Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 16
16 VÍKINGUR
Árnaö heilla
Á þessum merku tímamótum Farmarma- og
fiskimannasambands íslands er mér efst í huga
hversu þaö er í raun stutt síöan íslenskri sjó-
mannastétt auönaöist aö bindast heildarsam-
tökum til aö stuöla aö framgangi sinna helstu
velferöarmála. Þaö er merkilegt og segir mikla
sögu aö Farmanna- og fiskimannasambandiö er
einungis 50 ára gamalt en ekki aldargamalt hiö
minnsta. Fyrir þessu eru ýmsar ástæöur.
Framan af var sú ástæöa vitanlega veigamest,
hversu mikiö tómlæti samfélagiö sýndi hags-
munamálum sjávarútvegs, sem þótti í besta falli
aröbær aukabúgrein en ekki fullgildur atvinnu-
vegur. Tók langan tíma bæöi fyrir sjómenn og
útvegsmenn aö vinna sjávarútveginum brautar-
gengi hjá fjárveitingarvaldi og meöal ráöa-
manna. Hagsmunamál allra sjómanna sátu á
hakanum — s.s. öryggismál, skólamál, hafnaog
vitamál — og voru langt frá því að fylgja þeirri
öru þróun er varö í atvinnugreininni á fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þá tók þaö stéttarsamtök
fiskimanna og farmanna langan tíma aö ganga
til samstarfs um sameiginleg hagsmunamál. Þá
gætti þess nokkuö meöal yfirmanna aö hver
starfsstétt hugöi aö sínum málefnum en lét sig
litlu varöa hagsmunamál annarra stétta. Fram-
farir í siglingmálum, vélbúnaöi og fjarskiptum
voru talin sérhagsmunamál skipstjórnenda,
vélstjóra og loftskeytamanna fremur en sameig-
inleg hagsmunamál.
í fyrstu voru uppi efaraddir um gildi samvinnu
milli farmanna og fiskimanna. Sameiginleg
hagsmunamál þessara stétta vógu þó þyngst og
FFSÍ varö fljótt samstarfsvettvangur, annars
vegar milli yfirmanna um borö í fiskiskipum og
hins vegar milli stýrimanna, vélstjóra og loft-
skeytamanna á farskipum. Fljótlega hóf sam-
bandiö útgáfu Sjómannablaösins Víkings, sem
reynst hefur fræöandi og fjörlegt málgagn.
Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráöherra
Sameiginleg hagsmunamál allra íslenskra sjó-
manna uröu síöan hvergi Ijósari en í síöari
heimsstyrjöldinni er farmenn og fiskimenn stóöu
frammi fyrir vígaferlum stórþjóöanna. Þá sönn-
uöu hin nýju heildarsamtök gildi sitt svo öll tví-
mæli tók af.
Upphafleg baráttumál félagsmanna voru: betri
og almennari sjómannafræösla, sjómannaskóli,
lögverndun réttinda, öryggismál sjómanna, bætt
hafnaraöstaöa, fjölgun vita- og siglingamerkja.
Á öllum þessum sviöum hefur náöst árangur og
ber aö fagna hverju því skrefi sem stigiö hefur
veriö til framfara. Sérstaklega vil ég fagna því
starfi sem aö undanförnu hefur veriö unniö í
öryggismálum sjómanna.
Ég vil þakka Farmanna- og fiksimannasam-
þandi íslands fyrir góöa samvinnu á undanförn-
um árum. Jafnframt óska ég sambandinu allra
heilla og óska þess aö þaö megi áfram vinna aö
hagsmunamálum allra sæfarenda.