Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 39
Fyrsta þingið
Þorgrímur Sveinsson, fyrsti
forseti þingsins.
Steindór Árnason fysti þingritari
FFSÍ
Ásgeir Sigurðsson fyrsti forseti
FFSÍ.
ar grannt er skoðað sést sitt
lítið af hverju, sem bendir til
að eindrægnin á þinginu hafi
ekki verið alveg eins mikil og
af er látið i yfirlýsingum um
það, enda sist við þvi að
búast, þar sem hagsmunir
fóru ekki saman i öllum atrið-
um og þeir sem þingið sátu
engir lognmollumenn. En eins
og þeir gátu tekist á, höfðu
þeir líka nógu sterka skap-
gerð til aö sættast og Hall-
grimur Jónsson kom aftur inn
i stjórnina, þegar næst var
kosið, þrem árum siðar, og
sat i sjórn FFSÍ hátt á annan
áratug, lengst sem varafor-
seti.
Góður vilji
en getan lítil
Fyrsta málið sem tekið var
fyrir á fyrsta þingi FFSI, eftir
að frumvarp til laga hafði ver-
ið lagt fram, heitir i fundrgerð-
inni: Skólamál. Skólamálið er
þvi í rauninni fyrsta baráttu-
mál sambandsins, i langri röð
merkra mála sem það hefur
beitt sér fyrir. Eðlilegt virðist
aö ætla að þaö hafi legið
Þyngst á mönnum þegar til
þingsins kom.
Það var Hallgrimur Jónsson
vélstjóri og formaður undir-
búningsstjórnarinnar sem
reifaði málið. Um það er bók-
að: „Rakti hann itarlega hvað
hin ýmsu stéttarfélög hefðu
gert til að fá ríkisstjórnina til
að reisa skólahús fyrir sjó-
mannastéttina, og benti á
hvaö þessi stétt hefði orðið
afskipt í skólamálum og taldi
skólahúsiö við Stýrimanna-
stig alveg ónothæft fyrir löngu
siðan.
Margir tóku til máls og voru
allir á sama máli um hina
brýnu nauðsyn á þvi að bygg-
ingu nýs skólahúss fyrir sjó-
mannastéttina yrði hraðað
sem mest. Að loknum um-
ræðum var málinu visað til
laga- og menntamálanefnd-
ar“. Nefndin var svo ekkert
að skafa af því, hún skilaði
hressilegu áliti, sem aðallega
var áskorun til ríkisstjórnar-
innar um að vera ekki með
neinn nánasarhátt, heldur
veita svo ríflega af fé til skól-
ans að hægt væri aö hefjast
handa strax við byggingu
húss, sem væri svo stórt og
vel búið tækjum að ....ekki
verði hætta á að það verði i
náinni framtið á nokkurn hátt
ónógt“. En skólamálinu var
ekki þar með lokiö, þvi að þá
eins og nú var löng leið frá
viljayfirlýsingu stjórnmála-
manna að framkvæmdum, og
ekki vantaði þá viljann til
góðra verka þá frekar en nú,
það stóð alltaf á einhverju
öðru, og þaö var ekkert fátt
sem hægt var aö tína til, mál-
inu til tafar. En meira um það
seinna.
Lög um siglingar
og launakjör
Síðan runnu málin i gegn,
hvert af öðru, og meö mis-
mikilli og misharðri umræðu.
Næsta mál var um lög um sigl-
ingar á íslenskum skipum.
Konráð Gíslason flutti málið
og gagnrýndi lögin í ýmsum
atriðum, en tók ekki verulega
uppi sig fyrr en hann fór að
tala um breytingartillögu við
lögin, sem Bergur Jónsson
flutti á siðasta Alþingi á und-
an. Hann vítti tillögu Bergs
harðlega og taldi enga
ástæðu vera fyrir hendi til
þess að fækka yfirmönnum á
skipum frá þvi sem lögin
ákváðu. Þeirri umræðu er
ekki lokiö enn, fimmtiu árum
siðar.
Næst var rætt um launakjör
yfirmanna á fiskiflotanum. Nið-
... áskorun til
ríkisstjórnarinnar
um aö vera ekki
meö neinn
nánasarhátt
VÍKINGUR 39