.
Eftirfarandi yfirlit sýnir
þróun vitanna og eru með-
taldir hafnarvitar, sem eru um
2/5 af tölunni, til, en eru lítil-
vægir kostnaðarlega séð.
Þessu til viðbótar eru á
þessum tima 130 sjómerki
og önnur siglingamerki við
kauptún víða um land, til
þess að vísa á rétta akkeris-
staði. Flest þessi merki eru
hlaðnar eða steyptar vörður,
tvær vísa leiðina þegar þær
ber saman. Vörðurnar eru
gerðar með hólfin fyrir luktir
og þjónað af viðkomandi
hrepp eöa verzlun á hverjum
staö.
21.
Fram til ársins 1916 fór allt
eftirlit með vitunum fram
landleiðis og flutningar til
þeirra með áætlunarskipun-
um til næstu hafnar og þaðan
á einn eða annan hátt út til
vitanna. Eftirlitsmenn vit-
anna, sem frá upphafi höfðu
farið riðandi með allri strönd-
1. des. 1878: 1 viti.
I.des. 1888: 3 vitar.
I.des. 1898: 5vitar.
1. des. 1908: 18 vitar, 1 hljóðbauja.
I.des. 1918: 47 vitar, 1 hljóðbauja, 1 þokulúöursstöö.
1. des. 1928: 90 vitar, 1 hljóðbauja, 1 hljóð- og Ijós-
bauja, 1 kokulúðursstöö og 1 radíóviti.
1. des. 1938: 111 vitar, 1 hljóöbauja, 1 hljóð- og Ijós-
bauja, 2 þokulúöursstöðvar og 3 radíóvitar.
1. des. 1944: 135 vitar, 1 hljóðbauja, 1 hljóð- og Ijósbauja,
2 þokulúðursstöðvar og 3 radíóvitar.