Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 153
Hrafnistuheimilin
sjómenn og sjómanna-
ekkjur.
g) að koma uppog annast
sumardvalarheimili og
skylda starfsemi fyrir
börn sjómanna, sem
munaðarlaus eru, eða
búa viö erfiðar heimilis-
ástæður.
Að þessu skal unnið með
kynningu á málefnum sjó-
mannadagsins á opinberum
vettvangi i fjölmiölunartækjum
og á hvern þann hátt, sem
málefninu getur orðið til heilla,
þar á meðal hverri leið, sem
vænleg getur orðið til fjáröfl-
unar.
Þetta er óbreytt frá fyrstu
reglugerð sjómannadagsins,
aö öðru leyti en þvi að g)-lið-
urinn varðandi sumardvalar-
heimili fyrir börn sjómanna og
munaðarlaus börn hefur bæst
við.
Nefndarálitiö
frá25.mars1938:
Samþykktin um Dvalar-
heimilið
Nokkur hagnaöur varö af
fyrsta sjómannadeginum og
hér að framan var greint frá
fyrstu samþykktum hins ný-
kjörna sjómannadagsráðs.
Samþykkt þess, gjörö fyrir
tæpri hálfri öld, lýsir ótrúlegri
framsýni og birtum við hana i
heild sinni ásamt tillögum
nefndarinnar:
„Á aðalfundi fulltrúaráðs
Sjómannadagsins, sem hald-
inn var í vetur, var kosin 5
manna nefnd, til þess að taka
til athugunar og gera tillögur
um, hvernig verja skyldi tekj-
um af Sjómannadeginum í
framtiðinni. Nefndin varð sam-
mála um eftirfarandi nefndar-
álit og tillögur. Fulltrúaráðið
hefir enn ekki tekið afstöðu til
þessa máls, en ákvað að birta
álit nefndarinnar i Sjómanna-
dagsblaðinu og fer það hér á
eftir:
Vér undirritaðir nefndar-
menn, sem kjörnir vorum af
Sjómannadagsráöinu, til þess
að ihuga og gera tillögur um,
hvert skuli vera aöalviðfangs-
efni og markmið sjómanna-
stéttanna, er að Sjómanna-
deginum standa, umfram það,
sem felst i reglum fyrir full-
trúaráð stéttarfélaga sjó-
manna um starfsvið Sjó-
mannadags, og þá fyrst og
fremst, i hvaöa augnamiði fé
því skuli varið, sem til fellur
árlega, sem hagnaður af há-
tíðahöldum Sjómannadags-
ins, höfum orðið sammála um
ákveðna tillögu um þetta efni.
i reglum Sjómannadagsins,
2. gr. D-lið, er svo ákveöið:
„að beita sér fyrir menningar-
málum varðandi sjómanna-
stéttina".
Vér lítum svo á, að undir
þennan lið heyri mál það, sem
nefndinni er ætlaö að leysa,
og bendum á, hvert sé þaö
menningarmál, sem fyrst og
fremst skuli lögð áhersla á að
beita sér fyrir, og sem fjár-
magn þurfi til.
Nefndin lagði til grundvallar
athugun sinni fyrst og fremst:
Á hverju er sjómannastéttinni
mest þörf, og sem likur benda
til að þjóðfélagið ekki hefjist
handa um, og ennfremur það,
hvaða viðfangsefni það væru,
sem hin ýmsu stéttarfélög
sjómanna væru samhuga um
aö vinna að og gætu komið
öllum einstaklingum innan
starfsgreina sjómannastéttar-
innar að jöfnum notum, á sin-
um tima.
Margt gat komiö til greina i
þessum efnum. En líti maður á
nútima menningu þjóðfélags
vors, þá er bókleg og verkleg
fræðsla kostuð af þjóöfélag-
inu jafnt fyrir sjómannastétt-
ina sem aðrar stéttir. Verið er
að lögleiða skyldunám i sundi
við alla skóla, þar sem unnt er
að koma þvi viö. Námskeiöum
i sundi komið á fyrir fullorðna;
slysa-, sjúkra-, elli- og ör-
orkutrygging komin í lög, og
sem á eftir að taka breyting-
um til bóta. Allt þetta hefir
Nokkurhagnaöur
varö af fyrsta sjó-
mannadeginum og
hér aö framan var
greint frá fyrstu
samþykktum hins
nýkjörna sjómanna-
dagsráös. Samþykkt
þess, gjörö fyrir
tæpri hálfri öld, lýsir
ótrúlegri framsýni
og þirtum viö hana i
heild sinni ásamt til-
lögum nefndarinnar.
VÍKINGUR 153