Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Page 230
NýJUMGAR
TÆKNI
Sambyggður gýrókompás og sjálfstýring
Þýska fyrirtækið C. Plath
hefur sent frá sér nýja gerö af
sjálfstýringu sem sambyggö
er gýrókompásnum, og er
bæöi ætluð fyrir stór og litil
skip. Tækiö nefnist Navigat
IX og notar sama gýróskóp
og Navigat II, en þaö hefur
verið notað i áratug. C. Plath
gýrókompás hefur tvö gýró-
hjól í kúlulöguðu gýróhúsi þar
sem uppdrif i buröarvökvan-
um ber kúluna. Þessi aöferö
hefur i för meö sér aö ekki er
hætta á skekkju á kompásn-
um þótt rafstraumur rofni um
skamman tima. Vökvademp-
ing kemur í veg fyrir breiddar-
skekkju. Meö því aö hafa
gýrókompásinn sambyggöan
sjálfstýringunni er hægt aö
stýra eftir aöalkopásnum og
þarf ekki sérstakan stýris-
kompás. Eins og sjá má á
myndinni hefur C. Plath gýró-
kompásinn tvær kompásrósir
önnur er 360 gráða rós en hin
10. Ekki þarf að velja kompás
þessum neinn sérstakan
staö i skipinu heldur má hann
vera þar sem heppilegast er
með tilliti til stjórnunar skips-
ins, það má t.d. fella hann inn
i stjórnborð ef þaö hentar,
annars hafa hann á sérstakri
súlu fyrir framan handstýriö.
Möguleikar eru á aö hafa 4
aukakompása viö aðalkomp-
ásinn en meö þvi aö bæta viö
magnara er i raun ótakmark-
aö hve margir aukakompás-
arnir geta verið. Umboö fyrir
C. Plath hér á landi hefur
Kristinn Gunnarsson & co.
Grandagaröi 7, 101 Reykja-
vik.
Sambyggöur lita- og pappírsmælir
Eftir að litadýptarmælarnir
komu i skipin hafa skipstjórar
notað pappírsdýptarmælinn
lika en þá þurft aö nota tvo
dýptarmæla samtímis hvorn
meö sinu botnstykkinu.
Krupp Atlas Elektronik býður
nú upp á dýptarmæli sem er
meö sambyggðan venjulegan
skrifara- og litaskjá. Þannig
getur skipstjórinn nýtt sér
kosti beggja. Þessi Atlas-
mælir nefnist 792 DS hefur
botnstykki sem samsett er úr
51 einingu og beinir alltaf
sendigeislanum beint niöur
þótt skipiö velti. Aö sögn
framleiöenda er dýptarmælir
þessi mjög næmur gagnvart
tegundum sem annars gefa
veikt endurvarp, svo sem
rækju, makril, sild og loönu.
Einkum á miklu dýpi. Endur-
varp frá botnlægum tegund-
um er einnig mjög nákvæmt
og skýrt.
Litaskjárinn sem er 14
tommur hefur mjög góöa
upplausn, því linur á mynd-
lampanum (CRT eru
512—642. Endurvarpið fer
inn á skjáinn eftir að það hef-
ur veriö meöhöndlaö i tölvu.
Aö sögn framleiðenda kemur
endurvarp það vel fram á
skjánum aö álag á augun
verður minna en ella og
skipstjórar þreytast litt þótt
þeir horfi á skjáinn tímunum
saman. Litaskjá 792 DS hef-
ur 16 litbrigöi og talið er að
léttara sé aö greina einstaka
fiska á slikum skjá og einnig
Einn dýptarmælir, tvennskonar
aflestur frá Atlas.
sé auöveldara aö sjá þétt-
leika fiskitorfa. Þar sem
tölvutækni er kominn til sög-
unnar er hægt aö skipta
skjánum og pappírsskrifar-
anum i tvo hluta og kemur þá
stækkuð mynd og/eða botn-
læsing á annan helminginn
eins og sjá má á pappirsskrif-
aranum á myndinni. Við
hönnun á stjórnboröinu var
reynt aö fullnægja kröfum
fiskimanna meö því að hafa
stjórntakka ekki of marga og
koma þeim vel fyrir. Hér á
landi fer ísmar hf., rafeinda-
þjónusta Borgartúni 29, meö
umboð fyrir Krupp Atlas
Elektronik.