Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 185
Islenskir vitar
vita á Sauöanesi við Siglu-
fjörö og lauk því verki áriö eft-
ir. Sama ár var komiö upp
radióvita i Vestmannaeyjum.
Áriö 1935 hófst bygging
Hegranesvita i Skagafiröi og
lokið viö hann 1936. Radió-
vitinn á Reykjanesi var einnig
tekinn til notkunar 1936. Árið
1937 bættust viö vitar á
Óshólum við Bolungarvik, i
Málmey á Skagafiröi, viti á
suðurodda Grímseyjar og lítill
innsiglingarviti í Krossvík viö
Akranes. Árin 1938—39 var
viti reistur við Knarrarós,
austan Stokkseyrar, var þaö
21 metra hár steinsteyptur
turn. 1939 var byrjaö á vita á
Miðfjaröarskeri i mynni Borg-
arfjarðar og einnig á Þrí-
dröngum um sjö sjómílum
vestan viö Vestmannaeyjar.
Þetta voru erfiö verkefni, þar
sem Miöfjarðarsker er þaö
lágt að sjór gengur yfir þaö i
brimum en drangurinn í Þri-
dröngum sem vitinn stendur
á er fjörutíu metra hár yfir
sjávarmál og þverhniptur.
Vegna striösins fengust ekki
lýsingartæki í vitana og Þri-
drangavitinn komst ekki i
gagniö fyrr en i júli 1942.
Vinstra megin er
Lauganesvitinn sem var
byggöur 1912 og
Hornbjargsviti frá 1930
til hægri.
17.
Viti á Rauðanesi var reistur
1940. Þetta er innsiglingarviti
til Borgarness og tryggir,
ásamt Miðfjarðarskersvita,
örugga leiösögn til kaupstaö-
arins. Auk Málmeyjarvitans,
sem fyrr er getiö, var þetta ár
byggður viti á Straumnesi,
austan fjaröarins, og notaöur
Ijósbúnaður af gamla Kálfs-
hamarsvitanum, en þar haföi
verið reistur 13,2 m hár
steinsteyptur vitaturn og kom
hann í stað litla vitans frá
1913. Þrir nýir vitar voru
byggðir 1941; á Þormóös-
skeri i Faxaflóa, Grenjanesi á
Langanesi og smáviti viö
Arnarstapa, sunnan á Snæ-
fellsnesi. Þormóðssker er
syöst hinna hættulegu
skerja, sem teygja sig norður
með Mýrarbugtinni innst i
Faxaflóa, og hafa þau marga
skipskaöa á samvizkunni.
Þar á meöal strand franska
hafrannsóknaskipsins
„Pourquoi pas“ i september
1936. Kveikt var á hinum 20
metra háa vita á Þormóös-
skeri haustið 1942. Grenja-
nesviti var sömu geröar og
Kálfshamarsvitinn nýi. Eftir-
taldir þrir innsiglingarvitar
voru byggöir 1942: Selnesviti
viö Breiödalsvík, Kolbeins-
tangaviti viö Vopnafjörö og
viti við Grundarfjörð, allt smá-
vitar. Auk þess var þokulúö-
ursstööin á Dalatanga endur-
nýjuð.
18.
Árið 1943 kom innsigling-
arviti við Ólafsvik og reistar
samkv. áætlun vitabyggingar
á Selskeri fyrir innsiglinguna
frá Húnaflóa inn á Ingólfs-
fjörö, 16,5 m há; á Háanesi
viö Patreksfjörö, 14 m há; og
var þaö gjöf frá erfingjum
Ólafs Jóhannessonar, kaup-
manns; og á Svartsnesi við
Bakkafjörð 18 metra hár og
aö lokum byrjaö á 21 m háum
vitaturni á Akranesi í staö
þess gamla frá árinu 1918.
Lokið var viö Akranesvitann
1944 og jafnframt byggöur
nýr viti á Garðskaga 21 m aö
hæö og settur fjær sjó. Kom
hann i staö gamla vitans frá
1897 og var notaður Ijósbún-
VÍKINGUR 185