Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 167
ndvegi
að riffil- og vélbyssuskot vinni
ekki á þeim. Þar segir lika:
„Mótmælir þingiö harölega
þeim aödróttunum, er komiö
hafa fram í garð sjómanna um
þaö, aö þeir þyröu ekki að
sigla". Lái þingmönnum hver
sem vill.
Vítavert
skeytingarleysi
Þegar menn koma til sjötta
þingsins eru þeim engin blíö-
mæli i huga, þeir eru greini-
lega orönir langþreyttir á
áhugaleysi um öryggi sitt.
Borin varfram tillaga, sem var
samþykkt samhljóöa, þar
sem sagöi m.a.: „6. þing FFSÍ
litur svo á aö vítavert skeyt-
ingarleysi hafi rikt i fram-
kvæmd öryggisreglugerða
þeirra sem út hafa veriö gefn-
ar til þess aö auka öryggi
skipverja, sem sigla á haf-
svæðinu, samkv. beiöni
þeirra. Mörg fyrirmæli þess-
ara reglugerða hafa ýmist alls
ekki verið framkvæmd, eða
þá á fullkomlega óviöunandi
hátt".
Á næstu þingum er þarátt-
unni stööugt haldið áfram,
ýmist meö fortölum, beiðni
eöa skömmum, en menn
fengu aö reyna að stofnanir
þjóðarinnar höföu litinn skiln-
ing á öryggi sjófarenda. Eink-
um reyndust vitamálin þung i
vöfum. Þar kom um siðir, áriö
1948, á 12. þingi FFSÍ, aö
þolinmæðin var gjörsamlega
þrotin.
Krefst enn einu sinni
úrbóta
Ásgeir Sigurösson forseti
haföi framsögu um vitamál
fyrir hönd stjórnarinnar og
stakk upp á aö vitamálastjóra
yröi boðið aö vera á fundi
þingsins, þegar máliö kæmi
úr nefnd og færi til afgreiðslu.
Siðan þar hann fram svo-
hljóðandi stjórnartillögu, sem
sennilega er sú haröoröasta
sem stjórn FFSÍ hefur boriö
fram á þingi, enda auöskiliö
aö stjórnarmenn hafi veriö
orönir langþreyttir á þessum
endalausa þarningi við vilja-
laust og skilningslaust kerfi.:
„Tólfta þing FFSÍ vítir mjög
eindregiö ástandiö í vitamálum
landsins og krefst enn einu
sinni úrbóta. Þarsem ekki virö-
ist hirt um aö hafa í lagi og
kveikja á vitum sem veriö hafa
í notkun. Margir nýir vitar, er
reistir hafa veriö á undanförn-
um árum, eru enn Ijóslausir
þrátt fyrir itrekaöa beiöni sjó-
manna og gagnrýni i því sam-
bandi. Ekki viröist lengur hirt
um aö halda viö lýöi legu-
merkjum, innsigiingarmerkjum
og sjómerkjum víös vegar á
landinu, sem þó er hin brýn-
asta þörf. Skorar þingiö mjög
eindregiö á vitamálastjórnina
aö kippa þessu tafarlaust ílag,
svo aö sýnt sé, aö hér sé ekki
einberu hiröuleysi um aö
kenna og vanmati á þeim
mörgu öröugleikum, sem sjó-
menn eiga viö aö stríöa, er
þessara leiöbeiningamerkja
hafa not“.
Vitamálastjóra var ekki
þoðið til þingsins, heldur var
þingnefnd send á hans fund
og fékk fögur fyrirheit, áöur
en endanlega var ályktað um
málið á þinginu. Ályktunin var
lika umtalsvert mildari en til-
laga stjórnarinnar, en þó
ákveðin.
Þyrlur hafa fyrir löngu
sannaö gildi sitt viö
björgun úr sjávarháska
og meö þeim hefur tek-
ist aö bjarga fjölda
manna sem tæpast
heföi náðst aö bjarga á
annan hátt.
VÍKINGUR 167