Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREIM
Þann annan júní n.k. eru liöin 50 ár frá því aö
Farmanna- og fiskimannasamband íslands var
formlega stofnaö og samtök yfirmanna á ís-
lenska skipaflotanum héldu fyrsta þing samtak-
anna.
Aödragandi stofnunar FFSÍ var sýnilega erfiö-
ur, því rætt haföi veriö um málefniö af og til frá
1922, þó ekki formlega stofnaö samband yfir-
manna fyrr en áriö 1937. Þaö sem kom fram á
fyrsta þingi sambandsins og tekin var afstaöa til
sem aöalverkefni hins nýstofnaöa sambands
voru eftirfarandi málefni. í fyrsta lagi voru Far-
manna- og fiskimannasambandinu sett lög sem
mörkuöu starfsemi þess og félagsleg samskipti
aöildarfélaga, þar segir meöal annars um starf-
sviö og markmiö:
2. gr.
„Tilgangur sambandsins er aö sameina far-
manna- og fiskimannastéttir landsins um þaö aö
vinna aö auknu og bættu samstarfi meöal þeirra
félaga sem nú eru í því, svo og þeirra félaga er
síöar kunna aö ganga í þaö, ennfremur aö vinna
að bættum kjörum, atvinnuskilyrðum, menntun
farmanna og fiskimanna og auka öryggi sjófar-
enda almennt.
3. gr.
Sambandiö er óháö öllum stjórnmálaflokkum
°g starfar í einu og öllu á ópólitískum grund-
velli".
Tilgangur FFSÍ er því enn sá sami og var i upp-
hafi þó nýir tímar kalli á breyttar áherslur og
vinnubrögð.
Auk laganna voru teknir til umræöu eftirfar-
andi málaflokkar, sem þingiö ályktaöi að unniö
skyldi aö.
Oryggismál sjómanna.
Þörf fyrir nýjan sjómannaskóla.
Laun yfirmanna á fiskiflotanum.
Utgáfa blaös eöa tímarits samtakanna.
Endurbætur á Síldarverksmiöjum ríkisins.
Viðhald skipa og viögeröir á þeim innanlands.
Tolla- og skattamál útvegs- og sjómanna.
Lög um atvinnu viö siglingarog tryggingamál.
A upptalningunni má sjá aö engum málanna
er lokiö, þau eru enn þann dag í dag til umræöu.
Til gamans og fróöleiks er rétt aö líta aöeins á
stööu þessara málaflokka, sem voru aöalefni 1.
bings FFSÍ og eru enn viðfangsefni á þessu ári
°9 veröa þaö vafalaust í framtíöinni á þeim
hreyt'mgatímum sem viö lifum.
Oryggismál sjómanna, er sá málaflokkur sem
aHtaf hefur veriö til umfjöllunar og aö veriö unniö
a vegum FFSÍ. í öryggismálum hefur veriö unniö
mikiö síöast liöin ár. Alþingi íslendinga skipaði
sérstaka öryggismálanefnd sjómanna sem vann
mjög gott starf og tillögur nefndarinnar hafa ver-
iö aö koma til framkvæmda hver af annarri og
þeim veriö vel tekiö af ráöuneyti samgöngumála.
Lagt var til af Matthíasi Bjarnasyni samgöngu-
ráðherra aö 10 milljónum króna yröi variö til
námskeiöahalds fyrir sjómenn í öryggismálum.
Til þessa verkefnis fengustáriö 1985 5,5 miljón-
ir af fjárlögum og 8 miljónir kr. 1987.
Samtök sjómanna og útvegsmanna þeittu sér
fyrir því aö viö uppstokkun sjóöakerfis sjávarút-
vegsins voriö 1986 yröi variö 12 miljónum kr. til
öryggismála sjómanna. Stærstum hluta þeirrar
upphæöar eöa 8 miljónum var variö til Slysa-
varnaskóla sjómanna, sem Slysavarnafélagiö
hefur séö um aö halda úti til öryggisfræöslu og
þjálfunar sjómanna í meöferö öryggisbúnaöar á
skipum og viöbrögöum á neyöarstund. Slysa-
varnafélagsmenn hafa sýnt þessari þjálfun mik-
inn áhuga og um þessar mundir er Sæþjörg aö
komast í þaö gott lag aö sigla megi skipinu milli
hafna til þjálfunar sjómanna úti um land.
Nú hafa útgeröir fiski- og farskipa ákveöiö að
kaupa björgunarbúninga í skip sín. Þar er enn
eittöryggismáliö aö komastí framkvæmd.
Siglingamálastofnun hefur einnig veriö mjög
virk í ýmsum málum er lúta að öryggi skipa síö-
ustu ár og Landhelgisgæslan sýnir þessum mál-
um mjög aukinn áhuga. Ný þyrla hefur veriö
keypt og sannað gildi sitt viö erfiðar aöstæöur
og hvaö vel þjálfaðir björgunarmenn á slíkum
tækjum geta gert.
En alltaf má gera betur og þess vegna veröa
öryggismálin framtíöarverkefni meö sínum fjöl-
breyttu möguleikum og nýrri tækni. Öllum þeim
sem sýnt hafa öryggismálum sjómanna áhuga
og tekið undir tillögur FFSÍ til aukins öryggis
sæfarenda færir FFSI bestu þakkir.
Skólamálin og menntun yfirmanna eru og
veröa alltaf til umræöu. Á þessu ári er mikiö rætt
um sameiginlegan sjávarútvegsskóla og er ekk-
ert nema gott um þá hugmynd aö segja. Samtök
yfirmanna munu hinsvegar alltaf hafa uppi
ákveönar hugmyndir um hvaö námiö veröur aö
gefa þeim sem til starfanna menntast. Vissulega
getur grunnfræöslan veriö sameiginleg þó
sérsviöin kalli á aöskiljanlegt sérnám þegar
lengra kemur á námsbrautum sameiginlegs
sjávarútvegsskóla. Hér er því enn eitt eilíföar-
máliö á feröinni, sem mótast af kröfum tímans.
Lög um atvinnu viö siglingar voru síöast end-
urskoöuö áriö 1984 og hafa margoft veriö yfir-
farin og endurskoöuö á þeim 50 árum sem liöin
eru frá stofnun FFSÍ og þannig mun sjálfsagt
veröa í framtíöinni. Þær undanþágur sem oft
Guðjón A.
Kristjánsson
forseti FFSÍ
Fyrstu
sporin
marka
framtíð
VÍKINGUR 11