Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 242
Verðlaunasamkeppni
Fyrstu verölaun eru þriggja vikna ferö til Mallorca,
flug og gisting á vegum feröaskrifstofunnar Sam-
vinnuferöir—Landsýn. Og allir sem taka þátt f
keppninni eiga kost á aö vinna til verölauna.
Keppnin
Keppnin snýst um aö afla Vikingnum nýrra áskrifenda. Allir
sem ná í fimm nýja áskrifendur aö blaöinu eöa fleiri fá verö-
laun. Öll önnur verölaun eru úttekt hjá Freeman's pöntun-
arlistanum, og fer stighækkandi eftir þvi sem fleiri áskriftir
hafa safnast. Þannig fá þeir sem safna fimm áskriftum tvö
þúsund krónur, fyrir tíu áskrittir veröur úttektin fimm þús-
und krónur og fyrir fimmtán áskriftir eru verölaunin komin
upp í tíu þúsund krónur. Feröavinninginn fær sá eöa sú sem
safnar flestum áskriftum, þó ekki færri en fimmtán. Veröi
einhverjir jafnir og efstir, veröur dregiö um feröina.
Samvinnuferdir - Landsýn
Reglurnar
Keppnin stendur allt þetta ár. Áskriftirnar þarfaö staöfesta
meö því aö borga áskriftina í hálft ár, kr. 1.000.00. Þaö er
gert til aö vernda góöa keppendur fyrir spaugurum sem
kannski láta sér detta i hug aö panta blaöið fyrir heilu
skipshafnirnar, en gleyma aö spyrja um samþykki þeirra
nýju áskrifenda. Sendiö nöfn nýrra áskrifenda um leiö og
þeirra er aflaö, ásamt greiöslunni og ykkar eigin nafni, og
haldiö síöan áfram aö safna, allt til ársloka.
Eftir áramótin veröur unniö úr gögnunum og verölaunin
send þeim sem til þeirra hafa unniö.
Þaö er ekki til svo lítils aö vinna í keppninni. Sá sem sigrar
fær aö minnsta kosti tíu þúsund króna vöruúttekt og þriggja
vikna ferö til Mallorca.
Upplýsingar
Sjómannaþlaöiö Víkingur kemur út átta sinnum á ári,
minnst 64 síður i senn, en getur oröiö miklu stærra. Áskrift-
arveröiö er kr. 2.000.00 fyrir áriö 1987, og þreytist um ára-
mót í samræmi viö veröbólgu. Áskriftin er innheimt tvisvar á
ári, í apríl og október. Áskriftina má greiöa meö greiöslu-
korti ef óskaö er, og er þá fyllt út kort, sem fylgir þlaöinu
núna, meö beiöni um þá greiöslutilhögun. Nýir áskrifendur
fá síöasta jólablaö íkaupbæti, meöan upplag endist.
SjómannablaóÉó
ÚTGEFANDI: FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBAND ÍSLANDS
BORGARTÚNI 18, 105 REYKJAVlK. SÍMI 29933.
RITSTJORN SlMI 29933. AUGLÝSINGAR SÍMI 621615
Meö kveðju
With compliments