Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 198
FFSÍ líður
fyrir
skipulag
sitt
I
m
Sigmundur
Emir
Rúnarsson
blaöamaður
198 VÍKINGUR
Guðlaugur, sem er fæddur
á Steinstúni í Árneshreppi í
Strandasýslu, gerðist stýri-
maður hjá Skipaútgerð ríkis-
ins árið 1959 og síðar starfs-
maður Stýrimannafélags Is-
lands frá 1968, en um líkt
leyti var hann kosinn í stjórn
félagsins og loks formaður
þess f rá 1976—1980.
En hvað var það sem upp-
runalega rak ungan guma af
Ströndum norður út í far-
mennsku á sínum tima, dreng
sem alinn var upp á hefð-
bundnum sveitabæ og haföi
stundað almenn sveitastörf
fram að þeim tima?
Hrein tilviljun
„Tilviljun", svarar Guðlaug-
ur, „hrein tilviljun“, segir hann
og útskýrir: „Ég byrjaði mína
sjómennsku á sildveiðum upp
á gamla mátann sumarið
1948, en það var svo ekki fyrr
en sex árum síðar að ég
gerðist farmaður — og, eins
og fyrr segir, sakir sérstakrar
tilviljunar. Ég var staddur á
mínum heimaslóðum i Árnes-
hreppi. Þar var þá einnig
staddur Sigurgeir Pétursson
frá Ófeigsfirði, sem þá var
skipstjóri á togaranum isólfi
frá Siglufirði. Hann sagði mér
að toagarinn lægi í Seyðis-
fjarðarhöfn og þangað væri
hann að fara með strand-
ferðaskipinu Skjaldbreið.
Varð það úr að ég réði mig
háseta á ísólf.
Um borð i Skjaldbreiði kom
hinsvegar i Ijós að einn há-
seta vantaði þar um borö,
sem einhverra hluta vegna
hafði oröið eftir í Reykjavík.
Ég var spurður hvort ég vildi
ekki vinna mér fyrir farinu
austur sem háseti á skipinu í
stað þessa manns. Ég sló til.
Þegar skipið var á leið til
Hvammstanga geröi skip-
stjórinn á Skjaldbreið,
Tryggvi Blöndal, boð eftir mér
og spuröi mig hvort ég vildi
ekki vera áfram um borö eftir
aö á fyrirhugaðan áfangastað
minn væri komið — og halda
þannig i stöðuna. Ég spuröi
Sigurgeir á Isólfi álits og hann
sagði mér að taka hvort
hásetaplássiö sem ég vildi.
Og þar eð ég hafði ekki
kynnst farmennsku fyrr,
ákvaö ég þarna að taka boöi
skipstjórans. Á Skjaldbreiö
var ég svo tæpt ár að þessu
sinni en átti eftir að kynnast
henni betur siðar eftir að ég
Guölaugur Gíslason
stýrimaöur settist fyrst
í aöalstjórn Farmanna-
og fiskimannasambands
íslands fyrir bráöum
sextán árum.
Hann ernú elsti
stjórnarmaöur FFSÍ og
sá sem þar hefur setiö
lengst þeirra er nú sitja
í stjórninni.
Enginn er samt jafn
unguríanda innan
stjórnarinnar aö margra
dómi og hefur
starfsþróttur Guölaugs
íþágu sambandsins
og hugmyndaauögi hans
í stjórn vakiö athygli
manna sem þekkja til
þessara mála.
varð stýrimaöur hjá Skipaút-
gerö Rikisins".
Guðlaugur er spurður að
þvi áður en lengra er haldiö
hvernig honum hafi líkað
þetta kunna strandferðaskip
sem Skjaldbreið var.
Þar skörtuðu skýin
sínu fegursta
„Hún var mjög gott skip“,
segir hann strax. „ Lítið og
þægilegt og gott sjóskip eins
og systurskip þess, Herðu-
breiö". Hann segir svo að
honum hafi strax likað við far-