Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 56
Skólamálið
Valhúsahæðin á Sel-
tjarnarnesi þótti mörg-
um fýsilegt stæöi fyrir
sjómannaskóla og
vissulega hefði hann
oröið skemmtilegt sigl-
ingamerki fyrir skip á
leið til og frá Reykjavík.
En við munum
halda máli þessu
fast fram,
hagkvæm úrlausn
þessereittaf
framtíðarspurs-
málum stéttar-
innar.
56 VÍKINGUR
nefnd til að velja skólanum
stað. Staðarvalið gekk ekki
hljóðalaust fyrir sig, þótt
nefnd væri komin í málið.
Stungið var upp á tveim stöð-
um, Skólavörðuholti og Val-
húsahæö. Ljóst er að Ásgeir,
forseti FFSÍ, hefur kosið Val-
húsahæðina, en sennilega
verið í minnihluta allt frá upp-
hafi. Hann sagði að sjó-
mannaskóla ætti aö velja
áberandi stað við sjó, og féll-
ust menn á þau rök, en bentu
svo á að þar yrði dýrara að
byggja og þangaö væri erfitt
að sækja skólann. Niðurstað-
an var að kallaður var saman
fundur allra áhugamanna um
málið, en þegar til kom reynd-
ust þeir ekki nógu margir til
aö fundurinn væri marktækur.
Þá var gripið til allsherjar-
atkvæðagreiðslu aðildarfé-
laga FFSÍ og annarra félaga
sjómanna, sem vildu hafa
afskipti af staðarvalinu. Mikill
meiri hluti þeirra sem atkvæði
greiddu kusu Skólavörðu-
holtið. Um það sagöi Ásgeir í
skýrslu sinni á næsta þingi:
„...verö ég aö játa aö ég
harma þá skammsýni“. Margir
geta sennilega verið honum
sammála í þvi efni nú.
Ekki var sopið kálið, þótt í
ausuna væri komið, staðar-
valið var aðeins byrjunin. Ás-
geir hefur orðið á 2. þingi
FFSÍ:
„Við munum halda
máli þessu fast fram“
„/ sambandi viö þetta mál,
hefur stjórn sambandsins bent
á ýmsar leiöir til fjáröflunar
fyrir skólabygginguna, svo
sem ákveöinn hundraöshluta
af útfluttum sjávarafuröum um
vist árabil, aukningu á og þátt-
töku í ágóöa af happdrætti
háskólans, útgáfu ríkisskulda-
bréfa og útboö innanríkisláns í
því sambandi, 100 þús. kr.
framlag úr ríkissjóöi í næstu 3
ár til dæmis og eitthvert fram-
lag í eitt skipti fyrir öll. Höfum
viö stungiö upp á 50 þús. kr.
sem nokkurs konar verölaun-
um frá höfuöstaö landsins, fyr-
ir þaö, hve mjög sjómanna-
stéttin hefur stutt aö því aö
byggja upp þennan bæ.
Svörin viö þessu málaleitun-
um vorum hafa veriö á ýmsa
lund. Frá bænum höfum viö
ekkert svar fengiö enn. Fram-
lag úr ríkissjóöi gat ekkert
oröiö aö þessu sinni og heldur
ekki aö stofnaö yröi til nýs inn-
anríkisláns. En viö munum
halda máli þessu fast fram,
hagkvæm úrlausn þess er eitt
af framtíöarspursmálum stétt-
arinnar".
Ályktun 2. þingsins er ekki
eins stór i sniðum og sú sem
gerð var árið áður, á 1. þing-
inu, þar er aðeins ályktað um
staöarvalið á Skólavörðuholti
og það rökstutt. Engu orði
minnst á peninga eða eftir-
rekstur við ríkisvaldið.
Þrátt fyrir þessa samþykkt
um staðarvalið voru menn
ekki orðnir sammála um
staðinn.