Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 188
Islenskir vitar
inni, komust ekki yfir verkefni
sitt þegar timar liðu. Þjónust-
an við hinn vaxandi fjölda vita
var orðin svo umfangsmikil,
að nauðsynlegt var að kaupa
skip til flutninganna og ann-
arrar þjónustu auk þess sem
Landssíminn setti fram óskir
um skip til lagningar sæsíma-
kapla. Þessum þörfum var
fullnægt vorið 1916, með
kaupum á 20 tonna fiskibát,
,,m/b Óskari“, frá Vest-
mannaeyjum. Gerðar voru
smá breytingar á bátnum
vegna hins nýja hlutverks,
sem honum var ætlað, og
næstu sex sumur þjónaði
hann bæði vita- og simaþjón-
ustunni. Tilkoma „m/s Ósk-
ars“ færði vitaþjónustunni
bæði aukið hagræði og ör-
yggi. Hann varð þó fljótlega of
lítill og 1921 var tekið skip á
leigu. Um haustið var „m/s
Óskar“ seldur.
22.
Næstu ár var notast við
leiguskip, en 1924 var keypt
114 br.tn. björgunarskip, sem
lagt hafði verið í Álasundi.
Gert var við skipið og því
breytt fyrir hið nýja hlutverk
og það búið tækjum sam-
kvæmt þörfum vita- og síma-
þjónustunnar. Nýja skipið
hlaut nafnið „Hermóður" og
þjónaði hlutverki sínu til árs-
ins 1946. Auk vita og sjó-
merkja annaðist vitaþjónust-
an björgunarstöðvar fyrir
skipbrotsmenn. Sú starfsemi
átti rætur að rekja til þess, að
árið 1903 strandaði þýskur
togari á Skeiðarársandi. 12
menn komust í land en eftir
11 daga hrakninga björguð-
ust 9 þeirra til byggða, illa á
sig komnir eftir vosið. Þýski
konsúllinn í Reykjavík, Ditlev
Thomsen, kom þá fram með
þá hugmynd að byggt yrði
björgunarskýli á Kálfafells-
melum, skammt frá þeim
stað, sem togarinn strandaöi
á og var Vitamálaskrifstof-
unni falið verkið. Haustið
1911 sneru samtök togara-
manna í Hull sértil íslendinga
og buðust til þess að kosta
byggingu eins eða fleiri
björgunarskýla. Hentugur
staður reyndist vera i Máfa-
bót nokkru vestan við Kálfa-
fellsmela. Boðið var þegið,
húsið reist og 17 metra hátt
leiðbeiningarmerki úr járni.
Einnig var gefin heimild til að
setja upp raðir leiðbeiningar-
staura til þess að menn ættu
auðveldar með að finna leið
sina. Vitamálastjórninni var
falin uppsetning þessara
Hermóður gamli var
keyptur frá Álasundi
eftir að honum hafði
verið lagt þar, en hann
þjónaði samt sem vita-
skip íslendinga í 22 ár.
Hægra megin er Val-
húsabaujan.
mannvirkja, umsjón þeirra og
viðhald.
23.
Slysavarnafélagið, sem
stofnað var 1928, hefur starf-
aö við hlið vitamálastjórnar-
innar að þessum málum og
byggt mörg skýli af svipaöri
gerð viðsvegar um Iandið.
Starfssemi Vitamálaskrif-
stofunnar hefur þannig stuðl-
að að öryggi sjófarenda og
hagsæld um leið, fækkaö
skipsströndum og lækkað
tryggingargjöld. Árið 1932
stofnaði ríkisstjórnin vita-
nefnd, sem skipuð var mönn-
um úr hinum ýmsu starfs-
greinum siglinga og sjávarút-
vegs, með vitamálastjóra
sem formann. Vitamálaskrif-
stofan bjó löngum við þröng-
an húsakost en 1946 var lok-
ið við byggingu skrifstofu,
geymslu og verkstæðishúss
við Seljaveg i Reykjavik. Var
það 400 m2 að grunnfleti og
3 hæðir. Th. Krabbe varð
vitamálastjóri 1909 og
gegndi þvi starfi til 1937 en
Emil Jónsson verkfræðingur
tók við. Þegar Emil varð ráð-
herra 1944, var Axel Sveins-
son verkfræðingur settur
vita- og hafnarmálastjóri.
188 VÍKINGUR