Náttúrufræðingurinn - 1938, Page 20
64 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
111111111111111111111111111111111111111111111111 ■ 1111111 M 1111111II11111111111111II11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
6. mynd. Yfirlit yfir útbreiðslu strútfug'lanna í heiminum. Kívinn (Apteryx)
er aðeins á litlu svæði á Nýja Sjálandi, en þar og á hluta. af Nýja Hollandi
er svo kasúarinn. Þriðja ástralska tegundin er svo Ástralíu-strútfuglinn.
og loks eru nokkurir flokkar fugla staðbundnir við álfuna. Síð-
ast á miðöldinni í jarðsögunni hefir verið landsamband á milli
Ástralíu og Indlands, þannig hafa nefdýr og strútfuglar komizt
til álfunnar. Á hinn bóginn hefir álfan hlotið að standa í sam-
bandi við Suður-Ameríku, því þaðan hafa pokadýrin komið.
Landbrú sú, sem tengt hefir Ástralíu og Suður-Ameríku, hefir
mjög snemma sokkið í sæ, því annars hefði Ástralía fengið eitt-
hvað af dýrategundum þeim, er seinna mynduðust í Ameríku.
Einnig hefir brúin á milli Ástralíu og Indlands fljótt orðið að
eyjaklasa, en eftir honum hafa leðurblökur og mýs, dingó-hund-
urinn og ef til vill maðurinn komið til álfunnar.
B. Nýja ríkið (Neogea).
Nýja ríkið grípur yfir alla Suður-Ameríku, Mið-Ameríku,
vestur- og austurhluta Mexikó, og Yesturindíur. Eftir öllu þessu
mikla svæði endilöngu ganga miklir fjallgarðar og hálendi, sem
byrja til norðurs með Mexikó-hálendinu, en þaðan liggja Kor-
dillafjöllin til suðurs gegnum Mið-Ameríku. Þá tekur Panama-
hálendið við, en frá því liggja svo Andesfjöllin suður með allri
vesturströnd Suður-Ameríku. Fyrir austan Andesfjöllin eru ein-
hver mestu frumskógasvæði heimsins, einkum í kringum Ama-
zónfljótið, eina mestu á heimsins, sem aðgreinir Brazilíuhálend-
ið og Guyanahálendið. Eftir því sem norðar dregur í álfuna,