Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 8
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN HHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimi að N-Ameríku og Evrópuströndum, með straumunum, sem þang- að liggja, en ekki suður fyrir Miðjarðarlínu, því þangað liggja engir straumar að norðan. Auk þess, sem nú hefur verið talið af því, sem áhrif getur haft á útbreiðslu dýranna, mætti einnig tína margt annað til. Þannig hefur maðurinn átt drjúgan þátt í því að breyta dýra- lífi jarðarinnar. Mörg dýr hefur hann tekið með sér sem nytja- dýr, á ferð sinni um hnöttinn, og þannig skapað þeim nýtt heim- kynni. Mörg dýr hafa flotið í fari hans, en þar má auk sníkju- dýra mannsins sjálfs og húsdýra hans nefna rottur og mýs. Mörgum dýrum hefur hann útrýmt, vegna þess að honum hefur verið fengur í þeim, eða vegna þess að þau hafa komið í bág við störf hans, eða verið honum hættuleg, og loks hefur hann valdið landslagsbreytingum, sem svift hafa milljónir dýra til- veruskilyrðum. Yfirleitt hafa landslagsbreytingar mjög mikla þýðingu, þegar skýra skal útbreiðslu dýranna á jörðunni. Á eyjum er til dæmis dýralíf oft mjög fábreytt, enda þótt loftslag þar sé oft og einatt svo hentugt, að þar gætu þrifist öll þau dýr, sem heima eiga á næstu meginlöndum, og jafnvel fleiri. Annað einkenni eyjanna er það, að dýralífið á þeim líkist mjög dýralífi hinna næstu meginlanda, og þeim mun meira, sem meginlandið er nær. Þetta verður strax skiljanlegt, ef gert er ráð fyrir, að slíkar eyjar hafi fyr á tímum verið í sambandi við meginlöndin, og margar þeirra tegunda, sem þá lifðu á öllu svæðinu, hafi svo að segja dagað uppi á eyjunni, þegar sund fór að greina hana frá meginlandinu. V. Breyting láðs og lagar. Af því, sem að ofan er sagt, vona ég, að það sé ljóst, að margt verður að taka til greina, ef við ætlum að skilja til hlítar útbreiðslu dýranna eins og hún er nú. Þó kemur upp úr kafinu, þegar nánar er aðgætt, að allt þetta fullnægir ekki til þess að skýra útbreiðslu dýranna, ýmislegt annað verður að taka til greina, og verður þá oft og einatt að taka aðrar fræðigreinar til aðstoðar. Maður verður að gera ráð fyrir, að loftslag hafi verið annað fyr á tímum en nú, að afstaða láðs og lagar hafi þá verið önnur, að tegundir þær, sem nú lifa, hafi þá verið öðru vísi dreifðar, að önnur dýr hafi þá verið uppi, og síðast en ekki sízt, að dýraríkið myndar mikla þróunarheild, sem stöðugt

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.