Sjómannablaðið Víkingur - 01.05.1987, Blaðsíða 29
Upphafið
bráðabyrgðastjórnarinnar var
haldinn 31. maí 1937 á skrif-
stofu Vélstjórafélagsins, þar
sem allir hinir fundirnir höfðu
reyndar einnig verið haldnir.
„Fundarefni var að ákveða
hvaða dag og stað hið fyrir-
hugaða þing skyldi haldið og
að öðru leyti að ræða um
tilhögun þingsins. Samþykkt
var að halda það miðvikudag-
inn 2. júni kl. 8. s.d. i Odd-
fellowhúsinu og var húsið
fengið strax á fundinum"
stendur i fundargeröinni.
Þinginu var sett dagskrá og
siðan er bókað: „Margt fleira
var svo talað í sambandi við
hið fyrsta þing sambandsins,
en af þvi aö ekki voru gerðar
neinar ályktanir, finnst ekki
astæða til að bóka þær.
Fundi slitið".
Rök um stofndag
Segja má að FFSÍ hafi tek-
ið til starfa i málefnum félaga
sinna, öðrum en að stofna
samband, með samþykktum
sinum á 6. fundinum. Þeim
samþykktum var fylgt fram
með starfi nefndar og bréfa-
skriftum. Samt sem áður
virðast hugmyndir manna um
stofndag FFSÍ vera nokkuð á
reiki. Á fána FFSÍ stendur ár-
talið 1937, eins og fyrr er
nefnt, en ekki dagsetning.
Guðmundur H. Oddsson var
einn þremenninganna í
Skipstjóra- og stýrimannafé-
lagi Reykjavíkur, sem undir-
rituðu hvatningar bréfið um
stofnun samtaka 20. október
1935. Hann var forseti FFSÍ
þegar 23. þing sambandsins
hófst, 23. nóvember 1967, og
minntist i ræðu 30 ára starfs
FFSI. í ræöu sinni nefnir hann
ekki stofndag. Ræöan birtist í
heild í 1. tbl. Víkingsins 1968.
'I sama blaði er hugvekja eftir
annan ritstjóranna, Örn
Steinsson, i tilefni 30 ára af-
mælis FFSÍ, sem hann kallar
Sterk samtök. Þar segir m.a.:
„Löngu siðar eða árið 1937
tókst að koma á víðtæku
samstarfi meö stofnun Far-
manna- og fiskimannasam-
bands islands." Enginn dag-
setning.
Þaö er ekki fyrr en árið
1977 að þáverandi forseti
FFSÍ, Jónas Þorsteinsson,
nefnir stofndag í setninga-
ræðu sinni. Þá fagnaði FFSÍ
40 ára afmæli sínu. Jónas
sagði: „...það var formlega
stofnað á fyrsta þingi sam-
bandsins, sem haldið var i
Oddfellowhúsinu hér í
Reykjavik, 2. júni 1937 og
dagana þar á eftir“. Auðvitað
eru sterk rök með þvi að telja
sambandið stofnað á fyrsta
þinginu. Þar voru lög sam-
bandsins staðfest og þar
með var samstarfið formlega
hafið. Einnig var ákveðið að
félög sem gengju til sam-
starfsins á þinginu skyldu
teljast til stofnenda. Hitt
stendur þó óhaggað að þeir
sem sátu fundinn 8. desem-
ber 1936 lýstu einróma yfir
stofnun Farmannasam-
bandsins og ekki er ósenni-
legt að einhverjum þyki þeim
góðu mönnum lítil virðing
sýnd með því að hafna þeim
stofndegi.
Unnið um borð í göml
um togara.
VÍKINGUR 29