Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 48
FFSÍ Árnaö heilla
Fiskifélag
íslands
48 VÍKINGUR
Á merkum tímamótum sendir Fiskifélag ís-
lands Farmanna- og fiskimannasambandi ís-
lands bestu hamingjuóskir og þakkir fyrir öll þau
heilladrjúgu störf í þágu íslensks sjávarútvegs
og þann mikla árangur sem náöst hefur á vegum
sambandsins.
Þaö voru spor til heilla sem brautryöjendur aö
stofnun Farmannna og fiskimannasambands Is-
lands stigu fyrir fimmtíu árum meö stofnun sam-
bandsins.
Á umliönum áratugum hefur náöst ómetanleg-
ur árangur á þingum FFSÍ, þar sem mætt hafa til
leiks fulltrúar frá félögum yfirmanna á skipum
víösvegar á landinu. Þarna hafa veriö aö verki
fagmenn sjómannastéttarinnar meö haldgóöa
reynslu og þekkingu á veiöum og siglingum, þaö
eru þessir menn sem þjóöin öll stendur íþakkar-
skuld viö, fyrir afrakstur starfa þeirra til framfara
í undirstööuatvinnuvegi okkar, sem byggist á
hæfni isjómennsku og siglingum.
Þing FFSÍ hafa vakiö veröskuldaöa athygli.
Þar hefur oft veriö deilt hart eins og veröur þegar
viljasterkir áhugamenn koma saman meö ólíkar
skoöanir og sjónarmiö. Þeim sterka vilja, sem
áberandi hefur ráöiö ferö, má eflaust þakka hve
oft hafa fundist lausnir á vandamálum stéttar-
innar. Þegar horft er til baka kemur i Ijós aö þau
eru mörg þjóðþrifamálin, sem þar hafa fengiö
meöferö og veriö leidd til lykta öllum landslýö til
hagsbóta. Þessum árangri má einnig þakka hinu
ágæta málgagni samtakanna, Sjómannablaöinu
Víkingi, sem dyggilega hefur náö markmiöi og
þjónaö tilgangi sínum, aö sameina sjómenn um
áhugamál sín og velferðarmál stéttarinnar.
Öryggis- og slysavarnarmál hafa veriö í
öndvegi á hverju þingi og fengiö þar veröskuld-
aöa umfjöllun og af hálfu hinna ágætu starfs-
manna sambandsins hafa þau notiö vöku hvern
dag. Þeir hafa fylgst grannt meö nýjungum svo
sjómenn okkar hafa tekiö þátt og stundum oröiö
brautryöjendur í þeirri miklu tæknibyltingu sem
oröiö hefur viö veiöar og siglingar á seinustu
áratugum.
Vel skóluö, vel menntuö og vel siöuö sjó-
mannastétt hefur veriö markmiö sambandsins
frá upphafi. Þarna stöndum viö íslendingar fram-
arlega.
Fræöslu- og skólastarf veröur aö vera í stöö-
ugri endurskoöun viö takt hvers tíma, þess
vegna ber aö þakka gagnrýni fulltrúa þeirra, sem
eiga aö njóta. íslensk sjómannastétt er rík af
þeim mætti, sem er menntun og mörgum þeim
siöum erprýöa hvern sannan mann.
Þorsteinn Gíslason
fiskimálastjóri
Sem áhorfandi minnist ég stoltur þeirra reisn-
ar, sem í gegnum árin hefur fylgt stjórnendum
íslenskra skipa þar sem þeir hafa komiö fram
sem fulltrúar þjóöar sinnar bæöi heima og er-
lendis. Þetta hefur víöa vakiö athygli og gert
marga eftirsótta til fræöslustarfa á vegum hinna
þekktustu og virtustu alþjóöastofnana.
Á engan veröur skugga varpaö þótt ég leyfi
mér aö fullyröa aö mesta gæfa Farmanna- og
fiskimannasambands íslands hafi veriö að njóta
frá upphafi forystu Ásgeirs Sigurössonar skip-
stjóra, til hans æviloka eöa í tuttugu og sjö ár.
Því aö þegar jafn rismiklir menn veljast til for-
ystu fer eftirtekja eftir. Hann lyfti merkinu hátt og
bar þaö meö reisn meö velferö íslensku sjó-
mannastéttarinnar aö leiöarljósi.
Góöir félagar, vélvæöingin hefur veriö hröö á
öld rafeinda- og tölvubúnaöar, svo hröö aö á
stundum höfum viö vart viö aö meötaka, og í
sumum tilfellum gert okkur óafvitandi of háða
henni. Gætum okkar á því aö ofmeta eöa treysta
um of á tækninni á kostnaö þess mannlega, og
missum aldrei sjónar á þeim, sem viö eigum aö
treysta fyrst og fremst manninum sjálfum.
Hamingjuóskum fylgir þökk frá stjórn og
starfsfólki Fiskifélags íslands fyrir hiö ágæta
samstarf sem alla tiö hefur rikt með samtökum
okkar.