Náttúrufræðingurinn - 1938, Síða 30
74 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
'.immmiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiimiiiiiiiiimiiimmiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii
sem er sérkennileg fyrir Afríku, er gullmoldvarpan, það er frek-
ar lítið dýr, gulgljáandi á lit, og minnir í mörgu á moldvörpur,
enda þótt það sé ekkert skylt þeim. Nú eru gullmoldvörpur ein-
ungis til í Afríku fyrir sunnan Miðjarðarlínu, en á Nýju öldinni
hafa þær einnig verið í Norður-Ameríku. Á eyðimerkum Suður-
og Austur-Afríku er lítil skordýraæta, sem nefnd er stökksnjáld-
urmús, hún er með mjög langa trjónu, og langa afturfætur, og
getur tekið feikna mikil stökk. Af skordýraætum eru þarna líka
ýmsar tegundir, sem einnig eru til um aðra hluta Gamla ríkisins,
til dæmis 1 Evrópu, en þar mætti nefna snjáldurmýs, broddgelti
og moldvörpur.
10. mynd. Jarðsvín (Oryctoropus capensis), um 2 metrar á lengd.
Einn flokkur af tannleysingjum, hin svonefndu jarðsvín, eru
einungis til í Afríku.Annars eru tannleysingjar einungis til í Suð-
ur-Ameríku, og á Indlandi, eins og við munum, og um það eru
mjög skiptar skoðanir meðal dýrafræðinga, hvort skoða skuli
alla tannleysingja í heiminum sem einn skyldleikaflokk, eða
hvort skipta skuli þeim í tvo, tannleysingjana í gamla heiminum
annars vegar, og tannleysingjana í nýja heiminum hins vegar,
eða hvort tannleysingjarnir þeir, sem kallast hreisturdýr, og
eiga heima í Afríku og á Indlandi, skuli skoðast sem þriðji
flokkurinn. Úr þessu er alveg ómögulegt að skera eins og nú
standa sakir, vegna þess, að milliliðir á milli flokkanna, sem eru
mjög ólíkir, hafa ekki ennþá fundist í jarðlögunum. Jarðsvínið
er frekar stórt dýr, og mjög einkennilegt að útliti. Það er með
löngum hala, sem það dregur á eftir sér, og skoltarnir dragast